Nýtt starfsfólk í Lágafellssókn
Sigurður Rúnar Ragnarsson mun gegna stöðu sem þriðji prestur í Mosfellsprestakalli til júní 2021. Hann er fyrrverandi sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli. Hann vígðist til Mosfellsprestakalls og Lágafellssóknar sem prestur vorið 1998 og starfaði við Lágafellssókn frá vígslu til júní 1999 er hann fékk Norðfjarðarprestakall. Hér í Mosfellsbæ var hann búsettur frá árinu 1978 til ársins 1999. […]