Skilaboðaskjóðan frumsýnd 22. janúar

skilaboða2

Nú er allt að smella saman í Bæjarleikhúsinu, enda styttist óðum í frumsýningu á Skilaboðaskjóðunni þann 22. janúar.
Um 40 áhugasamir listamenn vinna nú hörðum höndum að leik, tónlist, leikmynd, búningum og öllu því sem þarf til að gera stóran söngleik að veruleika.
Sagan, eftir Þorvald Þorsteinsson, fjallar um Putta litla sem býr í Ævintýraskógi, sem langar mest af öllu að verða hugrakkur ævintýraprins. Hann heldur af stað um miðja nótt í leit að nátttrölli, en verður fyrir því óláni að festast inni í helli nátttröllsins.
Maddamamma og allir íbúar ævintýraskógarins taka höndum saman og með hjálp Skilaboðaskjóðunnar ná þau að bjarga Putta litla úr klóm nátttröllsins.
Tónlist Jóhanns G. Jóhannssonar setur líflegan blæ á söngleikinn sem hentar fyrir alla fjölskylduna. Sýningar verða á sunnudögum kl. 14 og miðapantanir í síma 566-7788. Miðaverð er aðeins 2.500 kr.

>> Fylgist með leikfélaginu á samfélagsmiðlunum Instagram, Facebook og Snapchat. Þú gætir unnið miða á Skilaboðaskjóðuna!