Entries by mosfellingur

Umhverfisviðurkenningar veittar

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 voru afhentar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“ um liðna helgi. Hjónin Matthildur Elín Björnsdóttir og Karl Þór Baldvinsson hljóta viðurkenningu fyrir sérlega fallegan og vel hannaðan garð að Litlakrika 25. Garðinn hafa þau byggt upp frá grunni á skömmum tíma og er umhirða til mikillar fyrirmyndar. […]

Leikfélagið heiðrað í annað sinn sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

Frábært leikár hjá Leikfélagi Mosfellssveitar þar sem Ronja ræningjadóttir sló í gegn. Leikfélag Mosfellssveitar hefur verið útnefnt sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2015. Leikfélagið hefur verið starfrækt síðan 8. nóvember 1976 og hefur sett svip sinn á menningarlíf í sveitarfélaginu

Náttúran og umhverfið í öndvegi

Um miðjan septembermánuð verður náttúrunni og umhverfinu gefinn sérstakur gaumur hér í Mosfellsbæ og viðamikil dagskrá helguð þessum mikilvægu málaflokkum. Að hluta til er um að ræða fjölþjóðlegt átak um mikilvægi þess að vernda umhverfið og náttúruna en einnig er um séríslenskt framtak

Kæru Mosfellingar

Mig langar að þakka fyrir samstarfið á bæjarhátíðinni okkar, Í túninu heima, sem fram fór helgina 28.-30. ágúst. Hátíðin var einstaklega vel heppnuð og bænum okkar til mikils sóma. Svona verkefni verður ekki unnið nema með því að allir hjálpist að. Það skiptir miklu máli að fá að borðinu fyrirtæki og félagasamtök og auðvitað íbúana […]

Hver er þín uppáhaldshreyfing?

Við í Mosfellsbæ tökum nú þátt í Hreyfivikunni „Move Week“ í annað sinn 21. – 27. september nk. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020 og eru allir hvattir til að […]

Samgönguvika í Mosfellsbæ 16.-22. september

Dagana 16.-22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku samgönguvikunni, European Mobility Week í tíunda sinn. Mosfellsbær hefur verið virkur þátttakandi í samgönguvikunni undanfarin ár og staðið fyrir margs konar viðburðum í tilefni vikunnar, bæði í Mosfellsbæ og víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við