Entries by mosfellingur

Hvatning til Mosfellinga – sem og annarra landsmanna

Ég hefi lengi haft mikla ánægju af að ganga mér til heilsubótar og skemmtunar. Áður fyrr meðan ég var yngri og hraustari kleif ég fjöll, hjólaði jafnvel úr Mosfellsbæ að Esjurótum og var allan guðslangan daginn að ganga upp og um fjallið. Oft kom ég dauðþreyttur heim og það var auðvitað markmiðið. Í dag verð […]

Framkvæmdir hafnar í Bjarkarholti

Á reitunum á milli Framhaldsskóla Mosfellsbæjar og Krónunnar eru hafnar framkvæmdir við byggingu verslunar- og íbúðarhúsnæðis. Markmið gildandi deiliskipulags er að þétta og efla miðbæ Mosfellsbæjar. Einnig að móta skjólsæla, þétta og sólríka íbúabyggð auk verslunar og þjónustu og styrkja þannig götumyndina. Svæðið er í hjarta bæjarins og því lögð rík áhersla á metnað og […]

Tómatur selur aukahluti fyrir iPhone-síma

Einar Karl Sigmarsson er ungur og efnilegur Mosfellingur. Hann er 15 ára nemandi í 10. bekk Lágafellsskóla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann stofnað sitt eigið fyrirtæki sem heitir Tómatur. „Ég er að selja gæðahulstur fyrir iPhone- síma á mjög góðu verði, ég er með nokkrar týpur og nokkra liti. Þetta byrjaði með því að […]

Sækir í að vera sem mest á hreyfingu

Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur telur að hreyfing, hugleiðsla og góð næring sé lykillinn að heilbrigði og hamingju Í byrjun árs var Halldóra sæmd riddarakrossi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrir framlag sitt til heilsuverndar og lýðheilsu. Hún hefur sinnt margvíslegu fræðslustarfi í gegnum tíðina, flutt erindi víða og talað máli beinverndar í fjölmiðlum. Áhugamál hennar tengjast […]

Lausn á rekstrarvanda Hamra

Mosfellsbær, velferðarráðuneytið og Hamrar – hjúkrunarheimili hafa komist að samkomulagi um lausn á langvarandi rekstrarvanda heimilisins. Samkomulagið er forsenda þess að unnt sé að draga til baka uppsögn Mosfellsbæjar á þjónustusamningi við ráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands um rekstur Hamra, sem og uppsögn Hamra ehf. um rekstur heimilisins. Samkomulagið felur í sér að stækkun hjúkrunarheimilisins hafi […]

Miðflokkurinn stofnaður í Mosfellsbæ

Fimmtudaginn 15. febrúar var haldinn formlegur stofnfundur Miðflokksins í Mosfellsbæ. Fundurinn var haldinn á Hótel Laxnesi. Fjöldi manns sótti fundinn og var fimm manna stjórn kosin og þrír varamenn. Formaður stjórnar er Friðrik Ólafsson verkfræðingur. Stjórnin er kosin til bráðbirgða eða fram að fyrsta formlega aðalfundi. Fundurinn ákvað að stefnt skuli að því að bjóða […]

Viðreisn undirbýr framboð í Mosfellsbæ

Félagar í Viðreisn sem eru búsettir í Mosfellsbæ hafa undanfarið verið að undirbúa stofnun félags í bænum, segir Valdimar Birgisson, en hann er einn þeirra sem vinnur að undirbúningi og reiknar með að boðað verði til stofnfundar á næstu dögum. „Markmiðið er að stuðla að öflugu starfi. Fjölmargir hafa þegar lýst yfir áhuga á að […]

Mosfellsbær sem staður að búa á

Gallup gerir skoðanakönnun árlega meðal íbúa stærstu sveitarfélaga landsins og spyr almennra spurninga um ýmis atriði sem snúa að þjónustu sveitarfélaganna. Svarendur í Mosfellsbæ 2017 voru 438 en úrtakið er að stærstum hluta unnið upp úr viðhorfahópi fyrirtækisins að viðbættu úrtaki úr Þjóðskrá. Ég hefði getað lent í síðara úrtakinu en gerði ekki. En hverju […]

Samfélagssjóður Kaupfélags Kjalarnesþings stofnaður

Stofnaður hefur verið Samfélagssjóður Kaupfélags Kjalarnesþings. Sjóðnum er ætlað að úthluta fjármunum til almenningsheilla á fyrrum félagssvæði Kaupfélagsins og er stofnfé sjóðsins 50 milljónir. Kaupfélag Kjalarnesþings var stofnað um miðja síðustu öld og starfaði fyrstu árin að Fitjakoti á Kjalarnesi en lengst af eða frá 1956 í Mosfellssveit. Kaupfélagið sjálft hætti verslunarrekstri um 1997 og […]

Hvað er Rótarý?

Rótarý er hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu. Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur sem er starfandi í meira en 200 löndum í öllum heimsálfum. Félagar eru rúmlega 1,2 milljónir í um 35 þúsund klúbbum. Þessi alþjóðlegu samtök standa fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetja til góðvildar […]

Töluverð endurnýjun á lista Sjálfstæðisflokksins

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 10. febrúar. Tólf frambjóðendur gáfu kost á sér og tæplega 700 manns greiddu atkvæði. Kosið var í félagsheimili flokksins í Kjarna. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar varð efstur í prófkjörinu. Hann er ánægður með niður­stöðuna og vænt­an­leg­an lista. „Þetta er breiður hópur fólks á ólíkum aldri, með fjölbreytta menntun […]

10.000

Ég týndi skrefamælinum mínum í Flatey fyrir einu og hálfu ári. Síðan þá hef ég ekki mælt hvað ég er að hreyfa mig mikið dags daglega. Ekki fyrr en núna í febrúar. Þá ákvað ég að setja mér það markmið að ganga allavega 10.000 skref á dag í 50 daga. Af hverju? Í fyrsta lagi […]

Heilsueflandi bærinn okkar

Við búum í fallegum bæ. Stutt er til fjalla og í fjöru. Allir sem vilja stunda útivist geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Talað er mikið um það að menn eigi að hreyfa sig daglega og þá sérlega börnin. Mér finnst til dæmis mjög hjákátlegt þegar menn mæta í íþróttamiðstöðvar og vilja helst keyra beint […]

„Fermetrar með þaki“ eða byggingarlist

Undanfarin misseri hefur mikið verið byggt í Mosfellsbæ. Ný hverfi hafa risið í Helgafellslandi og Leirvogstungu, íbúðabyggingar af ýmsum stærðum og gerðum. Sömuleiðis hefur atvinnuhúsnæði verið byggt við Desjamýri, og víða eru framkvæmdir inni í eldri hverfum bæjarins. Undirritaður hefur setið síðastliðin 3 ár í skipulagsnefnd sem fulltrúi Íbúahreyfingarinnar og fylgst með þessari framkvæmdasemi á […]

Er gott að búa í Mosfellsbæ?

Á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mosfellsbaer.is eru einkunnarorðin: „Virðing – Jákvæðni – Framsækni – Umhyggja“ Ekki veit ég hversu margir taka þessi orð alvarlega né hversu margir líta á þessa yfirlýsingu sem eins og hver önnur innantóm orð. Þessi fjögur orð voru sett á heimasíðu Mosfellsbæjar fyrir um áratug. Sjálfsagt er að þeim sem þar áttu hlut […]