UMFUS styrkir Reykjadal

Garðar Smárason þjálfari, Örvar Daði Marinósson forseti félagsins, Andrea Rói og Hildur Helgadóttir frá Reykjadal og formenn UMFUS þeir Ragnar Símonarson og Ingi Björn Kárason.

UMFUS (Ungmennafélagið Ungir sveinar) stóð fyrir glæsilegu kótilettukvöldi þann 28. febrúar. Um var að ræða góðgerðarkvöld þar sem allur ágóði rann í gott málefni.
Staðið var fyrir happdrætti, uppboði, skemmtiatriðum og almennri gleði um kvöldið.

Ágóði kvöldsins varð alls 1.431.500 kr. og var upphæðin afhent Reykjadal í Mosfellsdal á dögunum. Glæsilegur styrkur frá flottum félagsskap sem kemur saman að jafnaði tvisvar í viku í íþróttamiðstöðinni Lágafelli og ræktar líkama og sál.
UMFUS vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem styrktu kvöldið með happdrættismiðum og sérstaklega Höfðakaffi sem skaffaði aðstöðu og fleira.