Entries by mosfellingur

Handan við hornið

Kosningar til alþingis eru handan hornsins en aðdragandi þeirra hefur verið óvenjulegur að þessu sinni: síðastliðið vor var ákveðið að stytta þinghald um einn vetur vegna spillingarmála, ríkisstjórnin dró það harla lengi að fastsetja kjördag og undir lokin starfaði þingið um hríð án þess allir sæju tilgang þess. Þinghaldið reyndist það lengsta í sögunni en […]

Menningarsetur við Gljúfrastein

Á liðnum vetri fluttu nokkrir þingmenn þingsályktunartillögu um uppbyggingu Laxnessseturs við Gljúfrastein í Mosfellsdal. Sá er þetta ritar var einn meðflutningsmanna að þessari þingsályktunartillögu og er mjög stoltur af. Ástæðan er sú að verk skáldsins á Gljúfrasteini hafa borið hróður Íslands um víða veröld. Skáldið spurði sig við tímamót í lífinu: „Hvað má frægð og […]

Stofnleiðir

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu verða sífellt vinsælli kostur og kjósa fleiri og fleiri að ferðast um á umhverfisvænni máta. Margir hafa sagt skilið við einkabílinn og hjóla frekar í vinnuna og hefur strætó aldrei verið jafn vinsæll og nú. Við í VG fögnum því en þrátt fyrir þessa þróun er litlum sem engum peningum veitt í […]

Það er þörf fyrir jafnaðarflokk

Í aðdraganda þessara kosninga er að sjá miklar fylgissveiflur og umrót. Flest bendir til að núverandi stjórnarflokkar missi meirihluta sinn í næstu kosningum og að líklega verði meira en helmingur þingmanna nýir. Það er mikilvægt hafa við þær aðstæður rótgróinn og reynslumikinn umbótaflokk sem byggir á 100 ára sögu samfélagsumbóta og vill breytingar, en hefur […]

Reykjafellið

Við fjölskyldan gengum á Reykjafellið um síðustu helgi. Sá fimm ára var tregur af stað, mjög þreyttur í fótunum til að byrja með og fór hægt yfir. Vildi helst fara þetta á háhesti. Nota okkur hin sem hesta. Ekki óskynsamlegt og vel þess virði fyrir hann að reyna að létta sér lífið. En við gáfumst […]

Kom mínum nánustu ekki á óvart

Arndís Guðríður Bernhardsdóttir Linn tók við embætti prests í Lágafellssókn þann 1. maí 2016. Í Lágafellssókn eru tvær kirkjur, að Lágafelli og að Mosfelli. Í sókninni fer fram fjölbreytt starf fyrir unga jafnt sem aldna og næsta víst að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn hóf nám í guðfræði komin […]

Eigum fullt erindi í toppsætin í þessari deild

Aukablað um meistaraflokk kvenna í handknattleik má finna í nýjasta tölublaði Mosfellings. Þar er meðal annars rætt við Davíð Svansson þjálfara liðsins. Miklar breytingar hafa orðið á liðinu sem nú leikur í 1. deild. Næsti leikur er gegn FH að Varmá á laugardaginn kl. 15:00. Hvernig hefur undirbúningur fyrir veturinn gengið? Undibúningurinn hefur verið upp og […]

Ákveðið á félagsfundi að leysa upp Kaupfélag Kjalarnesþings

Deilur hafa staðið milli stjórnar Kaupfélags Kjalarnesþings og núverandi og fyrrverandi félagsmanna þess. Skilanefnd hefur verið skipuð yfir félagið sem á fasteignir í hjarta Mosfellsbæjar, ásamt leigulóðarrétti við Háholt 16-24. ViðskiptaMogginn greindi frá stöðu mála á dögunum. Deilurnar eru meðal annars sagðar snúast um að í aðdraganda aðalfundar voru nöfn tuga félagsmanna afmáð úr félagaskrá. […]

Tölum um ferðaþjónustuna

Vart hefur fjölgun innlendra sem erlendra ferðamanna farið fram hjá nokkrum íbúa Mosfellsbæjar frekar en í öðrum bæjarfélögum. Verslun og viðskipti hafa aukist svo um munar, í matvöruverslunum og eldsneytisstöðvum svo eitthvað sé nefnt. Gististaðir og afþreying hvers konar dafna vel í sveitarfélaginu eins og svo mörgum öðrum um allt land. Enda fara ferðamennirnir víða […]

Glæný hjólahreystibraut tekin í notkun í samgönguvikunni

Samgönguvika fór fram í Mosfellsbæ 16.-22. september. Málþing var haldið í Hlégarði undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Þá var fjöldi smærri viðburða í boði þessa vikuna. Hjólahreystibraut var tekin í notkun á Miðbæjartorginu við mikla kátínu yngri kynslóðarinnar. Brautin er sett upp í samstarfi við LexGames þar sem Alexander Kárason ræður ríkjum. „Já, þetta er […]

Betra og réttlátara heilbrigðiskerfi – fyrir alla

Við göngum til þingkosninga 7 mánuðum fyrr en áætlað var í kjölfar uppljóstrana um þátt æðstu íslensku stjórnmálamanna í Panamaskjölunum. Þær afhjúpuðu að hinir ríku og áhrifamiklu komu sér undan því að greiða með sanngjörnum hætti til skattkerfisins, í sameiginlega sjóði okkar allra. Það er góðs viti að almenningur hafi mótmælt því þegar efnamikið fólk […]

Leggja niður meistaraflokkana?

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu verður áfram í 2. deild á næsta ári. Það er þriðja efsta deild á Íslandi og þar hefur liðið verið síðan 2009 þegar það féll úr 1. deild ásamt Ólafsvíkurvíkingum. Meistaraflokki kvenna hefur gengið betur síðustu ár, en verður eftir tvö döpur tímabil í röð sömuleiðis í þriðju efstu deild á […]

Nýr tannlæknir í Mosfellsbæ

Katrín Rós Ragnarsdóttir útskrifaðist sem tannlæknir síðastliðið vor. Katrín er um þessar mundir að koma sér fyrir með sinn eigin tannlæknastól sem hún rekur sjálfstætt í Þverholti 7, í samstarfi við Elmar Geirsson sem starfað hefur um árabil í Mosfellsbæ. „Ég gekk í Varmárskóla, fór þaðan í Borgarholtsskóla og svo í tannlækningar í HÍ. Frá […]

Hljóta umhverfisviðurkenningar

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlégarði á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“. Umhverfisviðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu. Að þessu sinni bárust samtals 17 tilnefningar um garða, fyrirtæki og einstaklinga. Umhverfisnefnd ákvað að í ár yrðu veittar viðurkenningar fyrir […]

Börn læra mest í gegnum leik

Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri á Hlaðhömrum segir að í leikskólanum sé lögð sérstök áhersla á gæði í samskiptum, með aðaláherslu á virðingu, vináttu og kærleik. Leikskólinn Hlaðhamrar er elsti leikskóli Mosfellsbæjar. Hann hóf starfsemi sína að Hlaðhömrum þann 8. október 1976, en húsið var áður íbúðarhús. Byggt var við skólann árið 1997 og batnaði þá aðstaðan […]