Myndir skipta miklu máli
Þær Helga Dögg Reynisdóttir og Nanna Guðrún Bjarnadóttir hafa stofnað fyrirtækið Fókal sem sérhæfir sig í viðburða- og fyrirtækjaljósmyndun. Þær starfa einnig sem sjálfstætt starfandi ljósmyndarar og eru með ljósmyndastúdíó í Kjarnanum. „Við erum fjórir ljósmyndarar sem höfum aðstöðu hér í Kjarnanum. Hér erum við með fullbúið ljósmyndastúdíó og tökum að okkur alla vega verkefni. […]