Entries by mosfellingur

Kæru Mosfellingar

Eftir niðrandi framkomu bæjarráðsmanna einn ganginn til, þungar og staðlausar ásakanir þeirra í minn garð, neitun um að fá að bóka í fjórgang, sem er lögbrot og fundarsköp sem væru ósæmandi grunnskólanemum og í algerri andstöðu við samþykktir bæjarfélagsins, sé ég mér ekki fært að starfa áfram fyrir ykkar hönd. Þær persónulegu fórnir sem ég […]

Báru félaga sinn upp á topp Úlfarsfells

Krakkarnir í 8. bekk Lágafellsskóla brölluðu ýmislegt síðustu skóladaga fyrir sumarfrí. Meðal annars fóru nemendurnir í göngu upp á Úlfarsfellið. Hlynur Bergþór Steingrímsson, sem er í hjólastól, á greinilega góða vini í sínum bekk því þeim fannst ómögulegt að Hlynur kæmist ekki með. Þeir gerði sér því lítið fyrir og rifu Hlyn upp úr stólnum […]

Bættu við bílaleigu til að auka þjónustu

Fjölskyldufyrirtækið Réttingaverkstæði Jóns B, sem staðsett er í Flugumýri 2, er með meira en 30 ára reynslu í bíla- og tjónaviðgerðum. „Pabbi stofnaði þetta verkstæði árið 1978 í bílskúr í Bjargartanganum þar sem við bjuggum og þar byrjaði ég að vinna með honum. Árið 1983 keyptum við grunn hérna í Flugumýrinni og reistum þetta hús […]

33 nemendur brautskráðir frá framhaldsskólanum

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 27. maí við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni voru alls þrjátíu og þrír nemendur brautskráðir, sjö af félags- og hugvísindabraut og tíu af náttúru­vísindabraut. Af opinni stúdentsbraut brautskráðust fjórtán nemendur. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans. Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur: Arnar Franz Baldvinsson fékk […]

Þrjár viðurkenningar til þróunar og nýsköpunar

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent í Listasalnum þriðjudaginn 23. maí. Óskað var sérstaklega eftir hugmyndum eða verkefnum sem styrkja ímynd Mosfellsbæjar sem heilsubæjar. Alls bárust sjö gildar umsóknir og lagði þróunar- og ferðamálanefnd til við bæjarstjórn að afhentar yrðu þrjár viðurkenningar sem sjá má hér að neðan. „Öllum umsækjendum er þakkað fyrir þátttökuna og […]

Var skugginn af sjálfri sér

Herdís Sigurjónsdóttir smitaðist af svínaflensu árið 2009 og hefur glímt við erfið veikindi síðan. Herdís hefur frá unga aldri haft áhuga fyrir nærumhverfi sínu. Hún er menntuð í lífeinda-, umhverfis- og auðlindafræðum og er reynslumikill ráðgjafi á sviði neyðarstjórnunar vottað af Alþjóðasamtökum hamfarasérfræðinga IAEM. Herdís hefur einnig látið stjórnmál sig varða og sat í bæjarstjórn […]

Afturelding tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða

Ljóst er að meistaraflokkur Aftureldingar í handknattleik mun leika í EHF Evrópukeppni félagsliða í haust. Í keppninni taka þátt bikarmeistarar auk annarra toppliða í hverju landi sem vinna sér inn þátttökurétt. Því er um að ræða sterka keppni með öllum bestu liðum Evrópu. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni og það eru allir klárir í slaginn,“ […]

33 nemendur brautskráðir frá framhaldsskólanum

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 27. maí við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni voru alls þrjátíu og þrír nemendur brautskráðir, sjö af félags- og hugvísindabraut og tíu af náttúru­vísindabraut. Af opinni stúdentsbraut brautskráðust fjórtán nemendur. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans. Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur: Arnar Franz Baldvinsson fékk […]

Svava Ýr hlýtur Gulrótina

Heilsudagurinn í Mosfellsbæ var haldinn fimmtudaginn 1. júní. Dagurinn hófst snemma með hressandi morgungöngu á Mosfellið. Um kvöldið fór síðan fram áhugavert málþing í framhaldsskólanum og Gulrótin afhent í fyrsta sinn. Gulrótin er lýðheilsuviðurkenning Mosfellsbæjar sem veitt er fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa. Svava Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari hlaut viðurkenninguna en hún […]

Kuldinn

Ég er búinn að vera að vinna með kuldann í vor. Kaldar sturtur og sjóböð eru í uppáhaldi. Köldu kerin í sundlaugunum eru líka hressandi. Mér finnst þetta hafa haft mjög góð áhrif á mig. Ég finn sérstaklega mun þegar ég er búinn að vera að puða og púla. Það er eins og þreyttur líkaminn […]

Borgarlína í Mosfellsbæ?

Hvað er Borgarlína? Borgarlína er hágæða almenningssamgöngur sem keyra á sérakgreinum og eru þannig ekki háðar annarri umferð. Borgarlínan er leið sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til að taka á móti þeim 70.000 íbúum sem áætlað er að bætist við til ársins 2040 án þess að umferð aukist í sama hlutfalli. Þrátt fyrir eflingu almenningssamgangna með Borgarlínu […]

Með gleði inn í sumarið!

Þá er sumarið gengið í garð og um að gera að njóta þess til fullnustu með þeim sem okkur þykir vænst um. Hreyfivika UMFÍ Það er óhætt að segja að Mosfellsbær hafi verið á iði síðustu vikurnar og viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu ævintýri með okkur. Kettlebells, Lágafellssókn, Hestamannafélagið Hörður, […]

Sumarið handan við hornið

Nú fer að líða að sumarfríi hjá deildinni okkar í Mosfellsbæ. Sjálfboðaliðar okkar fóru í árlega vorferð daginn fyrir Uppstigningardag, en sú ferð hefur undanfarin ár verið farin stuttu fyrir sumarlokun deildarinnar. Að þessu sinni var farið umhverfis Snæfellsnesið og Borgarfjarðardeild Rauða krossins einnig heimsótt á heimleiðinni. Ferðin vakti mikla lukku að vanda. Nú fara […]

Fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi

Farsælt samstarf á milli Mosfellsbæjar og skátafélagsins Mosverja, um að auðvelda Mosfellingum að nýta sér útivistasvæði í kringum bæinn til útivistar og gönguferða, hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta byrjaði á árunum 2004-2005 en þá fengu skátarnir fyrirspurn frá Íþrótta- og tómstundanefnd þar sem óskað var eftir hugmyndum að útivistaverkefnum,“ segir Ævar Aðalsteinsson sem […]

Flug og skotfimi eiga vel saman

Bára Einarsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Bílaparta ehf. er Íslands- og bikarmeistari í 50 metra liggjandi riffli. Það er ekki hægt að segja annað en að Bára Einarsdóttir fari óhefðbundnar leiðir þegar kemur að vali á áhugamálum. Dagsdaglega starfar hún innan um bíla og bílaparta, á góðviðrisdögum skreppur hún í flugtúr á sinni eigin flugvél og […]