Entries by mosfellingur

Myndir skipta miklu máli

Þær Helga Dögg Reynisdóttir og Nanna Guðrún Bjarnadóttir hafa stofnað fyrirtækið Fókal sem sérhæfir sig í viðburða- og fyrir­tækjaljósmyndun. Þær starfa einnig sem sjálfstætt starfandi ljósmyndarar og eru með ljósmyndastúdíó í Kjarnanum. „Við erum fjórir ljósmyndarar sem höfum aðstöðu hér í Kjarnanum. Hér erum við með fullbúið ljósmyndastúdíó og tökum að okkur alla vega verkefni. […]

Hef alltaf haft áhuga á mótorsporti

Steingrímur Bjarnason er þaulreyndur akstursíþróttamaður og hefur tekið þátt í torfæru- og sandspyrnukeppnum víða um land. Það eru ekki margir sem keyra um á 12 metra langri rútu með torfærubíl í skottinu en það gerir aksturs­íþróttamaðurinn Steingrímur Bjarnason þegar hann leggur af stað í ferðir sínar út á land. Fjölskyldan er oftar en ekki með […]

Ráðist verður í framkvæmdir við fjölnota íþróttahús að Varmá

Fyrir bæjarráði Mosfellsbæjar liggur nú til samþykktar tillaga um byggingu 3.200 fermetra fjölnota íþróttahúss sem staðsett verði austan við núverandi íþróttamannvirki að Varmá. Um er að ræða svokallað hálft yfirbyggt knatthús þar sem eldri gervisgrasvöllur að Varmá er nú. Samræmist stefnumörkun UMFA Undirbúningur málsins hefur staðið yfir frá árinu 2014 og fólst í upphafi í […]

Tugur frá Kiðafelli besti hrúturinn

Hin geysivinsæla hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós var haldin þriðjudaginn 17. október á Kiðafelli. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Mosfellsdal og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum: veturgömlum hrútum, hyrndum lambhrútum, kollóttum lambhrútum og svo var besti misliti lambhrúturinn sérstaklega verðlaunaður. Mæting á […]

Mosfellsbær tekur við tíu flóttamönnum

Á fundi bæjarráðs þann 12. október var tekið fyrir erindi velferðarráðuneytisins þar sem óskað var eftir því að að Mosfellsbær taki á móti 10 flóttamönnum frá Úganda. Í afgreiðslu bæjarráðs segir að Mosfellsbær hafi áður lýst vilja sínum til að taka á móti flóttamönnum og sé því jákvæður gagnvart þessu erindi ráðuneytisins. Framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs var […]

Handstaðan

Um síðustu helgi fórum við æfingahópurinn á Strandir í æfingaferð. Nánar tiltekið á Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði. Staðurinn er magnaður og hópurinn samsettur af lifandi og skemmtilegum einstaklingum. Ferðin var frábær og allir spenntir fyrir að fara aftur á Strandir haustið 2018. Helgin var af stútfull af æfingum, leikjum og þrautum. Allt á afslöppuðum nótum. […]

Við getum gert miklu betur

Það eru sannarlega óvenjulegir tímar í stjórnmálum. Við göngum aftur til þingkosninga, í annað sinn á einu ári. Tímarnir eru ekki óvenjulegir af því að ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokk innanborðs sprakk í þriðja skiptið í röð, það virðist orðið að venju í íslensku samfélagi að ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn er í forsvari fyrir eða sitji í, springi […]

Hvað í fjandanum á ég að kjósa?

Lengi vel skildi ég ekki stjórnmál. Fyrir mér voru þau veruleiki fyrir miðaldra punga sem lifðu fyrir völdin ein. Eftir menntaskólagönguna tók ég mig til og kynnti mér stefnur flokkanna. Þær reyndust afar svipaðar, allir vildu betra samfélag. Hins vegar voru áherslurnar á hvað fælist í betra samfélagi ekki alltaf þær sömu. Sem ungur kjósandi […]

Heilbrigt atvinnulíf

Jafnaðarmenn eru ekki á móti því að fólk verði auðugt af dugnaði sínum og útsjónarsemi. Öðru nær. Um að gera – það á að greiða götu lítilla og meðalstórra fyrirtækja svo að þau vaxi og dafni, eigendum sínum, starfsfólki og samfélaginu öllu til hagsbóta. Þess vegna viljum við meðal annars lækka tryggingargjald. Það er hins […]

Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjallið

Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins. Árlega berast um 15 þúsund mál inn á borð 1717 og eru þau af ýmsum toga. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara símtölum sem berast og sem dæmi um það sem fólk hefur samband vegna, bæði […]

Forvarnir eru svarið

Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Nálægðin við náttúruna skapar umgjörð fyrir hvers konar íþróttaiðkun og útivist hvort sem það er að taka þátt í hlaupahópnum í bænum, stunda hestamennsku, fara í sundlaugarnar, ganga á Úlfarsfellið eða annað. Þátttaka í íþróttum og frístundastarfi hefur ótvírætt forvarnargildi. Rannsóknir benda til að fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna hafi […]

Andlegt ferðalag

Í lífi manna gengur mismikið á en hjá flestum safnast upp með tímanum atvik og tilfinningar sem erfitt getur verið að vinna úr. Sumt er meðvitað en annað ómeðvitað og því oft mjög erfitt að átta sig á því. Ég er þarna engin undantekning og eftir því sem leið á, fann ég að eitthvað var […]

Þegar stórt er spurt

Í kosningabaráttu þeytast frambjóðendur um og reyna að kynna sig, flokkinn sinn, hugsjónirnar og hugmyndafræðina. Ólíkt því sem ætla mætti af umræðunni taka flestir þátt í stjórnmálastarfi af hugsjón. Þeir vilja bæta samfélagið og trúa því að sú hugmyndafræði sem þeirra flokkur byggi á muni gera það betra. Og því trúi ég einmitt. Ég er […]

Lionshreyfingin hvetur börn til lestrar

Lionshreyfingin á Íslandi tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem nefnt er Lestrarátak Lions og stendur yfir í 10 ár eða til ársins 2022. Meðal annars hefur Lionshreyfingin gefið út bókamerki sem hluta af þessu verkefni. Hinn 25. ágúst heimsóttu Lionsklúbburinn Úa og Lionsklúbbur Mosfellsbæjar Varmárskóla í því skyni að afhenda börnum í 5. bekk bókamerki. […]

Flugið togar endalaust í mig

Sigurjón Valsson flugrekstrarstjóri Air Atlanta Icelandic og formaður Íslenska flugsögufélagsins er mikill áhugamaður um flugsöguna og þekkir vel til sögu fyrstu flugvélarinnar sem kom til landsins. Sigurjón er vel þekktur innan fluggeirans enda búinn að fljúga frá því að hann var unglingur. Í dag stjórnar hann flugdeild Air Atlanta Icelandic sem sinnir flugi um allan […]