Mosfellsbær tekur við tíu flóttamönnum

uganda

Á fundi bæjarráðs þann 12. október var tekið fyrir erindi velferðarráðuneytisins þar sem óskað var eftir því að að Mosfellsbær taki á móti 10 flóttamönnum frá Úganda. Í afgreiðslu bæjarráðs segir að Mosfellsbær hafi áður lýst vilja sínum til að taka á móti flóttamönnum og sé því jákvæður gagnvart þessu erindi ráðuneytisins. Framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs var falið að undirbúa umsögn um málið, ræða við velferðarráðuneytið og hefja undirbúning samnings um verkefnið. Fallist Mosfellsbær á að taka við fólkinu mun sveitarfélagið meðal annars útvega því húsnæði og veita því nauðsynlega þjónustu en fjármögnun kemur frá velferðarráðuneytinu.