Knattspyrnufélagið Álafoss stofnað

alafoss_fotbolti

Á dögunum stofnuðu nokkrir galvaskir Mosfellingar nýtt knattspyrnulið sem taka mun þátt í 4. deildinni í sumar. Flestir hafa komið við sögu í yngriflokkastarfi Aftureldingar. „Stanslausar vinsældir móður allra íþrótta hafa valdið því að fjölgun þeirra sem stunda fótbolta í Mosfellsbæ er slíkur að færri komast að en vilja í meistaraflokksliðum Aftureldingar og Hvíta riddarans.“ Þetta segir Patrekur Helgason formaður hins nýstofnaða félags. „Þá var ekki nema eitt til ráða, stofna nýtt lið og skrá það til leiks. Fyrir ofan má sjá merki félagsins og hóp félaga að lokinni erfiðri æfingu.