Entries by mosfellingur

Borða, sofa, æfa

Grunnurinn er mikilvægastur. Í öllu sem við gerum. Ef grunnurinn er ekki sterkur, getur það sem á honum er byggt aldrei verið sterkt. Hús er skýrt dæmi. Heilsa er nákvæmlega eins. Þú þarft að byggja sterkan heilsugrunn til að vera fullkomlega heilsuhraust/ur. Heilsugrunnurinn byggir á þremur meginstólpum: næringu, svefni og hreyfingu. Ef þú vanrækir einhvern […]

Þrettándagleði á laugardaginn

Hin vinsæla þrettándabrenna fer fram laugardaginn 9. janúar. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorgi kl. 18 og gengið að brennunni sem verður á sama stað og áður, neðan Holtahverfis við Leirvoginn. Skólahljómsveitin leikur, Grýla og Leppalúði og þeirra hyski verður á svæðinu, Stormsveitin syngur og Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu. Um kvöldið heldur svo rokkkarlakórinn […]

Mikið hefur mætt á snjó­moksturstækjum bæjarins

Vetur konungur hefur heldur betur látið að sér kveða í desember. Í byrjun mánaðarins kyngdi niður snjó í miklu magni á stuttum tíma. Þegar slíkar aðstæður skapast mæðir mikið á snjómoksturstækjum og þeim mannskap sem þeim stýra en Þjónustustöð Mosfellsbæjar ber ábyrgð á snjómokstri í bænum. Mosfellingur hafði samband við Þorstein Sigvaldason sem stýrir Þjónustustöðinni. […]

Erfitt að horfa upp á barnið sitt svona veikt

Orri Freyr Tómasson greindist með afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm fljótlega eftir fæðingu. Einungis einn einstaklingur hefur greinst áður hér á landi með þennan sjúkdóm svo vitað sé. Orri Freyr hefur á sinni stuttu ævi barist við afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem nefnist Osteo­petrosis. Fljótlega eftir fæðingu kom í ljós að hann var með lágt kalk og D-vítamín í […]

Endurnýjanleg orka

Þjóðir heims gerðu með sér sögulegt samkomulag í París í síðustu viku. Það snýst um að hugsa betur um jörðina á margvíslegan hátt, meðal annars með því að einblína á endurnýjanlega orkugjafa. Vindorku frekar en olíu, til dæmis. Vonandi munu allir standa sig í stykkinu svo sett markmið náist. Ég er mjög mikið að velta […]

Bílastæði á Hlaðhömrum

Það virðist gæta nokkurs misskilnings um bílastæði hjá sumum bifreiðastjórum sem koma á Hlaðhamra í tengslum við heimsóknir í EIRHAMRA. Það háttar þannig til í flestum tilfellum, að við úthlutun byggingarlóða er lóðarhafa gert að útbúa bifreiðastæði á sinni lóð. Þannig er gjarnan 1 – 2 bílastæði á lóð einbýlishúsa, enn fleiri við íbúðablokkir o.s.frv. […]

Förum varlega um hátíðarnar

Nú þegar hátíð ljóssins er gengin í garð er nauðsynlegt að fara varlega með kertaljós og skreytingar. Óaðgætni við matseld er mjög algeng orsök elds, auk þess ýmiss konar rafmagnstæki. Bitur reynsla margra sýnir að ekki er skynsamlegt að hafa þvottavélar, þurrkara og uppþvottavélar í gangi ef enginn er heima til að bregðast við, ef […]

Pistill frá formanni félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Kæru FaMos-félagar og aðrir Mosfellingar, nú líður senn að jólum og við leitumst við að undirbúa hátíðirnar hvert og eitt á okkar venjubundna hátt en eftir því sem aðstæður leyfa. Í huga okkar flestra eru jólin allra helgasta hátíð ársins. Við hlökkum til jólanna og þess boðskapar sem fylgir. Við viljum finna hið góða innra […]

Litið yfir árið…

Árið 2015 var sérstaklega tileinkað hreyfingu og útivist í bænum. Meðal helstu markmiða okkar var að auka áhuga og aðgengi að hreyfingu og auka nýtingu útivistarsvæða í Mosfellsbæ. Heilsudagurinn 2015 Heilsudagurinn var haldinn í maí sl. þar sem var m.a. blásið til glæsilegs málþings í Framhaldsskólanum. Birgir Jakobsson, landlæknir, flutti ávarp og setti þingið, við […]

Bæjarbúar geta kosið Mosfelling ársins

Val á Mosfellingi ársins 2015 stendur yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfellingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Er þetta í ellefta sinn sem valið fer fram á vegum Mosfellings. Íbúar eru […]

Það verður að vera gaman að því sem maður gerir

Simmi Vill eins og hann er oftast kallaður hefur víðtæka reynslu af atvinnulífinu og hefur ávallt mörg járn í eldinum. Hann er maðurinn við stjórnvölinn í Keiluhöllinni í Egilshöll en nýjasta verkefni hans og viðskiptafélaga hans er að opna lúxushótelsvítur á efstu hæð Turnsins við Höfðatorg í Reykjavík og eru framkvæmdir hafnar. Sigmar segir mikinn […]

Innbrotum og þjófnuðum fækkar í Mosfellsbæ

Nýlega komu forsvarsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fund bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ. Fundurinn er árlegur og þar er meðal annars farið yfir tölfræðiupplýsingar um þá þjónustu sem lögreglan veitir í sveitarfélaginu. Innbrotum og þjófnuðum í Mosfellsbæ fækkar á milli ára á meðan meðaltal á höfuð­borgarsvæðinu hækkar. Tilkynningum um ofbeldisbrot og heimilisofbeldi hefur hinsvegar fjölgað talsvert milli […]

Jólasýning fyrir yngstu kynslóðina

Í nógu er að snúast hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Viðtökur á leikritinu Mæðrum Íslands fóru fram úr björtustu vonum, Leikgleði námskeiðin eru í fullum gangi og sýningar á nýju jólaleikriti fyrir yngstu kynslóðina eru hafnar. Leikritið heitir Töfratárið og er eftir Agnesi Wild og í leikstjórn hennar. Töfratárið fjallar um stúlkuna Völu sem þykir fátt skemmtilegra […]

Tíu þúsund fermetra Íslandslíkan í undirbúningi

Tíu þúsund fer­metra Íslands­lík­an í þrívídd gæti orðið að veru­leika inn­an tveggja ára ef áform Ketils Björnssonar forsprakka hug­mynd­ar­inn­ar ganga eft­ir. Mosfellsbær kemur sterklega til greina sem staðsetning fyrir líkanið sem er í skalanum 1:4000. Líkanið mun þekja um einn hektara lands og verða eina sinnar tegundar í heiminum. Verið er að kanna staðsetningu á […]

Margt er í boði Mosfellsbæ

Fátt er mikilvægara en að búa við góða heilsu og öryggi þegar efri árin færast yfir. Eldra fólk á að hafa tækifæri til þátttöku í samfélaginu í samræmi við óskir, þarfir og getu. Auðvelda á eldra fólki að ástunda heilbrigða lífshætti og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Hægt er að koma í veg […]