Vanda mig við að njóta hvers dags
Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara segist lánsöm að eiga góða fjölskyldu og trausta vini. Hún segir það ekki sjálfsagt að fólk treysti sér til að styrkja aðra í erfiðum aðstæðum. Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á í lífi Elísabetar Sigurveigar Ólafsdóttur síðastliðin tvö ár. Hún missti eiginmann sinn úr heilakrabbameini […]