Entries by mosfellingur

Hver er framtíðin í flokkun á sorpi?

Nú þegar árið 2018 er gengið í garð er verið að brýna fyrir öllum að minnka plastnotkun inn á heimilum. Minn draumur er sá að Mosfellsbær fari alla leið í flokkun á sorpi því þetta er jú það sem koma skal og ekki mun umfang sorps minnka miðað við að íbúum bæjarins fjölgar, sem og […]

Litið yfir heilsuárið 2017

Árið var sérstaklega tileinkað lífsgæðum þar sem horft var til allra áhersluþátta heilsueflandi samfélags, þ.e. næringar og matar­æðis, hreyfingar og útivistar auk geðræktar og vellíðunar. Gulrótin 2017 Heilsudagurinn var haldinn í júní sl. og hófst að venju með hressandi morgungöngu á Mosfell í samstarfi við Ferðafélag Íslands. Einnig var blásið til glæsilegs málþings í FMOS […]

Býður sig fram til að leiða listann áfram

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri mun bjóða sig fram til að leiða lista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ tók ákvörðun um það fyrir nokkru að viðhaft skyldi prófkjör við val á lista og fer það fram 10. febrúar nk. Haraldur hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2002 og verið bæjarstjóri […]

Bæjarbúar geta kosið Mosfelling ársins

Val á Mosfellingi ársins 2017 stendur yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfellingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar hér að neðan. Þetta er í þrettánda sinn sem valið fer fram á vegum Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að […]

Gefur kost á sér í 4.-6. sæti

Sólveig Franklínsdóttir gefur kost á sér í 4.- 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 10. febrúar. Sólveig er markþjálfi frá Evolvia og starfar einnig sem klinka á tannlæknastofunni Fallegt bros. Hún er í fulltrúaráði Sjálfstæðis­flokks Mos­fells­bæjar og situr í þróunar- og ferðamálanefnd bæjarins og áður sem áheyrnar­fulltrúi í fræðslunefnd. Hún var […]

Rúnar Bragi gefur kost á sér í 4. sæti

Rúnar Bragi Guðlaugsson varabæjarfulltrúi gefur kost á sér á lista Sjálfstæðismanna í prófkjörinu 10. febrúar nk. „Ég hef ákveðið að sækjast eftir fjórða sæti listans, og óska ég eftir þínum stuðningi í prófkjörinu,“ segir í tilkynningu frá Rúnari Braga. „Ég er varabæjarfulltrúi, formaður íþrótta- og tómstundanefndar og einnig formaður þróunar- og ferðamálanefndar, ásamt því að […]

Fyrirmyndin Rey

Áttu dóttur? 10 ára eða eldri? Bjóddu henni með þér á nýju Star Wars myndina. Þar fær hún að sjá virkilega öflugar fyrirmyndir. Heilsteyptar, yfirvegaðar, öruggar, leitandi, traustar og hugaðar konur sem eru í lykilhlutverkum í myndinni. Rey, aðalpersóna myndarinnar, fer þar fremst í flokki. Það sem mér fannst best við kvenpersónurnar í myndinni var […]

Vanda mig við að njóta hvers dags

Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara segist lánsöm að eiga góða fjölskyldu og trausta vini. Hún segir það ekki sjálfsagt að fólk treysti sér til að styrkja aðra í erfiðum aðstæðum. Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á í lífi Elísabetar Sigurveigar Ólafsdóttur síðastliðin tvö ár. Hún missti eiginmann sinn úr heilakrabbameini […]

Kolbrún býður sig fram í 2. sæti

Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir býður sig fram 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer laugardaginn 10. febrúar. Kolbrún situr í bæjarstjórn og bæjarráði. Þá er hún formaður fræðslunefndar og situr fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu. „Mikil uppbygging er að eiga sér stað í Mosfellsbæ og hef ég áhuga á að halda áfram […]

Stormsveitin gefur út Stormviðvörun fyrir jólin

Stormsveitin hefur gefið út sinn fyrsta geisla- og DVD-disk, Stormviðvörun. Sveitina skipa 20 karlar sem syngja hefðbundin karlakórslög, dægurlög og rokklög. Stormsveitin flytur yfirleitt öll sín lög í rokkbúningi ásamt fjögurra til fimm manna hljómsveit. „Þetta er 12 laga diskur og 9 laga DVD diskur með sömu lögum. Þetta er upptaka frá þrettándatónleikum Storm­sveitarinnar í […]

Höldum áfram á réttri leið

Í lok nóvember síðastliðins var samþykkt fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021. Við lestur og greiningu hennar kemur í ljós að fjárhagsstaða bæjarins hefur styrkst verulega á undanförnum árum, skuldir hafa lækkað og tekjur aukast. Það er mjög ánægjuleg staðreynd og ljóst að meirihluti bæjarstjórnar, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, og starfsmenn bæjarins hafa verið og eru að vinna gott […]

Fjárhagsáætlun og lýðræðisleg umræða

Síðasta fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils var afgreidd úr bæjarstjórn í byrjun desember. Allar ytri aðstæður Mosfellsbæjar, líkt og annarra sveitarfélaga í landinu, eru almennt hagfelldar og horfur góðar. Þess sést stað í fjárhagsáætlun bæjarins og útkomuspám ársins 2017. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er að finna ýmis verkefni og framkvæmdir sem eru til hagsbóta fyrir íbúa Mosfellsbæjar, […]

Kristín Ýr býður sig fram í 5.-9. sæti

Kristín Ýr Pálmarsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5.–9. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi sveitarstjórnakosningum. Kristín Ýr er hársnyrtimeistari og hefur lokið diplómaprófi frá Endurmenntun Háskóla Íslands í rekstrar- og viðskiptanámi. Kristín hefur fylgst með bæjarmálum í Mosfellsbæ og einnig tekið þátt í málefnum tengdum börnunum okkar, atvinnumálum og starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. […]

Póri skoðar heiminn

Út er komin bókin Póri skoðar heiminn eftir Jónas Sveinsson lækni. Hér er um að ræða frumútgáfu bókarinnar en útgefandi hennar er Þórarinn sonur Jónasar, betur þekktur sem Póri í Laxnesi. „Ég fann handritið í dánarbúi föður míns og hef varðveitt það í áratugi,“ segir Póri í viðtali við Mosfelling. „Mig langaði alltaf að gera […]

Ný stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar

Framsóknarfélag Mosfellsbæjar hélt auka aðalfund mánudagskvöldið 20. nóvember. Kosin var ný stjórn félagsins og Óskar Guðmundsson nýr formaður. Í stjórn voru kosin auk Óskars: Sveinbjörn Þór Ottesen, Sigurður Kristjánsson, Anna Aurora Waage Óskarsdóttir og Hreinn Heiðar Oddson. Varamenn í stjórn eru Sveingerður Hjartardóttir og Gunnar Birgisson. „Ný stjórn kemur til með að hittast á allra […]