Halda Barnadjass í Mosó
Helgina 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti. Flytjendurnir eru á aldrinum 7-15 ára og koma frá Mosfellsbæ, Selfossi, Hafnarfirði, Reykjavík, Noregi og Færeyjum. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Odd André Elveland en hann er norskur djasstónlistarmaður og rekur tónlistarskólann Improbasen í Osló. Hann hefur þróað aðferðir til að kenna ungum börnum […]