Logn í skóginum
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verður með sína árlegu jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg dagana 9.–23. desember. Laugardaginn 9. desember kl. 13-14 verður opnunarhátíð í Hamrahlíðinni þar sem fyrsta jólatréð mun verða sagað, Mosfellskórinn syngur nokkur lög og Ævintýraverur úr Leikhópnum Lottu munu skemmta börnunum svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu munu jólasveinar láta sjá sig og svo […]