Entries by mosfellingur

Lífið

Ég er að lesa athyglisverða bók. Hugmyndafræði hennar er að við ættum að hætta að reyna að stýra öllu í kringum okkur og vera opin fyrir því sem lífið færir okkur. Ekki segja nei við tilboðum eða beiðnum, sama þótt þær passi ekki við það sem við höfðum ætlað okkur að gera í lífinu. Mér […]

Frábært tímabil hjá blakstelpunum

Frábæru keppnistímabili er lokið hjá stelpunum í úrvalsdeildarliði Aftureldingar í blaki en Aftureldingarstelpur eru þrefaldir meistarar og unnu alla titla sem í boði voru. Veturinn hefur verið langur en auk þess að taka þátt í mótum á Íslandi, tók liðið þátt í riðlakeppni NEVZA (Norður-Evrópukeppni félagsliða) en leikið var í Bröndby í Danmörku í nóvember. […]

Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tók ákvörðun um að verða Heilsueflandi samfélag á 25 ára afmæli sveitarfélagsins í ágúst 2012. Heilsueflandi samfélag er viðamikið lýðheilsu- og samfélagsverkefni og er markmið þess í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi. Um er að ræða þróunarverkefni þar sem Mosfellsbær hefur, sem forystusveitarfélag, rutt brautina […]

Góð samskipti læknis og sjúklings eru lykilatriði

Lýtalæknar takast á við afleiðingar slysa og sjúkdóma. Þeir hjálpa fólki vegna útlitslýta hvort sem þau eru meðfædd eða áunnin og geta einnig aðstoðað við að draga úr ótímabærum öldrunareinkennum. Halla Fróðadóttir er ein af þeim sem starfar sem lýtalæknir. Hún ákvað ung að aldri að leggja læknavísindin fyrir sig en veit ekki hvaðan sú […]

UMFUS lætur gott af sér leiða

UMFUS ákvað á dögunum að halda kóte­lettu-styrktarkvöld fyrir sína menn í ungmennafélaginu Ungir sveinar. Um 40 karlar í karlaþrekinu voru saman komnir þann 1. apríl þar sem fólk gæddi sér á smjörsteiktum kótelettum með öllu tilheyrandi í golfskálanum í Mosfellsbæ. Ákveðið var að ágóðinn rynni í gott málefni og varð fyrir valinu ung fjölskylda í […]

Skóflustunga á Hlíðavelli

Það var stór stund fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar þegar tekin var fyrsta skóflustungan að nýrri íþróttamiðstöð GM sem mun standa miðsvæðis á Hlíðavelli. Það var myndarlegur hópur ungra kylfinga klúbbsins sem fékk það verkefni að taka sameiginlega fyrstu skóflustunguna að nýju mannvirki undir handleiðslu þjálfara síns, Sigurpáls Geirs Sveinssonar, íþróttastjóra GM. Þegar húsið verður allt komið […]

Sumarpistill

Það er allt að gerast þegar þessi pistill er skrifaður. Axl Rose var rétt í þessu að taka að sér söngvarahlutverkið í AC/DC og Ólafur Ragnar er búinn að boða blaðamannafund seinna í dag, örugglega til að bjóða okkur að vera forsetinn okkar áfram. Axl og ÓRG eiga það sameiginlegt að fara sínar eigin leiðir […]

Grænt skipulag í Mosfellsbæ

Mosfellsbær er einstaklega vel í sveit settur og býður íbúum sínum og nærsveitungum upp á frábæra útivistarmöguleika bæði innanbæjar sem og í umliggjandi landbúnaðar- og náttúrusvæðum. Í ört vaxandi sveitarfélagi er hinsvegar hætta á að aðgengi að þessum útivistarsvæðum geti minnkað eða þau orðið óaðgengileg og að verðmæt svæði glatist eða verði brotin upp. Það […]

Komdu og prufaðu að hlaupa með okkur :)

Velkomin í Mosóskokk • Frítt fyrir alla til 1. maí Ert þú alltaf á leiðinni að fara að hlaupa með hlaupahópi? Ef svo er þá er Mosóskokk fyrir þig. Þetta er góður hópur sem samanstendur af fólki sem hefur gaman af því að hreyfa sig utandyra og hlaupa allar þessar fjölmörgu og fallegu leiðir hér […]

Trjágróður á lóðarmörkum

Ágætu bæjarbúar. Gangstéttir og göngustígar liggja víða um bæinn og eru mikilvæg til útivistar og samgangna milli staða, jafn fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Þegar trjágróður vex út fyrir lóðarmörk og út yfir gangstéttir og stíga bæjarins getur það skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Einnig eru dæmi um það að trjágróður skyggi á […]

Opinn fundur umhverfisnefndar

Ágætu Mosfellingar. Fimmtudaginn 28. apríl nk. mun umhverfisnefnd Mosfellsbæjar efna til opins fundar í Listasalnum í Kjarna og hefst hann kl. 17. Fundurinn er haldinn í samræmi við lýðræðistefnu bæjarins en þar segir: Hver og ein nefnd leitist við að hafa opinn upplýsinga- og samráðsfund fyrir bæjarbúa einu sinni á ári. Þema fundarins er heilsuefling […]

Mosfellingum boðið í leikhús

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl kl. 15 verður barnaleikritið Ævintýraþjófarnir frumsýnt í Bæjarleikhúsinu. Í tilefni þess að Leikfélag Mosfellssveitar var valið bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2015 langar leikfélaginu að þakka fyrir sig og því er öllum bæjarbúum, ungum sem öldnum, boðið á sýninguna. Ævintýraþjófarnir er nýtt barnaleikrit byggt á gömlum íslenskum ævintýrum skrifað af Maríu […]

Menningarvor haldið þrjú þriðjudagskvöld

Árlegt Menningarvor í Bókasafni Mosfellsbæjar fer fram þrjá þriðjudaga í apríl, 12., 19., og 26. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og hefst að venju kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis. Dúettinn Hundur í óskilum ríður á vaðið þriðjudagskvöldið 12. apríl. Færeyjakvöld verður haldið 19. apríl þar sem Davíð Samúelsson segir frá Færeyjum og Jógvan Hansen og […]

Sagði skilið við súkkulaðið og flutti til Bessastaða

Signý Sigtryggsdóttir hefur starfað sem dagmamma í 37 ár, lengst af í Mosfellsbæ. Hún tók á móti mér með þéttu handabandi og bros á vör er ég bankaði upp á hjá henni á heimili hennar í Hulduhlíð. Hún er lífsglöð kona, orðheppin með eindæmum og það þarf ekki að vera lengi í návist hennar til […]

Samhjálp byggir ný hús í Hlaðgerðarkoti

Á þessu ári eru 43 ár síðan Samhjálp keypti Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal af Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og byrjaði rekstur meðferðarheimilis þar. Hluti af húsakynnum Hlaðgerðarkots er kominn til ára sinna og þarfnast aukins viðhalds. Einnig er stefnt að því að fjölga innlagnarýmum vegna mikillar þarfar og eftirspurnar. Í Hlaðgerðarkoti eru að staðaldri um 30 manns í […]