Unglingar og veip
Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur hvað varðar reykingar og áfengisdrykkju ungmenna. Rúmlega 90% unglinga hafa aldrei reykt eða neytt vímuefna en því miður steðja stöðugt nýjar ógnir að unga fólkinu okkar. Notkun á rafsígarettum eða veipi mælist meiri hér í bæ miðað við notkun á landsvísu en sambærilega þróun má sjá um allt land […]