Entries by mosfellingur

Öryggismál í forgrunni hjá Miðflokknum

Hver þekkir ekki þá óþægilegu tilfinningu að óttast um öryggi barna sinna? Hver vill ekki gæta að heimili sínu og munum? Mosfellsbær er ekki undanskilinn af þeim sem vilja leita skjótfengins gróða eða valda tjóni með einum eða öðrum hætti. Við viljum öll tryggja að heimilið sé öruggt og að börnin geti notið sín óáreitt, […]

Af fjölnota íþróttahúsi

Skömmu fyrir síðustu kosningar árið 2014 var mikil umræða meðal íbúa í Mosfellsbæ, einkum þó meðal foreldara barna sem æfðu knattspyrnu, um að sárlega vantaði fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ. Ástæðan var að þeim fannst ekki boðlegt að börn þeirra væru að hrekjast úti í misjöfnum veðrum við æfingar og keppni. Einnig var orðið afar þröngt […]

Lífið er núna

POWERtalk deildin Korpa hefur fundað 1. og 3. miðvikudag í mánuði í vetur. Síðasti fundur fyrir sumarfrí var mánudaginn 14. maí. Veturinn hefur verið viðburðaríkur og skemmtilegur. Öflug stjórn leiddi hópinn og á hverjum fundi tóku allir þátt og hafa fundir því verið fjölbreyttir. Á haustmánuðum stóð seinni fundurinn í október upp úr. Hann var […]

Af afrekum annarra

Í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sitja 9 kjörnir bæjarfulltrúar. Á kjörtímabilinu, sem er senn á enda, mynda 5 fulltrúar sjálfstæðismanna og einn fulltrúi Vinstri grænna meirihluta bæjarstjórnar. Meirihluti bæjarstjórnar ákveður stefnu bæjarfélagsins og ræður að sönnu mestu um hvernig mál þróast og hvað hugmyndir fá brautargengi. En bæjarstjórn er skipuð fleirum. Samfylkingin hefur átt 2 bæjarfulltrúa á […]

Traust fjárhagsstaða Mosfellsbæjar

Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð og sveitarfélagið nýtur hvarvetna trausts. Á undanförnum árum hefur þessi trausta fjárhagsstaða verið nýtt til að auka þjónustu við bæjarbúa og lækka álögur. Grettistaki hefur t.d. verið lyft í þjónustu við yngstu börnin m.a. með því að setja á laggirnar ungbarnadeildir á leikskólunum og lækka leikskólaaldurinn niður í 13 mánaða aldur. […]

Geta allir búið í Mosfellsbæ?

Eitt af verkefnunum fram undan er að takast á við húsnæðisvanda tekjulægri hópa í Mosfellsbæ. Á undanförnum árum hefur íbúðaverð og leiga hækkað langt umfram launahækkanir og neyðarástand skapast sem bitnar hvað harðast á þeim sem hafa minnstar og lágar meðaltekjur. Sveitarfélög eru í lykilstöðu til að hafa áhrif til lækkunar á húsnæðisverði. Þau hafa […]

Framtíðin er í Mosfellsbæ

Mosfellsbær er fallegt samfélag með vinalegu fólki. Við konan mín fluttum í bæinn fyrir áramót með börnin okkar, Eric þriggja ára og Leiu fimm ára. Leikskólinn sem þau eru á er einn sá besti sem við höfum kynnst og grunnskólinn sem þau munu sækja virkar mjög traustvekjandi. Ég vona að börnin fái að njóta þess […]

Hvers vegna Framsókn?

Við sem skipum lista Framsóknar hér í Mosfellsbæ stöndum fyrir hefðbundin gildi flokksins. Frjálslynda félagshyggju, umbætur og samvinnu, manngildi ofar auðgildi. Framsókn hefur hagsmuni heildarinnar í fyrirrúmi. Stefna flokksins í orði og verki byggist á jákvæðni sem leitast við að sætta ólík sjónarmið og vinna gegn öfgum. Við viljum að duglegt fólk hafi svigrúm til […]

Vinnufrí

Ég var norður á Ströndum í síðustu viku að hjálpa til að standsetja hús sem stórfjölskyldan á þar. Þetta var fjögurra daga ferð. Lífið var mjög einfalt. Við vöknuðum snemma. Unnum fram á kvöld. Tókum nokkrar matarpásur. Fórum í sund eða heitan pott eftir vinnu. Sofnuðum snemma. Það var ekkert sjónvarp í húsinu. Slökkt á […]

Snarpur er nýtt app í símann

Hjónin Viðar Hauksson og Lýdía Grímsdóttir hafa undanfarið ár hannað og þróað smáforritið Snarpur sem er aðgengilegt fyrir bæði Android og Iphone notendur. Snarp­ur er smáforrit sem eykur skilvirkni í viðskiptum fagaðila í iðngreinum og einstaklinga sem þurfa á fagaðstoð að halda. Viðar er iðnaðarmaður og fékk hugmyndina þegar hann sjálfan vantaði minni verkefni á […]

Veitingastaðurinn opinn fyrir alla

Blik Bistro & Grill er veitingastaður sem opnaði síðasta sumar í Kletti, íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Veitingastaðurinn opnar þriðjudaginn 1. maí með nýjum og spennandi matseðli. Staðurinn er opinn yfir sumartímann en hægt er að bóka viðburði og veislur yfir veturinn. „Veitingastaðurinn er fyrir alla, það geta allir komið hingað hvort sem það er í morgun-, […]

Framkvæmdum við Helgafellsskóla flýtt

Á fundi bæjarráðs þann 12. apríl var samþykkt að heimila bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Yrki arkitekta ehf. og VSB Verkfræðistofu ehf. um fullnaðarhönnun 2.-4. áfanga Helgafellsskóla. Frumhönnun þessara áfanga liggur fyrir og felst verkefnið í fullnaðarhönnun skólans og ráðgjöf á byggingartíma. Sama dag og þessi samþykkt var gerð fór bæjarstjórn og fræðslunefnd Mosfellsbæjar […]

Gaman að líta yfir farinn veg

Það er sannarlega í mörg horn að líta þegar maður starfar sem byggingafulltrúi því verksviðið er margþætt, það er krefjandi og samræma þarf mörg sjónarmið. Byggingafulltrúinn Ásbjörn Þorvarðar­son tók á móti mér á skrifstofu sinni hjá Mosfellsbæ og gaf mér innsýn í sín daglegu störf. Hann hefur starfað sem fulltrúi hjá bænum síðan 1982 en […]

Framkvæmdum í Skálafelli flýtt

Fyrir dyrum stendur að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geri með sér samkomulag um mikla uppbyggingu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Þetta samkomulag er gert á grundvelli framtíðarsýnar sem verkefnahópur vegna uppbyggingar skíðasvæðanna hefur markað. Forgangsverkefni þeirrar framtíðarsýnar eru að hefja snjóframleiðslu og bæta lyftubúnað í Bláfjöllum og í Skálafelli. Gert er ráð fyrir því að […]

Viðreisn ætlar að gera betur

Viðreisn býður fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem skipaður er til jafns körlum og konum. Þetta er í fyrsta skipti sem Viðreisn býður fram í Mosfellsbæ. Að sögn Valdimars Birgissonar standa íbúar að listanum sem brenna fyrir því að bæta Mosfellsbæ og gera bæinn að fyrirmyndar bæjarfélagi. Hann segir Viðreisn bjóða bæjarbúum öflugan og framsækinn […]