Sr. Guðrún Helga bætist í prestahópinn

Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin prestur í Lágafellssókn í Mosfellsprestakalli. Prestarnir verða því þrír í stækkandi bæjarfélagi. Hún var vígð til prestþjónustu í Lágafellssókn annan í hvítasunnu frá Skálholtsdómkirkju.
Sr. Guðlaug Helga ólst upp á Hvols­velli og er dóttir hjónanna Guð­rúnar Árnadóttur og Guðlaugs Friðþjófssonar. Hún er gift Einari Þór Hafberg sérfræðingi í lifrarsjúkdómum og lifrarígræðslulækningum barna og þau eiga tvær dætur, Bryn­hildi Guðrúnu Hafberg 14 ára og Ísafold Örnu Hafberg 12 ára. Guðlaug Helga hefur síðastliðin tvö ár starfað hjá Lágafellssókn og haft umsjón með foreldramorgnum, eldri borgarastarfi og sem fermingarfræðari.