Entries by mosfellingur

Skólastarf hefst á ný í Brúarlandi í haust

Í haust tekur til starfa útibú frá Varmárskóla í Brúarlandi. Skólavist í Brúarlandi verður valkvæð fyrir nemendur í 1. og 2. bekk Varmárskóla og verður tekið á móti 35-40 nemendum í haust. Starfsemin er fyrsta skrefið í stofnun nýs skóla sem mun rísa í Helgafellslandi. Stefnt er að því að hefja skólastarf í Helgafellsskóla haustið […]

Keppa í þungarokki í Hlégarði

Föstudagskvöldið 8. apríl verður hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle haldin Hlégarði. Um er að ræða keppni álíka og Músiktilraunir, þar sem nokkrar hljómsveitir taka þátt. Sveitin sem sigrar hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd á stærstu þungarokkshátíð heims, Wacken Open Air í Þýskalandi. „Wacken er smábær í Norður-Þýskalandi sem telur rétt um 2.000 íbúa en bærinn umturnast […]

Þakklæti bætir, hressir og kætir

Þar sem ég sit og horfi út um gluggann í sveit á Suðurlandi fyllist ég þakklæti fyrir svo margt og finn svo sterkt fyrir því hversu þakklæti er göfug og góð tilfinning. Það er nefnilega svo ótrúlega margt sem við getum verið þakklát fyrir í lífinu eins og t.d. fyrir fólkið okkar, þak yfir höfuðið, […]

Í lakkskóm í sundklefanum

„Nohh, nohh, það er aldeilis stæll á manni!“ sagði maðurinn við bifvélavirkjann þar sem sá síðarnefndi stóð í klefanum í sund­skónum. Maður má bara þakka fyrir að þú mætir ekki bara hérna á nýpússuðum lakkskónum, sagði maðurinn við bifvélavirkjann og rak svo upp hæðnishlátur. Bifvélavirkinn starði vonleysislega á manninn sem stóð andspænis honum í sturtunni […]

30 dagar

Ég er á degi fjögur í 30 daga áskorun þegar þessi Mosfellingur kemur út. Ég elska áskoranir, svo lengi sem þær eru líklegar til þess að gera manni gott. Þessi áskorun gengur út á mataræði, að borða ákveðnar fæðutegundir og sleppa öðrum á sama tíma. Ég tek þátt í áskoruninni til þess að komast að […]

Það er geðveikt að grínast í Mosó

Grínhópinn Mið-Ísland þarf vart að kynna en hann hefur ráðið lögum og lofum í íslensku uppistandi undanfarin ár. Mið-Ísland frumsýndi nýtt uppistand í byrjun árs og þann 31. mars næstkomandi ætlar hópurinn að troða upp í Hlégarði í Mosfellsbæ. „Það er geðveikt að grínast í Mosó. Þar sleit ég grínbarnsskónum,“ segir Mosfellingurinn Dóri DNA, einn […]

Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi

Fanney Dögg Ólafsdóttir snyrtifræðimeistari og eigandi snyrti-, nudd- og fótaaðgerðastofunnar Líkama og sálar segir ávinning af varanlegri förðun vera svipmeira útlit sem undirstrikar fegurð einstaklingsins. Varanleg förðun eða förðun framtíðarinnar er byltingarkennd meðferð sem felst í innsetningu lita undir yfirborð húðar til þess að skerpa línur andlits og undirstrika fegurð. Meðferðirnar eru tiltölulega sársaukalitlar og […]

Fjölbreyttni hjá Rauða krossinum

Hulda Margrét Rútsdóttir hefur verið ráðin í 50% starf sem verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ. Hulda er með meistarapróf í alþjóða samskiptum og þróunarlandafræði frá háskólanum í Amsterdam og hefur síðustu ellefu ár starfað sem upplýsingafulltrúi á Gljúfrasteini-húsi skáldsins auk þess sem hún starfar við þýðingar. Hulda hefur m.a. umsjón með sjálfboðaliðaverkefnunum Heimsóknavinir, Föt […]

Íbúar í Mosfellsbæ ánægðir

Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 93% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Mosfellsbær er því enn eitt árið með ánægðustu íbúana í samanburði við önnur sveitarfélög og með hæstu einkunn. Þetta kemur fram í árlegri könnun Capacent þar sem mælt […]

Ég er meiddur…

Ég bögglaði hnéð á mér fyrir nokkrum vikum. Meiðsli eru algengasta afsökun fólks fyrir því að hreyfa sig ekki. Afsökun fyrir því að leggjast í kör og borða meira. Ég fann þetta hjá sjálfum mér þegar ég lenti í hnémeiðslunum. Ég vorkenndi sjálfum mér ægilega mikið og hugsaði um allt það sem ég gæti ekki […]

POWERtalk deildin Korpa 30 ára

POWERtalk eru alþjóðleg samtök sem leggja áherslu á einstaklingsmiðaða þjálfun í tjáningu sem skilar árangri. Samtökin virkja fólk til þátttöku í umræðum, bjóða leiðtogaþjálfun og auka færni fólks við kynningar og fundarstjórnun. Samtökin hafa engan fjárhagslegan ávinning. Ávinningurinn felst í því að fólk öðlist þá færni og sjálfstraust sem þarf til að flytja mál sitt […]

Verum hér og nú

Segja má að líf okkar sé í raun samsett úr ótölulegum fjölda augnablika sem við getum kallað núið. Ef við erum ekki í núinu má segja að við séum ekki til staðar í lífinu, gleymum að njóta líðandi stundar. Í hröðu samfélagi nútímans einkenna margskonar áreiti líf okkar flestra, við þurfum að takast á við […]

Íslenskir karlmenn

Maður kom á bifvélaverkstæðið og hitti þar fyrir bifvélavirkjann. Getur þú gert við bílinn minn, sagði maðurinn. Já ekkert mál, sagði bifvélavirkinn, en ég kemst ekki í það alveg strax af því að ég er að fara í fótaaðgerð. Ha, sagði hinn, ertu að fara í hvað? Nú ég er að fara í fótaaðgerð, svaraði […]

Sérkennileg staða hjá FaMos

Helstu fregnir af Félagi aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni eru þær að nýverið var haldinn fjölmennur aðalfundur, hinn 15. febrúar 2016, í Hlégarði. Fyrri stjórn var samhljóða endurkjörin. Um þetta má sjá nánar á vefsíðu félagsins www.famos.is. Lög félagsins endurskoðuð Lög félagsins voru endurskoðuð fyrir aðalfundinn, eftir að stjórn FaMos og sérskipuð laganefnd höfðu komið fram […]

Andlát: Páll Helgason tónlistarmaður og kórstjóri

Páll Helgason, tónlistarmaður og kórstjóri, lést laugardaginn 5. mars, á sjötugasta og öðru aldursári. Páll var fæddur á Akureyri 23. október 1944. Foreldrar hans voru Helgi Pálsson, kaupmaður og bæjarfulltrúi, f. á Akureyri 14. ágúst 1896, d. 19. ágúst 1964, og Kristín Pétursdóttir húsmóðir, f. 8. janúar 1900 á Tjörn í Vindhælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu, d. […]