Entries by mosfellingur

Það féllu tár þegar ég kvaddi hann

Reynir Örn Pálmason og hestur hans Greifi frá Holtsmúla urðu heimsmeistarar í fimmgangsgreinum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Danmörku Íslendingar unnu til fernra gullverðlauna og tvennra silfurverðlauna í fullorðinsflokki á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í ágúst í Herning í Danmörku en keppendur voru frá fjórtán löndum. Einn keppendanna, Reynir Örn og hestur hans, Greifi frá […]

Tónleikadagskrá framundan í Hlégarði

Haustdagskráin í Hlégarði er farin að taka á sig mynd en nokkrir listamenn hafa boðað komu sína í félagsheimilið til áramóta. Á laugardaginn mætir Kjósverjinn Bubbi Morthens og heldur tónleika. Hann er á örstuttri tónleikaferð í nágrenni höfuðborgarinnar. Á sunnudaginn verður hann á heimavelli í Félagsgarði í Kjós en báðir tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Föstudaginn […]

Reisa 55 íbúðir í Vefarastræti

Verk­taka­fyr­ir­tækið MótX vinn­ur nú að því að reisa tvö ný fjöl­býl­is­hús í Helgafellshverfi. Um er að ræða þriggja til fjögurra hæða hús með samtals 55 íbúðum. 23 íbúðir við Vefarastræti 28-30 og 32 íbúðir við Vefarastræti 24-26. „Við í MótX er mjög spenntir fyrir þessu verkefni hér í Mosfellsbæ, enda bærinn í örum vexti, innviðir […]

Sjálfboðaliðar bjóða upp á námsaðstoð

Hafið er nýtt verkefni hjá Mosfellsbæjardeild Rauða krossins þar sem boðið er upp á námsaðstoð fyrir börn í 3.-6. bekk. Sjálfboðaliðar munu aðstoða börnin við heimanám og skólaverkefni. Andrúmsloftið verður létt og afslappað þar sem hver og einn fer á eigin hraða. „Ég hef áður tekið þátt í svona verkefni í Grafar­vogi sem gekk mjög […]

Hentu

Það er gott fyrir mann að hætta að gera það sem tekur frá manni orku og gera í staðinn það sem gefur manni orku. Því meiri orku sem maður hefur sjálfur, því meir getur maður gefið af sér. Hlutir geta líka tekið frá manni orku. Dýrir hlutir, fínir hlutir, hlutir með sögu, hlutir sem mann […]

Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar

Búsetukjarninn í Þverholti 19 hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2015. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur föstudaginn 18. september og var yfirskrift dagsins 100 ára afmæli kosninga­réttar kvenna. Dagskrá fór fram í hátíðarsal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Hápunktur dagsins var þegar jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2015 var veitt. Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingi, stofnun, félagasamtökum eða fyrirtæki sem hefur staðið sig best […]

Einar eldar með börnunum á Reykjakoti

Stofnanir Mosfellsbæjar taka þátt í heilsueflandi samfélagi. „Heilsueflandi samfélag er verðugt verkefni fyrir bæjarfélag og gefur ótrúlega mörg tækifæri fyrir íbúa og starfsmenn Mosfellsbæjar,“ segir Ingunn Stefánsdóttir leikskólakennari á Reykjakoti. „Margt er mjög vel gert í bænum og fróðlegt að heyra af öllu því góða starfi sem fer fram í stofnunum Mosfellsbæjar. Ennfremur er stuðningur […]

Kjúklingarnir orðnir að kalkúnum

Þrándur Gíslason er kominn aftur heim eftir tveggja ára útlegð á Akureyri. Hvernig er að vera kominn aftur í Mosó? Það er alveg yndislegt, alveg hrikalega gott. Við fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir í Kardi­mommubænum í Þverholti, við hliðina á Einari Scheving. Ég er Kasper, Jesper og hann er Jónatan. Svo er […]

Kristín Þorkelsdóttir sýnir í Listasalnum

Þann 18. september kl. 17 opnar sýning á verkum eftir Kristínu Þorkels­dóttur í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni sem ber yfirskriftina ÁSÝND samferðafólks á lífsfleyinu er sjónum fyrst og fremst beint að portrettverkum Kristínar. Sýningin spannar allt frá eldri teikningum að nýjum verkum og einnig verða til sýnis skissubækur, dagbækur og vinnuteikningar. Kristín á langan feril […]

Ný heimasíða í loftið

Bæjarblaðið Mosfellingur er 13 ára í dag, 13. september. Blaðið kemur út á þriggja vikna fresti og er dreift frítt í öll hús í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir af því helsta í Mosfellsbæ og næsta nágrenni. Stofnandi blaðsins er Karl  Tómasson […]

Bylting í þekkingu á CrossFit

Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri CrossFit Reykjavíkur hvetur alla til að mæta hverju augnabliki með jákvæðu hugarfari. CrossFit Reykjavík var stofnað í árslok 2009 í 27 fm bílskúr í Mosfellsbæ. Mikil bylting hefur orðið í þekkingu á CrossFit á Íslandi og ötulum iðkendum fjölgar stöðugt. Árið 2010 var stöðin því stækkuð og flutt um set. Framkvæmdastjóri

Hættu

Ég hef ekki tíma. Hvað hefur þú oft notað þessa afsökun? Ég hef notað hana alltof oft. En ég er að bæta mig, forgangsraða tíma mínum betur. Til þess að gera hluti sem gefa manni orku, þarf maður að taka aðra hluti út í staðinn. Annars lendir maður í vítahring tímastjórnunar­brjálæðis, svefnleysis og stress. Þegar […]

Þjóðarsáttmáli um læsi

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undirrituðu á dögunum Þjóðarsáttmála um læsi. Undirritunin, sem fór fram á Gljúfrasteini, skuldbindur ríkið og sveitarfélagið til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi. Markmiðið er að öll börn sem hafa til þess getu, lesi sér til gagns […]

Nýtt bifreiðaverkstæði við Völuteig

Örn Þórisson Kjærnested opnaði nýverið Bifreiðaverkstæði Össa að Völuteig 27, þar sem hann býður upp á allar almennar bílaviðgerðir. „Ég opnaði verkstæðið í sumar, þetta fer vel af stað hjá mér og verkefnin og kúnnahópurinn fjölbreyttur og skemmtilegur,“ segir Össi. „Þegar kom að því að fara í framhaldsskóla þá varð Borgarholtsskóli fyrir valinu. Ég skráði […]

Fjölnota innkaupapoki á hvert heimili

Bæjarráð hefur samþykkt að verða við erindi Heilsuvinjar Mosfellsbæjar um framleiðslu og dreifingu fjölnota innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ. Ákveðið hefur verið að pokunum verði dreift helgina eftir dag íslenskrar náttúru þann 16. september næstkomandi. Með pokunum fara heilsueflandi skilaboð frá Landlæknisembættinu sem