Entries by mosfellingur

Einelti

Þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu og langvarandi áreiti sem honum mislíkar og á erfitt með að verjast því er talað um einelti. Ýmsar skilgreiningar eru til fyrir einelti og misjafnt hversu þröngar þær eru en skilgreiningin hér að framan er alla jafna notuð í grunnskólum. Sænski prófessorinn dr. Dan Olweus sem Olweusaráætlunin er kennd við […]

90% bæjarbúa lesa Mosfelling

Gallup stóð fyrir lestrarmælingu í Mosfellsbæ í desember og voru 714 íbúar Mosfellsbæjar, 18 ára og eldri, í úrtaki. Bæjarblaðið Mosfellingur kemur ákaflega vel út úr könnuninni og mælist með 89,3% lestur meðal bæjarbúa. Mest fer lesturinn upp í 96% hjá íbúum 55 ára og eldri. Þetta er í fyrsta sinn sem lestur er mældur […]

Viðtökurnar langt umfram væntingar

Ný 940 m2 viðbygging við World Class í Mosfellsbæ var tekin í notkun laugardaginn 11. janúar. Líkamsræktarstöðin var fyrst opnuð í Lágafellslaug í lok árs 2007 en nú hefur hún tvöfaldast að stærð. Boðið er nú upp á stærri tækjasal, infra­red heitan sal, hjólasal með ic7 hjólum, fjölnota sal, tvo nýja búningsklefa, infrared gufu, þurrgufu […]

Fyrsti Mosfellingur ársins

Þann 7. janúar kl. 23:31 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2020. Það var stúlka sem mældist 3.820 gr og 51 cm. Foreldrar hennar eru þau Þuríður Ósk Sveinsdóttir og Ölvir Styrr Sveinsson. Stúlkan fæddist á Landsspítalanum og var tekin með keisara. „Hún átti að fæðast 5. janúar en ég ætlaði mér eiginlega að eiga hana 4. […]

Raddir barnanna fá alltaf að hljóma

Þrúður Hjelm skólastjóri Krikaskóla segir sérstöðu skólans liggja í tækifærunum til leiks og náms. Krikaskóli var stofnaður árið 2008 og var fyrst til húsa í Helgafellslandi en árið 2010 flutti skólinn í nýtt húsnæði að Sunnukrika. Nemendur eru um 200 talsins á aldrinum 2 – 9 ára og um 60 manns starfa við skólann. Þrúður […]

Mosfellsbær á verðlaunapalli í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga

Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir þannig viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Að venju er Mosfellsbær í efstu sætum og yfir landsmeðaltali í öllum málaflokkum utan eins þar sem sveitarfélagið er jafnt öðrum sveitafélögum. Á árinu 2019 var Mosfellsbær í þriðja sæti þegar lagt er mat á sveitarfélagið sem stað […]

Frístundaávísun fyrir 5 ára börn

Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hefur margsannað forvarnargildi sitt og stuðlar að heilbrigðum og jákvæðum lífsstíl. Mosfellsbær sem og önnur sveitarfélög hafa stutt við slíka iðkun með frístundaávísunum fyrir aldurshópinn 6-16 ára. Það hefur færst í vöxt undanfarin ár að bjóða upp á skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir 4 og 5 ára börn. Það hefur sýnt […]

Umferðarmál í Helgafellshverfi

Talsverð umræða hefur verið um umferðarmál í Helgafellshverfi undanfarna mánuði í tengslum við opnun á Helgafellsskóla fyrir ári síðan og áframhaldandi uppbyggingu hverfisins. Til þess að fá mynd af stöðu umferðarmála fól Mosfellsbær Verkfræðistofunni Eflu að skoða umferðarmálin í Helgafellshverfi. Framkvæmdar voru m.a. umferðartalningar, farið yfir öryggismál, tengingar út úr hverfinu, bílastæðamál, hraðahindranir á Helgafellsvegi […]

Umhverfismál í forgangi

Árið 2019 varð vitundarvakning í umhverfismálum á meðal almennings hér á landi sem og annars staðar. Loftslagsverkföll ungmenna vöktu alþjóð til vitundar um það neyðarástand sem hefur skapast í loftslagsmálum og hve aðkallandi það er fyrir samfélög heimsins að bregðast við ástandinu með markvissum aðgerðum. Þegar rætt er um þessi mál er augljóst að umbætur […]

Klörusjóður

Nýsköpunar- og þróunarsjóður fyrir leik – og grunnskóla Mosfellsbær hefur vakið athygli á landsvísu vegna framsækni og mikillar fjölbreytni í skólamálum. Skólarnir okkar, bæði leik– og grunnskólar og tónlistaskólinn eru mikilvægustu stofnanir bæjarins og þreytist ég seint á að tala og skrifa um hversu mikilvægir skólarnir eru. Það hefur líka sýnt sig að öflugt fræðslu– […]

Kraftur kolvetnanna

Kolvetnin hafa átt undir högg að sækja undanfarið. Það hefur verið sótt að þeim úr ýmsum áttum og mataræði á borð við Primal, Paleo og Ketó hafa farið sigurför um heimsbyggðina. Ég stökk á Primal-vagninn á sínum tíma. Mér leið ágætlega á því, þannig séð, en vantaði samt einhverja orku yfir daginn. Ég daðraði við […]

Rýmri opnun í Bókasafninu

Á nýju ári hefur verið tekið upp á þeirri nýbreytni í Bókasafni Mosfellsbæjar að opna dyrnar upp á gátt – án þjónustu – kl. 9 á morgnana virka daga. Hefðbundinn afgreiðslutími með þjónustu er svo frá kl. 12-18 mánudaga og þriðjudaga, kl. 10-18 miðvikudaga, kl. 12-18 fimmtudaga og föstudaga og kl. 12-16 á laugardögum allt […]

Blakið á svo mikið inni

Sigurbjörn Grétar Eggertsson ráðgjafi og formaður Blaksambandsins segir mörg verkefni fram undan til að efla íþróttina. Blaksamband Íslands var stofnað árið 1972 og á næsta áratug þróaðist blakið umtalsvert nær þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Í kjölfar stofnunar sambandsins var landslið sett á laggirnar og voru fyrstu landsleikirnir spilaðir árið 1974, við Norðmenn. […]

188 íbúðir verða reistar í 4. áfanga Helgafellshverfis

Mosfellsbær og Bakki ehf. hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu íbúabyggðar í Helgafellshverfi, svokallaðan fjórða áfanga þar sem 188 íbúðir verða reistar á næstu árum. Bakki tekur með samningnum að sér allar framkvæmdir við gatnagerð, þar með talið Skammadalsveg, stíga og göngustíga, veitur og frágang opinna svæða og leikvallar en Bakki eignaðist allan byggingarrétt á […]

World Class í Mosfellsbæ stækkar um helgina

Líkamsræktarstöðin World Class í Mosfellsbæ mun taka í notkun nýja 940 m2 viðbyggingu á laugardaginn. Líkamsræktarstöðin, sem fyrst var opnuð í Lágafellslaug í desember 2007, mun því stækka um helming. World Class mun bjóða upp á stærri tækjasal, infrared heitan sal, hjólasal með ic7 hjólum, fjölnota sal, tvo nýja búningsklefa, infrared gufu, þurrgufu og auðvitað […]