Tugur frá Kiðafelli besti hrúturinn

Hreppaskjöldurinn eftirsótti verður á Kiðafelli næsta árið.

Hreppaskjöldurinn eftirsótti verður á Kiðafelli næsta árið.

stjórn sauðfjárræktarfélagsins: Ingibjörg, Ólöf ósk og hafþór

Stjórn Sauðfjárræktarfélagsins: Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Ólöf Ósk Guðmundsdóttir og Hafþór Finnbogason.

Hin geysivinsæla hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós var haldin þriðjudaginn 17. október á Kiðafelli.
Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Mosfellsdal og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum: veturgömlum hrútum, hyrndum lambhrútum, kollóttum lambhrútum og svo var besti misliti lambhrúturinn sérstaklega verðlaunaður.
Mæting á sýninguna var með besta móti og höfðu gestir á orði að féð liti sérlega vel út þetta árið.

Bestu hrútarnir voru eftirfarandi:
Hyrndir lambhrútar
1. Hrútur númer 87 frá Kiðafelli, 87 stig. Sérlega breiðvaxinn og fallegur samanrekinn köggull.
2. Hrútur númer 736 frá Morastöðum, 87 stig. Útlögumikill hrútur.
3. Hrútur númer 370 frá Kiðafelli, 85 stig. Sprækur mjög.

Kollóttir lambhrútar
1. Hrútur númer 778 frá Miðdal, 86 stig.
2. Hrútur númer 43 frá Kiðafelli, 85,5 stig.
3. Hrútur númer 2 frá Kiðafelli, 85,5 stig.
Besti misliti lambhrúturinn var Svartur frá Kiðafelli. Sá var seldur samstundis.

Veturgamlir hrútar
1. Tugur frá Kiðafelli, 85 stig. Holdugur, breiðvaxinn og útlögumikill hrútur.
2. Garður frá Morastöðum. Fallegur, holdmikill hrútur með gott skap.
3. Prins frá Kiðafelli. Kollóttur hrútur, feiknalega holdgóður en stuttur. Köggull!

Stjórn Sauðfjárræktarfélagsins óskar sigur­vegurum til hamingju, þakkar gestum fyrir komuna og bóndanum á Kiðafelli fyrir frábæra aðstöðu.