Hótel Laxnes 10 ára
Hótel Laxnes var formlega opnað í september 2008 að viðstöddu fjölmenni. Á hótelinu eru 26 herbergi við allra hæfi, þrjár svítur, herbergi með sérinngangi og eldunaraðstöðu auk tveggja stúdíóíbúða fyrir fatlaða á fyrstu hæð. „Fyrsta skóflustungan var tekin árið 2004 og tók fjögur ár að byggja hótelið, einn nagla í einu,“ segir Albert Rútsson hóteleigandi. […]