Entries by mosfellingur

Vertu með

Fyrir fjórum árum síðan tók ég þátt í því að koma á laggirnar stjórnmálaflokk hér í Mosfellsbæ, Viðreisn í Mosfellsbæ. Þátttaka mín í þeirri vegferð kom ekki til af því ég skilgreindi sjálfa mig sem manneskju sem hefði brennandi áhuga á pólitík, heldur kom hún til af einlægri ást minni á bænum mínum – Mosfellsbæ. […]

Blanda af safngötu og húsagötu fyrir ungar fjölskyldur

Þannig er mál með vexti að ég er nýfluttur í Langatangann með fjölskylduna. Við færðum okkur ekki langt um set þar sem áður bjuggum við í Gerplustræti í Helgafellshverfinu.Ég velti því fyrir mér hversu margar ungar fjölskyldur í Mosfellsbæ eru að kljást við sömu áhyggjur og við. Langitanginn er flokkaður sem blanda af safngötu og […]

Lýðræðisveislan heldur áfram

Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör hér í Mosfellsbæ um komandi helgi. Sjálfstæðisflokkurinn var eina stjórnmálaaflið sem hélt fjölmenn prófkjör í öllum kjördæmum fyrir síðustu alþingiskosningar. Í þeim tóku yfir 20.000 félagsmenn þátt í að stilla upp á lista sem boðnir voru fram í kosningum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn náði áfram þeim árangri að vera stærsti flokkurinn á þingi […]

Er Mosfellsbær bær fyrir ungt fólk?

Á hátíðarstundum er gjarnan rætt um mikilvægi þess að ungt fólk komi að uppbyggingu samfélagsins. Með þessi orð í eyrum hefur ungt fólk víða um land tekið þeirri áskorun og boðið sig fram til verka í bæjarstjórnum. Oftar en ekki hefur því ekki gengið nægilega vel til að ná kjöri í sæti bæjarfulltrúa. Í Mosfellsbæ […]

Mosfellingar – ykkar er valið

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör 4.-5. febrúar þar sem kosið verður á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fara fram þann 14. maí. Alls eru 17 glæsilegir frambjóðendur á öllum aldri í boði, 9 konur og 8 karlar. Þetta fólk er hlaðið hæfileikum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu í farteskinu. Þessi hópur á það sameiginlegt að […]

Það vantar alls konar fólk í bæjarstjórn Mosfellsbæjar

Kæru Mosfellingar!Ég vildi bara láta ykkur vita hvað mér líður vel hér í Mosfellsbæ. Mér finnst bæjarmálin ganga mjög vel og dáist að margs konar uppbyggingu í mörgum málum.Ég dáist að umhverfinu í kringum Álafosskvosina og Stekkjarflötina með ærslabelgnum, þar sem krakkarnir geta leikið sér … ratleikjunum í kringum Varmá, merkingunum sem segja mér allt […]

Gerum góðan bæ enn betri

Framtíðin er björt í Mosfellsbæ, tækifærin mörg og það er okkar sem verðum í framboði í sveitarstjórnarkosningunum að marka leiðina með bæjarbúum. Okkur ber sem fyrr að hlusta á og taka mið af ábendingum og athugasemdum bæjarbúa, endurskoða gildandi stefnur og meta hvernig gengið hefur hverju sinni og hverju þarf að breyta og bæta. Verkefni […]

Sterkur leiðtogi skiptir máli

Kæri lesandi, fram undan er prófkjör hjá stærsta stjórnmálaaflinu í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að sjá hve margir hæfir einstaklingar, ungir, gamlir, reyndir og óreyndir bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.Í þessu prófkjöri er í fyrsta skipti í langan tíma fleiri en einn í framboði í 1. sæti lista Sjálfstæðisflokksins og er það […]

Aðfluttur andskoti

Að vera aðfluttur andskoti í Mosfellsbæ er bara ansi gott! Ég flutti í Mosfellsbæ í janúarbyrjun 2003 af Kjalarnesi. Eignaðist hér mitt seinna barn og upplifði góðan anda. Í lok árs 2003 var íbúafjöldinn 6.574. Þá var maður alveg minntur á að vera ekki innfæddur enda þekkti maður ekki fjölskyldurnar sem hér höfðu ráðið ríkjum. […]

Brian Clough

Brian Clough er einn af áhugaverðustu knattspyrnustjórum sögunnar. Hann stýrði Hartlepool, Derby, Brighton og Leeds (í nokkra daga) áður en hann tók við Nottingham Forest. Hann tók Forest upp í efstu deild á Englandi árið 1997, vann efstu deild með liðinu árið eftir og gerði liðið að Evrópumeisturum meistaraliða (nú Champions League) tvö ár í […]

Fjölbreyttur matseðill og framúrskarandi þjónusta

Í september síðastliðnum tóku þeir Ólafur Guðmundsson og Einar Gústafsson við rekstrinum á veitingastaðnum Blik Bistro sem rekinn er í Kletti, íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. „Við tókum við hér í lok golftímabilsins og líka veitingasölu í Bakkakoti í Mosfellsdal. Við höfum síðan þá reynt að vera hugmyndaríkir hvernig við getum gert hlutina sem best á þessum […]

Frelsið í æsku mótaði mig

Jóhannes Vandill Oddsson átti sér alltaf draum um að verða bóndi en áhugi hans á bústörfum, hestamennsku og fiskeldi kviknaði á æskuárum hans í Mosfellssveitinni. Hann naut þá leiðsagnar reynslumikilla manna og lagði þar með drög að lífsbók sinni enda hafa dýrin aldrei verið langt undan. Í dag dvelur Jói löngum stundum ásamt fjölskyldu sinni […]

Þorrablótsnefndin með plan A, B, C og D

Þorrablót Aftureldingar hefur verið stærsti viðburður í skemmtana- og menningarlífi Mosfellinga mörg undanfarin ár. Mikil stemming hefur skapast fyrir blótinu og fólk skemmt sér konunglega og ávallt mikil eftirvænting í loftinu þegar þorrinn nálgast. Á síðasta ári féll þorrablótið niður og nú er spurning hver staðan er. Rúnar Bragi Guðlaugsson og Ásgeir Sveinsson hafa verið […]

Fyrsti Mosfellingur ársins

Fyrsti Mosfellingur ársins 2022 er drengur sem fæddist í Björkinni þann 6. janúar kl. 00:33, fimm dögum fyrir settan dag. Hann var 14 merkur og 51 cm og foreldrar hans eru Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir og Hjalti Andrés Sigurbjörnsson.„Fæðingin gekk eins og í sögu og allt ferlið tók tæpar 6 klukkustundir. Hann fæddist í vatni og […]

Elva Björg Mosfellingur ársins 2021

Mosfellingur ársins 2021 er Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ. Elva Björg er tómstunda- og félagsmálafræðingur og hóf störf sem leiðbeinandi í handavinnu árið 2010 og tók svo við starfi forstöðumanns 2013 hjá Mosfellsbæ. „Ég er bara mjög snortin, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Elva Björg þegar við tilkynnum […]