Entries by mosfellingur

Mosfellsbær eignast neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar Kletts

Fjárhagslega endurskipulagning Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) er nú í höfn. Bæjarráð Mosfellsbæjar fól bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að leiða viðræður við Landsbankann og aðra kröfuhafa og hafa nú náðst samningar sem tryggja hagsmuni þeirra sem iðka golfíþróttina í Mosfellsbæ. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að Landbankinn endurskipar lánasamsetningu GM, m.a. með því að setja stóran […]

„Alveg dásamlegar móttökur“

„Við áttum ekki von á því að fólk tæki þessu svona vel. Þetta eru alveg dásamlegar móttökur,“ segir Simmi Vill eftir að Barion opnaði um síðustu helgi. „Það kemur á óvart það þakklæti sem maður finnur hjá fólki. Það eru ýmis smáatriði sem við höfum þurft að fínpússa frá opnun en annars hefur allt gengið […]

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar veittar

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent í Listasalnum á þriðjudaginn. Menningar- og nýsköpunarnefnd auglýsti eftir hugmynd, vöru eða þjónusta sem talist gæti nýlunda í samfélagi, innan fyrirtækis, vöruþróun eða framþróun á þjónustu eða starfsemi fyrirtækis eða stofnunar í Mosfellsbæ. Alls bárust þrjár gildar umsóknir og lagði menningar- og nýsköpunarnefnd til við bæjarstjórn að afhentar yrðu […]

Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir nú Fellið

Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá hefur verið tekið í notkun. Húsið er sérútbúið til knattspyrnuiðkunar með gervigrasi á gólfum. Þar eru einnig þrjár hlaupabrautir auk göngubrautar umhverfis völlinn. Efnt var til nafnasamkeppni fyrir nýja húsið og var hægt að senda inn tillögur á vefsíðu Mosfellsbæjar og skipuð var sérstök nafnanefnd Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Í nefndinni […]

Framlög til íþróttamannvirkja fordæmalaus

Framtíðarsýn okkar er sú að Mosfellsbær sé fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. Traustur rekstur er lykill þess að að vöxtur sveitarfélagsins sé efnahagslega, félagslega og umhverfislega sjálfbær. Á undanförnum árum hefur bærinn okkar stækkað, eflst og dafnað. Það má segja að fordæmalaus […]

Eflum menntasamfélagið í Mosfellsbæ

Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var afgreidd á bæjarstjórnarfundi þann 27. nóvember síðastliðinn. Eins og áður eru fræðslumálin langstærsti málaflokkurinn og fer um 52% af útgjöldum bæjarins í málaflokkinn eða um 5.712 mkr. Áætlunin ber merki þess að bæjarstjórn leggur mikla áherslu á að efla menntasamfélagið í Mosfellsbæ. Mikil fjölgun barna í bænum hefur kallað á […]

Felldu tillögur um nýjan veg og lækkun fasteignaskatts á fyrirtæki

Undirritaður bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar flutti tvær tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 sem var til afgreiðslu í bæjarstjórn í síðustu viku. Fyrri tillagan laut að því að inn kæmi nýr liður í fjárfestingaráætlun undir liðnum gatnagerð, sem bæri nafnið „Skammadalsvegur frá Helgafelli að Bjargsvegi” og til fjárfestingarinnar yrði varið 10 milljónum á árinu […]

Lengi býr að fyrstu gerð – ungbarnaleikskóli

Á Íslandi verða flestir foreldrar að fara að vinna strax að loknu fæðingarorlofi og þurfa þá að fela öðrum umsjá litlu barnanna sinna. Dagforeldrar hafa í gegnum tíðina haft þetta hlutverk en þeim fer fækkandi og nú er krafan að sveitarfélög sjái börnum fyrir leikskólaplássi strax að loknu fæðingarorlofi. Fyrir nokkru gáfu Samtök atvinnulífsins út […]

Jólaskógurinn í Hamrahlíð

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verður með sína árlegu jólatrjáasölu í Hamrahlíð fyrir jólin eins og síðastliðna áratugi. Jólaskógurinn í Hamrahlíð mun opna sunnudaginn 8. desember með opnunarhátíð sem hefst klukkan 13. Þar verður ýmislegt við að vera, bæjarstjóri mun höggva fyrsta jólatréð, jólasveinar mæta á svæðið, ratleikur fyrir börnin og margt fleira. Hjá mörgum fjölskyldum er jólatrjáaleit […]

Eldri ökumenn í umferðinni

Í almennri umræðu er oft rætt um eldri ökumenn sem hættu í umferðinni. Jafnframt að þörf sé á að hafa meira eftirlit með þessum hópi ökumanna, meðal annars með því að skylda þá til að fara reglulega í akstursmat. Í nýafloknu námi til ökukennslu skrifaði ég ritgerð um eldri ökumenn og spurði þeirrar spurningar: Eru […]

TAKK!

Í dag 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Rauði krossinn þakkar sjálfboðaliðum sínum sem gera starf félagsins mögulegt. Hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ starfa 90 sjálfboðaliðar í fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa þó sömu gildi að leiðarljósi; mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni. Sjálfboðaliðar okkar rjúfa einsemd með heimsóknum, aðstoða börn og ungmenni í námi, styðja við […]

Fergus og Ferguson

Við hjónin fórum og hlustuðum á írska frammistöðuráðgjafann Fergus Connolly segja frá reynslu sinni af því að vinna með íþróttaliðum. Hann talaði um mikilvægi þess mannlega í keppnisíþróttum og sagði mannlega þáttinn jafn mikilvægan, ef ekki mikilvægari, og vísindalegar mælingar á frammistöðu leikmanna og liða. Hann nefndi mörg dæmi máli sínu til stuðnings og vitnaði […]

Umhverfisstefna með hliðsjón af heimsmarkmiðum

Mosfellsbær hefur markað umhverfisstefnu með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Mosfellsbær er fyrsta íslenska sveitarfélagið sem setur sér ítarlega umhverfisstefnu með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið með vinnunni var að setja fram stefnu um hvernig Mosfellsbær geti þróast á sjálfbæran og framsækinn hátt á næstu árum í samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Umhverfisstefnan […]

Bylur í Bæjarleikhúsinu fyrir jólin

Leikfélag Mosfellssveitar í samstarfi við tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar æfir um þessar mundir nýjan söngleik sem ber heitið Bylur. Sagan gerist á afskekktu hóteli í ónefndum bæ á Þorláksmessu, en þar sjá nokkrir strandaglópar fram á að þurfa að eyða jólunum saman sökum blindbyls sem herjar á bæinn. Þarna fléttast saman sögur alls konar fólks sem […]

Jákvæðni fleytir manni langt

Geirarður Þórir Long deildarstjóri hjá Húsasmiðjunni er mikill gleðigjafi og jákvæður með eindæmum. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að það að vera jákvæður og bjartsýnn hefur jákvæð áhrif á heilsu, andlega líkamlega og félagslega. Jákvæðni fleytir manni langt og einstaklingar með gott sjálfstraust vita að hugsanir þeirra og viðhorf skiptir máli. Geiri eins og hann er ávallt […]