Skipað í nýtt embætti Gufufélagsins
Gufufélag Mosfellsbæjar hélt að vanda aðalfund sinn á gamlársdag í gufubaðsaðstöðunni í Varmárlaug. Hæst bar á fundinum að forseti félagsins, Valur Oddsson, tilkynnti um stofnun nýs embættis innan stjórnar; heilbrigðisfulltrúa. Forseti skipaði Guðbjörn Sigvaldason umsvifalaust í embættið. Um leið veitti forseti, undir öruggri handleiðslu formanns orðunefndar, Ólafs Sigurðssonar, Guðbirni heiðurskross Fálkaorðu Gufufélagsins fyrir að hafa […]