Entries by mosfellingur

Vinalegt raunsæi

Umræðuefni Kveiks í síðustu viku var helgað málefni sem hefur verið til umræðu meðal bæjarbúa og í stjórnsýslunni árum saman, það er urðunarsvæðið á Álfsnesi. Í þættinum kom meðal annars fram að samkvæmt eigendasamkomulagi sem nú er í gildi eigi að loka urðunarsvæðinu í lok þessa árs. Jafnframt kom fram að nýr staður hafi ekki […]

Er brjálað að gera?

Það var ótrúlega vel heppnað að gera þessa spurningu að hálfgerðum brandara í auglýsingum frá Virk. Húmor getur haft mikil áhrif á daglegt líf okkar í hinum ýmsu aðstæðum, hvernig við eigum samskipti við aðra og hvernig okkur líður í krefjandi umhverfi. En ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er að ég var að […]

Sjálfboðaliðinn

Íþróttafélag eins og Afturelding sem er líklega stærsti vinnustaður bæjarins fyrir utan Mosfellsbæ sjálfan er rekið að langmestu leyti af sjálfboðaliðum. Félagið er með tvo starfsmenn á skrifstofunni, framkvæmdastjóra og íþróttafulltrúa sem sjá um allan daglegan rekstur og faglegt íþróttastarf.Það vantar alltaf góða sjálfboðaliða og það verður að viðurkennast að það verður alltaf erfiðara og […]

Eru fjármál Mosfellsbæjar komin í rugl?

Þann 10. janúar 2023 sendi ég svohljóðandi tölvupóst til allra bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ: „Sælir allir bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ. Ég var að skoða hvað ég á að reikna með að þurfa að greiða í fasteignagjöld til Mosfellsbæjar á árinu 2023. Mig rak í rogastans. Hér til hliðar er tafla sem sýnir fasteignagjöld mín vegna Akurholts 1 […]

Ámælisvert

Þegar ekinn er Langitangi á móts við Olís blasir vægast sagt furðulegt fyrirbæri við. Tvö vestustu húsin við Bjarkarholt hafa verið jöfnuð við jörðu og allur trjágróðurinn sem hafði verið gróðursettur með mikilli alúð af fyrri eigendum lóðanna allur upprættur. Viðurstyggð eyðileggingarinnar hefur blasið við okkur í allan vetur og er framkvæmdaraðila til mjög mikils […]

Erum sífellt að þróa þjónustuna

Jórunn Edda Hafsteinsdóttir fagstjóri hjúkrunar og svæðisstjóri Heilsugæslu Mosfellsumdæmis. Jórunn Edda var ung að árum er hún hóf störf á sambýli en það var þar sem hún áttaði sig á við hvað hún vildi starfa í framtíðinni. Hún hóf nám í hjúkrunarfræði og eftir útskrift hóf hún störf á Landspítalanum þar sem hún starfaði í […]

Fyrsti Mosfellingur ársins

Þann 2. janúar kl. 23:24 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2023. Það var fallegur og hraustur drengur, foreldrar hans eru þau Hafdís Elva Einarsdóttir og Freysteinn Nonni Mánason. „Við vorum voða glöð að hann skyldi ná 2023, við héldum jafnvel að hann myndi fæðast þann þriðja en hann var komin í heiminn klukkutíma eftir að við […]

Halla Karen Mosfellingur ársins 2022

Mosfellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar. Halla Karen hefur verið óþreytandi við að hvetja bæjarbúa til hreyfingar og heilbrigðari lífsstíls í áratugi. Hún hefur m.a. starfrækt íþróttaskóla barnanna, kennt leikfimi í World Class og Í toppformi, haldið úti hlaupahópnum Mosóskokki, séð um Kvennahlaupið, unnið sem íþróttakennari í Borgarholtsskóla í […]

VIÐ

Ég horfði með mínu fólki á íslensku heimildarmyndina „Velkominn Árni“ í vikunni. Virkilega vel gerð mynd sem hafði áhrif á okkur öll. Eitt af því sem mér fannst magnaðast var að sjá hvað það gerði mikið fyrir söguhetjuna að tengjast fólki sem virkilega þótti vænt um hann og vildi njóta lífsins með honum. Hann varð […]

Áramótakveðja

Nýársávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar Gleðilegt ár kæru íbúar, starfsmenn og aðrir samstarfsaðilar.Ég vil byrja á því að þakka fyrir samfylgdina síðustu mánuði en ég var ráðin sem bæjarstjóri í sumar, af nýjum meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar og Viðreisnar. Ég tók til starfa í byrjun september og það verður að segjast eins og er að verkefnin hafa verið […]

Frístundastyrkir fyrir ungmenni og eldri borgara

Við gerð nýsamþykktar fjárhagsáætlunar lögðu bæjarfulltrúar D-lista fram tillögu um hækkun á frístundaávísunum til barna, ungmenna og eldra fólks í Mosfellsbæ.Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti að vísa málinu til bæjarráðs og var tillaga fulltrúa D-lista samþykkt í bæjarráði á fundi þann 22. desember.Hækkun frístundastyrkja tekur gildi frá 1. ágúst 2023 og verður frístundaávísun fyrir 1 barn kr. […]

Mosfellingar greiða hærri skatta

Sem þingmaður og áður bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hér í bæ hef ég og mun áfram leggja áherslu á að álögum á íbúa sé haldið í lágmarki.Við búum í velferðarsamfélagi og það vil ég standa vörð um. Þess vegna eru skattar nauðsynlegir, til þess að standa straum af þeirri sameiginlegu velferðarþjónustu sem við viljum veita. En á […]

Jákvæðni er valkostur

Gleðilegt ár kæru Mosfellingar og nærsveitungar! Um áramót eru margir sem setja sér markmið fyrir komandi ár og líta margir á þessi tímamót sem nýtt upphaf þar sem fram undan eru 365 óskrifaðir dagar og þar með ótal tækifæri til að efla eigin vellíðan og annarra. Ég sjálf ætla t.d. að temja mér að hrósa […]

Stormsveitin gefur út plötu með frumsömdum lögum

Stormsveitin, sem er rokkkarlakór, er um þessar mundir að leggja lokahönd á plötu með lögum sem samin eru og útsett af Arnóri Sigurðarsyni og textar eftir stórskáldið Kristján Hreinsson. „Formlega er kórinn orðin 10 ára. Við erum fjórraddaður lítill karlakór sem syngur hefðbundin karlakóralög sem og önnur lög við undirleik rokkhljómsveitar. En við höfum samt […]

Hef alltaf horft bjartsýnn fram á veginn

Það er óhætt að segja að líf Þorbjörns Vals Jóhannssonar, eða Tobba eins og hann er ávallt kallaður, hafi tekið stóra u-beygju en hann hefur sl. sextán ár glímt við erfið veikindi. Árið 2007 fór hann í opinn brjóstholsskurð sem hefur haft miklar afleiðingar á líðan hans og haustið 2018 greindist hann með bráðahvítblæði. Þorbjörn […]