Halda herra- og kvennakvöld Aftureldingar

karlakveannakvold

Í nóvember mun Afturelding standa fyrir tveimur stórum viðburðum. Herrakvöld Aftureldingar fer fram 10. nóvember í Harðarbóli og degi síðar eða 11. nóvember fer Kvennakvöld Aftureldingar fram á sama stað. Meistaraflokkar félagsins í blaki, handbolta og knattspyrnu standa sameiginlega að þessum tveimur viðburðum. „Þetta verður frábær helgi fyrir Mosfellinga og stuðningsmenn Aftureldingar,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar. „Við höfum horft með öfundaraugum á sambærilega viðburði hjá öðrum félögum. Meistaraflokkar félagsins ákváðu því að snúa bökum saman og vinna sameiginlega að því að skapa þessa hefð líka hér í Mosfellsbæ. Undirbúningur hefur gengið afar vel og við erum öll virklega spennt fyrir því að félagið sé nú að standa að þessum viðburðum sem ein heild.“ Miðasala er hafin og fer fram í afgreiðslu íþróttahússins að Varmá. Einnig er hægt að panta miða með því að senda póst á herrakvoldumfa@gmail.com eða kvennakvoldumfa@gmail.com.

Herrakvöld Aftureldingar á facebook

Kvennakvöld Aftureldingar á facebook