Entries by mosfellingur

Dauðafæri!

Það var frábært að fylgjast með því í síðustu viku þegar stelpurnar okkar í fótboltanum tryggðu sér sæti í efstu deild á ný. Stútfullur völlur og samfélagsmiðlar fylltust af stoltum og hrærðum Mosfellingum eftir leik. Þetta er eitt af því sem íþróttir ganga út á, að sameina og gleðja fólk, styrkja samfélagið. Við Mosfellingar erum […]

Fræðsluganga

Eins og lesa má á vef Mosfellsbæjar skipulagði Mosfellsbær, í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag, fræðslugöngu um Blikastaðakró þann 5. september. Járngerður Grétarsdóttir grasa­­- fræðingur fræddi fólk um plöntulífið sem fyrir augu bar. Þó að flestar plöntur séu á þessum árstíma ekki lengur í blóma er ekki síður skemmtilegt að læra að þekkja þær á […]

Drengirnir okkar í vanda

Drengirnir okkar eiga í vanda. Þjóðfélaginu hefur mistekist að styðja við þá á viðkvæmum tíma mótunaráranna, efla þá og þroska á þeirra eigin forsendum. Á sama tíma hefur verið dýrmætt að sjá stöðu stúlkna batna á undanförnum árum, þó vissulega megi þar margt bæta ennþá. En drengirnir mega ekki gleymast. Slæm staða drengja er eitthvert […]

Til hamingju, stelpur!

Íþróttaárið 2021 hefur verið frábært hjá stelpum í Aftureldingu. Mörg afrek hafa unnist á síðustu mánuðum. Hérna verður farið yfir þau helstu í tímaröð.Sunnudaginn 2. maí tryggðu stelpurnar í handbolta sér sæti í Olís deildinni á næsta tímabili. Liðið gerði það með útisigri á Fjölni/Fylki þó að einni umferð væri ólokið. Nokkrum vikum seinna eða […]

Bætt lýðheilsa = sparnaður í heilbrigðiskerfinu

Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið […]

Samvinna, Samgöngu­sáttmáli og Sundabrú

Við þekkjum öll þá kyrrstöðu sem ríkt hefur í uppbyggingu á samgönguæðum höfuðborgarsvæðisins undanfarna áratugi. Á sama tíma hefur umferðarþunginn aukist og ferðir til og frá vinnu geta tekið óratíma sérstaklega á háanna­­tíma. Fyrir þetta kjörtímabil, sem nú er að ljúka, vorum við komin í skuld við vegakerfið vítt og breytt um landið. Hluti af […]

Lög unga fólksins

Í aðdraganda kosninga þá rignir yfir okkur alls kyns auglýsingum um það sem flokkarnir ætla að gera eftir kosningar.Trúverðugleiki flokka er hins vegar misjafn og er því mikilvægt að skoða verkin frá líðandi kjörtímabili og meta það út frá þeim.Fyrir ungt fólk, sem er að taka þátt í sínum fyrstu kosningum, langar okkur að draga […]

Afturelding spilar í Pepsi Max deild kvenna á næsta tímabili

Það var frábær stemming á Fagverksvellinum fimmtudaginn 9. september. Rúmlega 500 manns voru mættir á völlinn í boði Jako til þess að styðja stelpurnar okkar í úrslitaleik á móti FH um sæti í deild þeirra bestu að ári og ný vallarklukka leit dagsins ljós. Ljóst var fyrir leikinn að liðið sem ynni færi upp, leikurinn […]

Mikilvægi hreyfingar

Ávinningur þess að stunda íþróttir er mikill fyrir líkamlega og andlega heilsu. Við sem búum í Mosfellsbæ erum heppin með þann fjölda íþróttagreina sem eru í boði fyrir okkur. Nú þegar haustið er komið þá fara margir að huga að því að æfa. Þá er gott að geta farið og prófað mismunandi íþróttagreinar því það […]

Jafnrétti fyrir okkur öll

Frá árinu 2006 höfum við haldið Jafnréttisdag Mosfellsbæjar hátíðlegan í kringum 18. september en dagurinn er fæðingardagur Helgu J. Magnúsdóttur fyrrum oddvita Mosfellsbæjar sem lét sig málefni kvenna varða með ýmsum hætti. Hún var til að mynda formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu og formaður Kvenfélagasambands Íslands. Helga lést árið 1999 og upplifði miklar framfarir í […]

Miðflokkurinn lætur verkin tala og stendur við gefin fyrirheit

Nú stefnir í annað hvort óbreytt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á landsvísu eða óhreina vinstri stjórn. Við Mosfellingar höfum búið við vinstri stjórn Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ um árabil og við sjáum hve hægt gengur að halda eignum bæjarins við og tryggja afburða þjónustu m.a. á sviði málefna fatlaðra og þeirra sem sárlega […]

Tryggjum niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu

Þann 9. september síðastliðinn birti heilbrigðisráðuneytið tvær áfangaskýrslur um óbein áhrif af Covid-19. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma mikið að óvart að úr þessu má lesa að geðheilbrigði þjóðarinnar hefur farið versnandi. Sérstaklega er tekið fram að faraldurinn hafi haft afgerandi neikvæð áhrif á líðan framhaldsskólanema. Sama dag og þessi skýrsla kemur […]

Betra líf fyrir fjölbreyttar fjölskyldur

Alþingiskosningar nálgast. Nú hefur þú, kjósandi góður, tækifæri til að kjósa með breytingum til betra lífs fyrir allar fjölskyldur á Íslandi. Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðarþjónustu á Íslandi til þess að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Endurreisn barnabótakerfisinsSamfylkingin ætlar að endurreisa barnabótakerfið að norrænni fyrirmynd. Það gerum við með því […]

Mosfellsbær, fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið?

Loftslagsvá er ein mesta ógn sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ótvíræðar og valda meðal annars aukinni tíðni hitabylgna, aftakaúrkomu, flóða og gróðurelda. Þessar breytingar eru ekki lengur fjarri okkur heldur sjáum við sligandi hitabylgjur í nágrannalöndum okkar, gróðurelda geisa og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Hitamet falla svo um […]

Hlaupa í minningu Þorsteins Atla

Fótboltastelpurnar í 3. flokki Aftureldingar ætluðu að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Einstökum börnum. Málefnið er þeim kært, þær hlaupa í minningu Þorsteins Atla Gústafssonar sem lést í júlí síðastliðnum en eldri bróðir hans, Ingólfur Orri, er þjálfari flokksins. „Við ætlum að halda okkar striki og hlaupa hér í Mosó laugardaginn 18. september. […]