33 nemendur brautskráðir frá framhaldsskólanum

Útskrift vor 2017. Efsta röð frá vinstri: Gestur Ólafur Ingvarsson, Kristján Davíð Sigurjónsson, Stefán Fannar Jónsson, Berglind Sara Björnsdóttir, Árni Valur Þorsteinsson, Rúnar Sindri Þorsteinsson, Benedikt Svavarsson, Davíð Sigurjónsson, Anton Þór Sævarsson, Andrea Ósk Finnsdóttir og Rakel Anna Óskarsdóttir. Miðröð frá vinstri: Arnar Franz Baldvinsson, Brynhildur Sigurðardóttir, Lára Björk Jónsdóttir, Freyja Lind Hilmarsdóttir, Völundur Ísar Guðmundsson, Eggert Smári Þorgeirsson, Kristín Dís Gísladóttir, Sandra Rós Jónasdóttir, Magnea Ása Magnúsdóttir, Margrét Phuong My Du og Ársól Þöll Guðmundsdóttir. Neðsta röð frá vinstri: Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Geir Gunnar Geirsson, Sigursteinn Birgisson, Brynhildur Þórðardóttir, Karen Sunna Atladóttir, Bryndís Sigurðardóttir, Ásgerður Elín Magnúsdóttir, Valgeir Bjarni Hafdal, Hafþór Ari Gíslason, Alída Svavarsdóttir og Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Á myndina vantar: Björn Bjarnarson og Hall Hermannsson Aspar.

Útskrift vor 2017. Efsta röð frá vinstri: Gestur Ólafur Ingvarsson, Kristján Davíð Sigurjónsson, Stefán Fannar Jónsson, Berglind Sara Björnsdóttir, Árni Valur Þorsteinsson, Rúnar Sindri Þorsteinsson, Benedikt Svavarsson, Davíð Sigurjónsson, Anton Þór Sævarsson, Andrea Ósk Finnsdóttir og Rakel Anna Óskarsdóttir. Miðröð frá vinstri: Arnar Franz Baldvinsson, Brynhildur Sigurðardóttir, Lára Björk Jónsdóttir, Freyja Lind Hilmarsdóttir, Völundur Ísar Guðmundsson, Eggert Smári Þorgeirsson, Kristín Dís Gísladóttir, Sandra Rós Jónasdóttir, Magnea Ása Magnúsdóttir, Margrét Phuong My Du og Ársól Þöll Guðmundsdóttir. Neðsta röð frá vinstri: Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Geir Gunnar Geirsson, Sigursteinn Birgisson, Brynhildur Þórðardóttir, Karen Sunna Atladóttir, Bryndís Sigurðardóttir, Ásgerður Elín Magnúsdóttir, Valgeir Bjarni Hafdal, Hafþór Ari Gíslason, Alída Svavarsdóttir og Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Á myndina vantar: Björn Bjarnarson og Hall Hermannsson Aspar.

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 27. maí við hátíðlega athöfn.
Að þessu sinni voru alls þrjátíu og þrír nemendur brautskráðir, sjö af félags- og hugvísindabraut og tíu af náttúru­vísindabraut. Af opinni stúdentsbraut brautskráðust fjórtán nemendur. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans.
Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:
Arnar Franz Baldvinsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í kvikmyndafræði og Valgeir Bjarni Hafdal fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í umhverfisfræði. Fyrir góðan árangur í sálfræði fékk Björn Bjarnarson viðurkenningu.
Fyrir góðan árangur í dönsku, íslensku, spænsku, og náttúrufræði fékk Kristján Davíð Sigurjónsson viðurkenningar. Viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku og íslensku fékk Rakel Anna Óskarsdóttir. Mosfellsbær veitti jafnframt Kristjáni Davíð viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.