Entries by mosfellingur

Fyrsti Mosfellingur ársins

Þann 4. janúar kl. 18:58 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2016. Það var stúlka sem mældist 14 merkur og 52 cm. Foreldrar hennar eru þau Lovísa Rut Jónsdóttir og Björn Ingi Ragnarsson. Stúlkan er þriðja barn þeirra Lottu og Binga en fyrir eiga þau drengina Ragnar Inga 8 ára og Arnór Logi 5 ára. Fjölskyldan býr […]

Íþróttamenn Aftureldingar

Telma Rut Frímannsdóttir karatekona og Pétur Júníusson handknattleiksmaður hafa verið valin íþróttakarl og kona Aftureldingar 2015. Aðalstjórn félagsins stendur fyrir valinu og var hún einhuga í vali sínu. Úrslitin voru kunngjörð á þorrablóti Aftureldingar um síðustu helgi. Eftirfarandi tilnefningar bárust frá deildum félagsins: Kristín Þóra Birgisdóttir (knattspyrnudeild), Kristinn Jens Bjartmarsson (knattspyrnudeild), Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir (handknattleiksdeild), […]

Tíðindalaust í bæjarstjórn?

Á vettvangi bæjarstjórnar og nefnda bæjarfélagsins eru teknar ákvarðanir sem hafa bein áhrif á bæjarbúa. Á flestum nefndafundum eru rædd málefni sem á einn eða annan hátt skipta bæjarbúa máli í þeirra daglega lífi. Á nefndafundum eru málin rædd og fulltrúar allra flokka sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn hafa rétt til að koma sínum skoðunum […]

Hvað er varanleg förðun?

Varanleg förðun er byltingarkennd meðferð sem felst í innsetningu lita undir yfirborð húðar til þess að skerpa línur andlits, og undirstrika náttúrulega fegurð þína. Meðferðin hefur verið notuð af mörgum þekktustu módelum, leikurum og skemmtikröftum heims til að bæta útlit þeirra. Fagurfræðilegt gildi, tímasparnaður og minni peningaeyðsla er ástæða þess að varanleg förðun er kölluð […]

Traustur vinur getur gert kraftaverk

Vinátta er ekki sjálfgefin en er okkur öllum mikilvæg. Hún getur verið með ýmsu móti en þegar við ræktum vinasambönd líður okkur vel innra með okkur auk þess sem við sköpum góðar minningar sem við búum að til framtíðar. Því skulum við hlúa að og rækta sambönd við góða vini. Styrkur og hamingja Við manneskjurnar […]

Ertu fáviti?

Ertu fáviti? spurði markalaus og pirraður framherji 4. flokks Selfoss varnarmanninn son minn um síðustu helgi. Bætti svo við: Á ég að lemja þig? Minn maður bauð honum að gjöra svo vel, brosti og hélt áfram að spila leikinn. Stórkostleg viðbrögð, ég var ekki lítið ánægður með hann þegar hann sagði mér frá þessu eftir […]

Skipað í nýtt embætti Gufufélagsins

Gufufélag Mosfellsbæjar hélt að vanda aðalfund sinn á gamlársdag í gufubaðsaðstöðunni í Varmárlaug. Hæst bar á fundinum að forseti félagsins, Valur Oddsson, tilkynnti um stofnun nýs embættis innan stjórnar; heilbrigðisfulltrúa. Forseti skipaði Guðbjörn Sigvaldason umsvifalaust í embættið. Um leið veitti forseti, undir öruggri handleiðslu formanns orðunefndar, Ólafs Sigurðssonar, Guðbirni heiðurskross Fálkaorðu Gufufélagsins fyrir að hafa […]

Alvarleg réttindabrot framin á hverjum degi

Birgir Grímsson iðnhönnuður og eigandi V6 Sprotahúss er formaður félags um foreldrajafnrétti. Birgir hefur lengi barist fyrir réttindum skilnaðarbarna eftir að hafa kynnst því af eigin raun eftir skilnað hve staða þeirra er bágborin. Hann hefur ríka réttlætiskennd og hefur mikla þörf fyrir að bæta það sem er brotið í samfélaginu. Birgir tók við formannsstöðu félags […]

14 stúdentar brautskráðir frá FMOS

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram við hátíðlega athöfn í sal skólans föstudaginn 18. desember. Jón Eggert Bragason skólameistari útskrifaði 14 stúdenta. Efri röð: Þorgeir Leó Gunnarsson, Guðjón Leó Guðmundsson, Friðgeir Óli Guðnason, Geir Ulrich Skaftason, Örn Bjartmars Ólafsson, Pétur Karl Einarsson, Óskar Þór Guðjónsson Neðri röð: Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Sesselja Líf Valgeirsdóttir, Guðlaug Harpa […]

Uppbygging í miðbæ Mosfellsbæjar

Uppbygging í miðbæ Mosfellsbæjar er að hefjast af fullum krafti. Auglýstar hafa verið lóðir fyrir fjölbýli við Þverholt og svo núna síðast við Bjarkarholt og Háholt. Í Þverholti stendur til að byggja 30 leiguíbúðir í bland við 12 íbúðir á almennum sölumarkaði. Til úthlutunar eru lóðir við Bjarkarholt og Háholt þar sem áætlað er að […]

Þorrablót Aftureldingar fer fram 23. janúar

Undirbúningur árlegs þorrablóts Aftureldingar stendur nú sem hæst, en það fer fram í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 23. janúar. Miðasala er þegar hafin á Hvíta Riddaranum, en borðapantanir fara fram fimmtudaginn 14. janúar kl. 19:30 – 20:30, einnig á Hvíta Riddaranum. „Undanfarin tvö ár hefur verið uppselt hjá okkur og í ár ætlum við að […]

Sigrún valin Mosfellingur ársins

Sigrún Þ. Geirsdótti hefur verið valin Mosfellingur ársins 2015. Bæjarblaðið Mosfellingur stendur fyrir valinu en Sigrún er sú ellefta til að hljóta titilinn. Sigrún vann það þrekvirki á árinu 2015 að synda fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið. Sigrún sem hefur stundað sjósund undanfarin ár og hafði áður synt boðsund í tvígang yfir Ermarsundið sem varð […]

Farið fram á prestskosningu

Sr. Skírnir Garðarsson hefur látið af störfum í Lágafellssókn en hann hefur starfað við hlið Ragnheiðar Jónsdóttur sóknarprests síðastliðin tæp sjö ár. Staða prests í Mosfellsprestakalli er því laus til umsóknar og ljóst þykir að brauðið verði eftirsóknarvert. Talsvert hefur verið fjallað um málefni sóknarinnar á síðustu vikum en bæði Skírnir og Ragnheiður hafa verið […]

Mosfellingar velji sér prest

Nú í byrjun árs liggur fyrir að auglýst verði staða prests við Mosfellsprestakall. Samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta velur valnefnd prest nema óskað sé eftir almennri kosningu í prestakallinu. Það vill brenna við að þeir umsækjendur sem lengst hafa þjónað sem prestar fái auglýstar stöður, burt séð frá því hversu vel þeir þekkja […]

Um áramót

Kæru Mosfellingar! Um áramót er venja að líta yfir farinn veg, rifja upp og meta hvernig liðið ár hefur gengið og ekki síður velta fyrir sér hvað bíður okkar á nýju ári. Í heildina litið má segja að árið 2015 hafi verið gott ár. Hagsæld hefur aukist, kjör batnað og uppgangur er í þjóðfélaginu um […]