Entries by mosfellingur

Umhverfisstefna með hliðsjón af heimsmarkmiðum

Mosfellsbær hefur markað umhverfisstefnu með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Mosfellsbær er fyrsta íslenska sveitarfélagið sem setur sér ítarlega umhverfisstefnu með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið með vinnunni var að setja fram stefnu um hvernig Mosfellsbær geti þróast á sjálfbæran og framsækinn hátt á næstu árum í samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Umhverfisstefnan […]

Bylur í Bæjarleikhúsinu fyrir jólin

Leikfélag Mosfellssveitar í samstarfi við tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar æfir um þessar mundir nýjan söngleik sem ber heitið Bylur. Sagan gerist á afskekktu hóteli í ónefndum bæ á Þorláksmessu, en þar sjá nokkrir strandaglópar fram á að þurfa að eyða jólunum saman sökum blindbyls sem herjar á bæinn. Þarna fléttast saman sögur alls konar fólks sem […]

Jákvæðni fleytir manni langt

Geirarður Þórir Long deildarstjóri hjá Húsasmiðjunni er mikill gleðigjafi og jákvæður með eindæmum. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að það að vera jákvæður og bjartsýnn hefur jákvæð áhrif á heilsu, andlega líkamlega og félagslega. Jákvæðni fleytir manni langt og einstaklingar með gott sjálfstraust vita að hugsanir þeirra og viðhorf skiptir máli. Geiri eins og hann er ávallt […]

Mosfellsbær tekur á móti flóttamönnum

Fimmtudaginn 12. september kom ellefu manna kvótaflóttahópur frá Kenía til Mosfellsbæjar. Þetta er í annað skipti sem Mosfellsbær tekur við kvótaflóttafólki en í mars 2018 tók Mosfellsbær á móti tíu einstaklingum. Vel tókst til við móttöku fyrri hópsins og er það ekki síst því að þakka hversu vel samfélagið tók á móti fólkinu. Félagsmálaráðuneytið leitaði […]

Nýtt fjölnota íþróttahús tekið í notkun

Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá var vígt laugardaginn 9. nóvember við hátíðlega athöfn. Húsið mun valda straumhvörfum í aðstöðu fyrir íþróttaiðkendur í Mosfellsbæ auk þess sem unnt verður að stunda hreyfingu á 250 metra langri göngu- og hlaupabraut á tímum þegar allra veðra er von. Húsið, sem er um 4.000 m² að grunnfleti auk innfelldrar […]

Helgafell – deiliskipulag 4. áfanga

Þann 31. október sl. lauk fresti til að skila inn athugasemdum vegna auglýsingar um deiliskipulagsbreytingu fyrir 4. áfanga í Helgafellshverfi. Skemmst er frá því að segja að formlega bárust fimmtán athugasemdir, þar af athugasemd frá húsfélagi með um þrjátíu íbúðum. (Sjá fundargerð skipulagsnefndar nr. 501) Segja má að helst hafi athugasemdir lotið að tveimur meginþáttum, […]

Úthlutun 15 lóða við Súluhöfða lokið

Umsóknarfresti vegna úthlutunar 15 lóða við Súluhöfða lauk á miðnætti 31. október. Alls bárust umsóknir frá 27 umsækjendum. Lögmaður Mosfellsbæjar, skjalastjóri og persónuverndarfulltrúi opnuðu umsóknir sem borist höfðu í málakerfið bæjarins mánudaginn 4. nóvember í Helgafelli, fundarsal bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Umsækjendum var boðið að vera viðstaddir opnun umsókna en ekki var á þeim fundi tilkynnt um […]

Afgangur af rekstri bæjarins áætlaður um 350 milljónir

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 30. október. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur verði 13.380 m.kr., gjöld án fjármagnsliða 12.402 m.kr., fjármagnsliðir 628 m.kr. og að rekstrarafgangur verði 350 m.kr. Fyrirhugað er að framkvæma fyrir 2.970 m.kr. sem að […]

Hetjusögur og heilsa

Við elskum hetjur. Elskum að sjá einstaklinga og hópa vinna til verðlauna. Gera meira en aðrir. Í vikunni var viðtal við unga konu í Fréttablaðinu. Í undirfyrirsögn sagði að hún hefði lokið framhaldsprófi í djasssöng fimm árum eftir að hún hóf nám og afrekað á sama tíma að ljúka mastersnámi og eignast tvö börn. Þetta […]

Tækifærin eru óteljandi

Sóley Rut Jóhannsdóttir ætlaði sér alltaf að verða dýralæknir en hætti við og fór í Byggingatækniskólann í Reykjavík í húsgagna- og húsasmíði. Hún er nú með tvö sveinspróf í hendi aðeins 26 ára gömul og lætur ekki staðar numið þar því hún byrjaði í meistaranámi nú í haust. Hún segir að iðngreinarnar henti jafnt konum […]

Varmárkórinn er nýr kvennakór í Mosfellsbæ

Nýr kór hefur verið stofnaður í Mosfellsbæ. Kórinn er aðallega skipaður fyrrverandi félögum Skólakórs Varmárskóla en fleiri áhugasamir geta þó tekið þátt en þurfa að vera söngvanir. Það var flottur hópur fyrrverandi félaga sem söng á 40 ára afmælistónleikum Skólakórs Varmárskóla í vor og einhverjir höfðu á orði að gaman væri að gera eitthvað meira […]

Ólga á Reykjalundi

Mikil reiði og vanlíðan er meðal starfsfólks Reykjalundar í kjölfar þess að stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, sagði Birgi Gunnarssyni forstjóra og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, upp störfum með skömmu millibili. Birgir gegndi stöðu forstjóra í þrettán ár og Magnús starfaði á Reykjalundi í 34 ár. Magnúsi var sagt upp störfum 9. október, aðeins nokkrum […]

Knatthúsið að Varmá vígt 9. nóvember

Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember. Dagskrá hefst kl. 13 þegar Sturla Sær Erlendsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar býður gesti velkomna. Þá munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar ávarpa samkomuna. Alverk ehf. mun afhenda húsið formlega og kynnt verður samkeppni meðal bæjarbúa um nafn á húsið. […]

SIGRAR

Við fórum 25 manna hópur til Barcelona fyrir stuttu að taka þátt í skemmtilegri keppni sem kallast Spartan Race. Fyrir suma var þetta fyrsta keppnin, aðrir voru búnir að taka þátt í nokkrum keppnum frá því að við kynntumst henni fyrst í desember 2018. Það var kjarnakona í æfingahópnum okkar sem stakk upp á því […]

90 ára afmæli Klébergsskóla

Afmælishátíð var haldin í Klébergsskóla á Kjalarnesi laugardaginn 19. október en þá voru liðin 90 ár frá því að hann var vígður. Á afmælisdaginn var opið hús í skólanum og mættu fjölmargir gestir í heimsókn. Nokkur félagasamtök á Kjalarnesi stóðu að byggingu hússins árið 1929 sem var einnig hugsað sem samkomuhús sveitarinnar og var Klébergsskóli […]