Miðflokkurinn setur börn og barnafólk í forgrunn

Lára, Magnús, Helga Diljá, Kristján, Sara, Sveinn Óskar, Linda Björk, Örlygur Þór, Ingrid Lín, Bjarki Þór og Margrét.

Miðflokkurinn býður fram lista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor með yfirskriftinni „Miðflokkurinn – Fyrir lifandi bæ“.
Sveinn Óskar Sigurðsson leiðir listann. Á eftir honum kemur Örlygur Þór Helgason kennari og varabæjarfulltrúi í annað sæti og Sara Hafbergsdóttir rekstrarstjóri situr í því þriðja.
Á síðasta deildarfundi félagsins var kynnt stefna sem byggir á eftirfarandi: (1) Börn og barnafólk í forgrunn. Stórefla á mennta- og íþróttamál í bænum. (2) Fólk í forgang, ekki á biðlista. Unnið verður að raunverulegri farsæld og velferð fyrir öll börn, fatlaða, öryrkja og eldri borgara. (3) Sundabraut í forgang. (4) Skipulagsmál og stjórnsýsla gerð skilvirk. (5) Urðun hætt í Álfsnesi. (6) Fjármál sveitarfélagsins tekin til skoðunar. (7) Þéttingastefnan endurskoðuð. (8) Öryggi bæjarbúa eflt og umhverfið sett í öndvegi.
Flokkurinn náði 9% fylgi í síðustu sveitarstjórnarkosningum og einum manni inn í bæjarstjórn.


Sveinn Óskar Sigurðsson

Kjósendur geta trest Miðflokknum
Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri og núverandi bæjarfulltrúi leiðir áfram lista Miðflokksins.
„Ég hef lagt mikla áherslu á að fjármál bæjarins verði endurskoðuð en skuldir bæjarins aukast nú ár frá ári sem hlutfall af tekjum bæjarins. Án hagkvæms rekstrar bæjarins er ekki hægt að koma til móts við bæjarbúa og tryggja betri þjónustu. Ég vil benda á að bæjarbúar hafa horft upp á að viðhaldi skólabygginga hefur verið ábótavant og ábendingar mínar um slíkt komu fram strax í upphafi kjörtímabilsins. Hefði ekki verið ýtt hressilega við meirihlutanum hefði lítið sem ekkert gerst og verkinu er ekki lokið.“
Miðflokkurinn er heilsteyptur flokkur og stendur við gefin fyrirheit. Lista flokksins fyrir næstkomandi sveitastjórnarkosningar skipar vel meinandi og heilsteyptur hópur fólks á öllum aldri. Meðalaldur listans er 53 ár, sá yngsti á listanum og skipar 5. sæti er 19 ára og sá elsti 77 ára. Konur skipa 45% af listanum, karlar 55%.


Helga Diljá Jóhannsdóttir

Vill taka þátt í samfélaginu í Mosfellsbæ
Helga Diljá Jóhannsdóttir, dýralæknir, skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ
Með þátttöku minni í framboði Miðflokksins vil ég taka þátt í samfélaginu í Mosfellsbæ, tryggja faglega umræðu og virðingu fyrir bæjarbúum, þörfum þeirra, væntingum og velferð. Ég mun leggja áherslu á að ungt fólk fái notið sín í samfélaginu okkar, að eldra fólki sé tryggð velferð og að skólarnir, bæði leik- og grunnskólar verði enn betri en í dag. Fræðslumál þurfa í meira mæli að snúa um tækifæri ungs fólks og hæfni þeirra til að koma sér fyrir í flóknum heimi. Því verðum við að styrkja skóla og þær stofnanir sem æska landsins byggir velferð sína á.


Listi Miðflokksins í Mosfellsbæ

1. Sveinn Óskar Sigurðsson Framkvæmdastjóri, bæjarfulltrúi
2. Örlygur Þór Helgason Kennari, varabæjarfulltrúi
3. Sara Hafbergsdóttir Rekstrarstjóri
4. Helga Diljá Jóhannsdóttir Dýralæknir
5. Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir Menntaskóla- og flugnemi
6. Linda Björk Stefánsdóttir Matráður
7. Lára Þorgeirsdóttir Kennari
8. Þorleifur Andri Harðarson Flotastjóri
9. Jón Pétursson Skipstjóri
10. Kristján Þórarinsson Fv. ráðherrabílstjóri og eftirlaunaþegi
11. Friðbert Bragason Viðskiptafræðingur
12. Þorlákur Ásgeir Pétursson Bóndi
13. Þórunn Magnea Jónsdóttir Viðskiptafræðingur
14. Herdís Kristín Sigurðardóttir Hrossaræktandi
15. Bjarki Þór Þórisson Nemandi
16. Jón Þór Ólafsson Bifreiðastjóri
17. Jón Richard Sigmundsson Verkfræðingur
18. Ólöf Högnadóttir Snyrtifræðingur
19. Margrét Jakobína Ólafsdóttir Félagsliði
20. Hlynur Hilmarsson Bifreiðastjóri
21. Magnús Jósefsson Verktaki
22. Sigurrós Indriðadóttir Bóndi