Entries by mosfellingur

Ef svarið er nei, reynir barnið bara aftur

Mörg þeirra vandamála sem uppaldendur standa frammi fyrir er hægt að koma í veg fyrir með nokkrum grundvallar atriðum uppeldis. Fyrir börn merkir nei ekki nei heldur aðeins „reyndu betur“. Flestir uppalendur þekkja það þegar barnið fær neitun við því sem það biður um að það fer til annars fullorðins á svæðinu og reynir þar […]

Metal-tónlistarhátíð í Hlégarði um helgina

Dagana 13.-15. júní fer fram metal-tónlistahátíðin Ascension MMXIX í Hlégarði í Mosfellsbæ. Á hátíðinni munu koma fram um 30 hljómsveitir, bæði erlendar og innlendar. Það eru Mosfellingarnir Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir og Stephen Lockhart sem standa fyrir viðburðinum. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin með þessu sniði en þau hafa þrisvar áður haldið […]

Framkvæmdum við gervigrarsvöll lokið

Í ár spila bæði meistaraflokkur kvenna og karla Aftureldingar í Inkasso-deildinni í knattspyrnu og því reyndist nauðsynlegt að hefja endurbætur á aðstöðu fyrir áhorfendur við gervigrasvöllinn að Varmá. Allir heimaleikir fara fram á þeim velli á yfirstandandi leiktímabili samkvæmt ósk knattspyrnudeildarinnar Alfarið hefur verið unnið eftir þeim kröfum sem KSÍ setur í þessum efnum og […]

Ómar hlaut heiðursverðlaun foreldrafélags Varmárskóla

Á 40 ára afmælishátíð skólakórs Varmárskóla veitti foreldrafélag Varmárskóla Guðmundi Ómari Óskarsyni kórstjóra og tónmenntakennara sérstök heiðursverðlaun fyrir ötult og óeigingjarnt starf við tónlistarkennslu og eflingu tónlistar í skólastarfinu. Órjúfanlegur hluti af skólastarfinu Guðmundur Ómar eða Ómar eins og flestir kalla hann hóf störf sem tónmenntarkennari við Varmárskóla árið 1979 og sama ár hófst reglubundið […]

Úthlutað í annað sinn úr Samfélags­sjóði KKÞ

Laugardaginn 18. maí fór fram önnur úthlutun úr samfélagssjóði KKÞ og var alls úthlutað tæpum 17 milljónum. Sjóðurinn var stofnaður eftir félagsslit Kaupfélags Kjalarnesþings og er stofnfé sjóðsins 50 milljónir. Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjámunum til æskulýðs- og menningarmála, góðgerðar- og líknarmála og annarrar starfsemi til almenningsheilla á fyrrum félagssvæði KKÞ sem nær yfir […]

Alltaf dreymt um að kynnast ólíkum menningarheimum

Mosfellingarnir Ása María Ásgeirsdóttir og Agnes Heiður Gunnarsdóttir eru komnar heim úr mikilli ævintýraferð. Þær deila hér með okkur ferðasögu af ævintýrum þeirra. Fjórtán flugum, þremur næturlestum og óteljandi rútum síðar eru við reynslunni ríkari eftir þriggja mánaða ferðalag um heiminn. Síðan við munum eftir okkur hefur okkur alltaf langað til þess að ferðast um […]

Það er margt sem þarf að breytast

Það eru fáir sem hafa staðið jafn lengi í baráttu fyrir heimilin í landinu og Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir. Hann gekk til liðs við Hagsmunasamtök heimilanna eftir stofnun þeirra árið 2009 og hefur verið einn af forsvarsmönnum samtakanna síðan. Sú barátta sem hefur staðið þar hæst er að farið sé eftir lögum í landinu og […]

Með sól í hjarta…

Vorið er skemmtilegur árstími enda dásamlegt að sjá dagana lengjast, trén laufgast, grasið grænka, unga klekjast úr eggjum og svo mætti lengi telja. Það lifnar yfir öllu og nú er um að gera að hlaða sig orku og jákvæðni fyrir sumarið. Hjólað í vinnuna Nú er tæp vika eftir af lýðheilsuverkefninu Hjólað í vinnuna sem […]

Kosið milli 30 hugmynda í Okkar Mosó

Nú er rafræn kosning hafin í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2019 þar sem íbúum Mosfellsbæjar gefst kostur á að kjósa um verkefni til framkvæmda. Um er að ræða forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Alls bárust 113 fjölbreyttar tillögur að verkefnum í hugmyndasöfnuninni. Hugmyndirnar voru metnar af sérfræðingum á umhverfissviði Mosfellsbæjar […]

Okkar Mosó 2019!

Kæru Mosfellingar. Íbúalýðræði er eitt af stefnumálum Vina Mosfellsbæjar því við vitum að íbúarnir eru sérfræðingar í nærumhverfinu. Það gleður okkur því að samráðsverkefnið Okkar Mosó 2019 var sett af stað eftir góðan árangur sem varð af verkefninu Okkar Mosó 2017, en þá var kosið á milli 25 hugmynda og komust tíu hugmyndir til framkvæmda. […]

Myndavélar við helstu aðkomuleiðir

Undirritað hefur verið samkomulag milli Mosfellsbæjar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínunnar um kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í Mosfellsbæ. Öryggismyndavélakerfið þjónar eingöngu þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila og fer um notkun þess og aðgang að gögnum úr kerfinu samkvæmt reglum lögreglu og Persónuverndar. Ólík hlutverk samningsaðila Mosfellsbær kaupir öryggismyndavélar til uppsetningar í Mosfellsbæ, sér […]

Uppbygging og viðhald að Varmá

Afturelding, íþróttafélag allra Mosfellinga, heldur upp á 110 ára afmæli um þessar mundir. Það er óhætt að segja að afmælisbarnið beri aldurinn vel, mikill kraftur og eldmóður einkennir starfið innan félagsins og þannig hefur það verið alla tíð. Með ört stækkandi Mosfellsbæ og fjölgun bæjarbúa fjölgar iðkendum og er það mjög jákvæð þróun í því […]

Mosó eða Cagliari?

Eitt af því sem ég spái mikið í þegar ég ferðast er umhverfið. Hvernig umhverfi bæjar- eða sveitarfélagið sem ég er staddur í býður íbúum sínum upp á. Sum sveitarfélög eru þannig að mann langar lítið að koma þangað aftur. Önnur heilla mann strax. Núna er ég staddur í Cagliari á Sardiníu. Hér er margt […]

Árbók FÍ fjallar um Mosfellsheiði

Hátt í öld hafa Árbækur Ferðafélags Íslands átt samleið með þjóðinni, sú nýjasta var að koma út og að þessu sinni er viðfangsefnið Mosfellsheiði – Landslag – leiðir og saga. Höfundarnir eru þrír: Bjarki Bjarnason, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Jón Svanþórsson. „Við höfum unnið að verkinu í nokkur ár, þetta hefur verið einstaklega ánægjulegt samstarf,“ segir […]

Skipuleggja Fjölmenningarhátíð í Kjarnanum 11. maí

Ákveðið hefur verið að fagna fjölmenningu í Mosfellsbæ laugardaginn 11. maí í Kjarna. Fjölmenningarhátíðin stendur frá kl. 13 til 15. Innflytjendum í Mosfellsbæ hefur fjölgað mjög mikið og eru nú um 8% íbúa í bæjarfélaginu. Að hátíðinni standa Bókasafnið og Rauði krossinn í Mosfellsbæ. „Þetta er frábært tækifæri til að kynnast annarri menningu og eiga […]