Entries by mosfellingur

Endurnýjun tímabær – Valkostur í boði

Listi Íbúahreyfingarinnar og Pírata er kominn fram. Oddviti sameiginlegs framboðs er Sigrún H. Pálsdóttir starfandi bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar. Í öðru sæti er Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur. Hún hefur lengi kennt og unnið að rannsóknum um sjálfbærni hér heima og erlendis. Hún hefur haft afgerandi áhrif á stefnu Pírata í umhverfis- og velferðarmálum. Friðfinnur Finnbjörnsson skipar þriðja […]

Ætla að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins

Miðflokkurinn í Mosfellsbæ býður fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum 26. maí. Með þessu framboði er markmiðið að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins til að bæta kjör bæjarbúa, lækka álögur og efla þjónustu í Mosfellsbæ. Alvarlegt pólitískt straumrof „Núverandi meirihluti er kominn í öngstræti með fjármál bæjarins,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson sem leiðir framboðið. […]

KR

Ég er úr Árbænum og spilaði fótbolta með yngri flokkum Fylkis. Hjartað er hjá Aftureldingu í dag eftir rúmlega 17 ár í Mosfellsbæ en Fylkir á samt og mun alltaf eiga hlut í því. Ein sárasta fótboltaminning mín er þegar KR-ingurinn, sem enginn man hvað heitir nema eldheitir KR-ingar, skoraði jöfnunarmark á móti Fylki í […]

Öflug og fagleg uppbygging í Mosfellsbæ

Um þessar mundir er mikil umræða um húsnæðisskort á höfuðborgarsvæðinu sem er auðvitað áhyggjuefni. Fram til ársins 2040 er því spáð að það muni fjölga um 70 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt könnun Samtaka iðnaðarins verða fullgerðar 6.713 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á ári til 2020, eða að meðaltali rúmlega 2.200 íbúðir á ári. Flestar íbúðir […]

Grænt skipulag í Mosfellsbæ

Mosfellsbær er einstaklega vel í sveit settur og býður íbúum sínum og nærsveitungum upp á frábæra útivistarmöguleika bæði innanbæjar sem og í umliggjandi landbúnaðar- og náttúrusvæðum. Það er mikilvægt að Mosfellsbær tryggi íbúum sínum áfram aðgengi að góðum útivistarsvæðum ásamt því að stuðla að umhverfis- og náttúruvernd. Besta leiðin til þess er grænt skipulag. Grænt […]

Leikskólastörf eru láglaunastörf

Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og í langflestum fjölskyldum eru börn sem ganga í leik- og grunnskóla. Bæði skólastigin eru menntastofnanir sem hafa þann tilgang að börn njóti alls þess besta sem bernskan hefur upp á að bjóða. Í Mosfellsbæ er gott að búa með börn og öll viljum við skapa þeim bestu mögulegu aðstæður í […]

Umhverfis- og náttúru­verndarmál

Í dag 22. apríl, þegar þetta er skrifað, er alþjóðlegur dagur jarðar þar sem allir eru hvattir að hugsa um umhverfismál. Hver og einn getur nefnilega lagt eitthvað til þannig að jörðin verði áfram byggileg fyrir komandi kynslóðir. Umhverfisnefnd bæjarins stóð í mars fyrir mjög vel heppnuðum opnum fundi þar sem íbúum gafst kost á […]

Þegar fjármagnið ræður för

Arion banki er á förum úr Mosfellsbæ. Ekki svo mikil tíðindi út af fyrir sig nema fyrir þá sök að þá erum við íbúar í þessum ágæta bæ alveg án banka í þeirri mynd sem flestir leggja í það orð. Þeim sem hér búa þykir þetta spor aftur á bak svo ekki sé kveðið fastar […]

Ársreikningur og forgangsröðun

Ársreikningur síðasta árs var samþykktur í bæjarstjórn þann 4. apríl síðastliðinn. Niðurstaða hans var góð og allra lykiltölur jákvæðar. Rekstrarniðurstaðan var um 400 milljónum hærri en fjárhagsáætlun ársins með viðaukum gerði ráð fyrir. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er sá rammi sem bæjarstjórn ákveður að setja utan um starfsemi bæjarins. Fjárhagsáætlun er ekki til viðmiðunar í rekstri heldur […]

Mosfellsbær, bærinn okkar

Um þessar mundir á sér stað mikil uppbygging í Mosfellsbæ á öllum sviðum. Fordæmalaus fjölgun varð í bæjarfélaginu á síðasta ári en þá fjölgaði bæjabúum um 8,2%. Þetta er langmesta fjölgun á höfuðborgarsvæðinu og ein sú mesta á landinu. Ástæður þessarar miklu fjölgunar eru einkum tvær. Í fyrsta lagi er skortur á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. […]

Loftgæðamælingar löngu tímabærar í Mosfellsbæ

Mengun í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í kastljósi fjölmiðla á undanförnum árum og hafa sveitarfélögin brugðist við með því að setja upp stöðvar til að mæla loftgæði. Engin slík stöð er í Mosfellsbæ og hefur Íbúahreyfingin nú lagt til í bæjarstjórn að úr því verði bætt. Tillagan felur í sér að stöðinni verði komið […]

Gas- og jarðgerðarstöð rís á Álfsnesi – Urðun verður hætt

Urðunarstaðurinn á Álfsnesi hefur verið okkur Mosfellingum þyrnir í augum. Lyktarmengun hefur verið frá staðnum og kvartanir borist frá íbúum. Við það var auðvitað ekki unað. Nú hefur verið skrifað undir samning við danska fyrirtækið Aikan um að reisa gas– og jarðgerðarstöð og er áætlað að hún taki til starfa árið 2019. Jafnframt verður urðun […]

Mistök eru grunnurinn að námi

Menntun í heiminum stendur á tímamótum vegna örrar þróunar í rannsóknum á heilanum. Heilinn er ótrúlegt líffæri sem kemur okkur stöðugt á óvart. Eitt af því sem við erum að átta okkur betur á er hvað gerist þegar við lærum eitthvað nýtt. Í hvert skipti sem börn gera mistök fer heilinn á fulla ferð við […]

Setur upp sitt fyrsta verk í þekktu leikhúsi í London

Mosfellingurinn Hjördís Nína Egilsdóttir setti upp sitt fyrsta verk í leikhúsinu The Old Red LionTheatre í London í mars. Hjördís Nína flutti til Englands eftir útskrift úr menntaskóla, haustið 2014. Hún hóf nám í Arts University Bournemouth-háskólanum, tók upp nafnið Dísa Andersen og útskrifaðist þaðan vorið 2017 sem Theatre maker. Dísa steig sín fyrstu skref […]

Listapúkinn heldur afmælissýningu

Þórir Gunnarsson, betur þekktur sem Listapúkinn verður fertugur föstudaginn 13. apríl. Lista­púkinn er listmálari sem málar skemmtilegar myndir af því sem fyrir augum ber. Í tilefni afmælisins ætlar Listapúkinn að halda glæsilega sýningu á Hvirfli í Mosfellsdal. Sýningin mun opna á afmælisdaginn, 13. apríl kl. 17:30. „Þá eru allir vinir og velunnarar Listapúkans velkomnir enda […]