Entries by mosfellingur

Carpet í endurnýjun lífdaga

Snemma á tíunda áratug síðustu aldar stofnuðu fjórir ungir piltar hljómsveit í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Það er svo sem ekki í frásögur færandi. Þetta voru þeir Hallgrímur Jón Hallgrímsson (trommur), Eyþór Skúli Jóhannesson (gítar), Arnar Ingi Hreiðarsson (bassi) og Jón Þór Birgisson (gítar, söngur). Jón Þór yfirgaf hljómsveitina 1994 til að stofna aðra hljómsveit. Kristófer Jensson […]

Verslunin Coral.is opnar í Kjarna

Verslunin Coral.is opnaði nýverið í Kjarnanum þar sem Dýralæknirinn var áður til húsa. Verslunin hefur verið starfrækt síðan 2012 en aðallega sem netverslun. „Ég hef verið eigandi Coral.is síðastliðið ár og hef eingöngu rekið búðina á netinu. Það hefur gengið rosalega vel en til að geta veitt viðskiptavinum betri þjónustu og í framtíðinni aukið vöruvalið […]

Bílarnir hafa breyst til hins betra

Bernhard Linn eða Benni eins og hann er ávallt kallaður er með bíladellu á háu stigi og hefur ekið bílum svo lengi sem hann man eftir sér. Hann ætlaði sér alltaf að verða bifvélavirki en fann fljótt út að það heillaði hann meira að sitja undir stýri og starfa sem atvinnubílstjóri. Benni hefur átt hátt […]

Ný heilsugæsla í Sunnukrika

Heilsugæsla Mosfellsumdæmis og Sunnubær ehf. hafa skrifað undir samning um nýja heilsugæslustöð í Mosfellsbæ. Hún mun rísa í Sunnukrika neðst í Krikahverfi og munu framkvæmdir hefjast á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tilbúið í lok ársins 2020. Þar verður einnig gert ráð fyrir apóteki og annarri heilsutengdri starfsemi. „Það eru bjartari […]

Endurbætur á Varmárskóla ganga samkvæmt áætlun

Nú standa yfir endurbætur á húsnæði Varmárskóla og hafa þær gengið vel að sögn Hallgríms Skúla Hallgrímssonar hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar sem annast verkefnisstjórn endurbótanna. Endurbæturnar eru samstarfsverkefni margra aðila en leiddar af umhverfissviði Mosfellsbæjar með ráðgjöf frá verkfræðistofunni EFLU. Endurbæturnar byggjast annars vegar á úttekt verkfræðistofunnar Verksýnar og hins vegar ábendingum sem komu fram í […]

Breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi – Stórir bílar?

Framboð Vina Mosfellsbæjar lagði á það áherslu í stefnu sinni fyrir kosningarnar 2018 að stemma ætti stigu við sífelldum deiliskipulagsbreytingum og að rök fyrir þeim breytingum sem fallist væri á ættu að vera í almannaþágu og til bóta fyrir heildina jafnt og umsækjendur breytinganna. Á 487. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 31.05.2019 var fyrsta mál á […]

Jafnrétti í íþróttum

Það sem veðrið er búið að leika við okkur hérna megin landsins í byrjun sumars, þetta er bara dásamlegt. Við fjölskyldan erum til dæmis búin að fara á tvö stór fótboltamót í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki og það hefur varla rignt, þetta gerir allt svo miklu betra og auðveldara. Ég er mjög upprifin yfir þessum […]

Íþróttaþorpið

Ég hitti Yuri Marcialis í Cagliari á Sardiníu í síðasta mánuði. Hann var í forsvari fyrir nokkrum árum fyrir spennandi verkefni í borginni. Það kallast „Íþróttaþorpið“ og er hluti af mikilli heilsueflingu og íþróttaeflingu sem átt hefur sér stað í borginni síðustu ár. Það snýst um byggja upp svæði þar sem almenningur og atvinnumenn geta […]

Hlégarður menningar­miðstöð Mosfellsbæjar

Á 8. fundi menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar 21. maí sl. lagði undirrituð áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar í Menningar- og nýsköpunarnefnd fram tillögu undir heitinu „Stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ“. Tillagan var svohljóðandi: Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að hluti af endurskoðun menningarstefnu fyrir Mosfellsbæ verði stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ þar sem horft […]

Róbert Orri skrifar undir nýjan samning

Róbert Orri Þorkelsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Hinn 17 ára gamli Róbert Orri hefur alist upp allan sinn fótboltaferil hjá Aftureldingu og verið fastamaður á miðjunni hjá meistaraflokki undanfarin tvö keppnistímabil. Í fyrra hjálpaði hann Aftureldingu að vinna 2. deildina og í ár hefur hann leikið vel […]

Króatísk landsliðskona til liðs við Aftureldingu

Króatíska landsliðskonan Ana María Gugic er gengin til liðs við Aftureldingu. Ana María er örvhent skytta sem spilaði síðasta tímabil með Octeville í Frakklandi og þar á undan með Gjerpen í Noregi. Handknattleiksdeild Aftureldingar er gríðarlega ánægð með komu Önu og býður hana hjartanlega velkomna. Ana María er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við […]

Öll blöð Mosfellings frá árinu 2002 aðgengileg á timarit.is

Bæjarblaðið Mosfellingur hefur verið gefið út frá árinu 2002. Nú eru öll tölublöð frá upphafi aðgengileg á timarit.is en það er Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sem rekur vefinn. Mosfellingur gerði samning við Landsbókasafnið í vetur um varðveislu alls efnis á timarit.is og hefur sú vinna staðið yfir ásamt skönnun á elstu tölublöðunum. Nú eru hátt […]

Ljósleiðaranum fagnað í Kjósinni

Kjósverjar, jafnt íbúar sem sumarhúsaeigendur, fögnuðu í blíðviðrinu á uppstigningardag að vera komnir með ljósleiðara í sveitina. Við það tæki­færi kynntu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in Hringdu, Sím­inn og Voda­fo­ne íbú­um til­boð í þjón­ustu. Mikill kraftur er í Kjósinni en einungis eru þrjú ár síðan tekin var fyrsta skóflu­stungan að stöðvarhúsi nýrrar hitaveitu. Samhliða lagningu hitaveitunnar voru sett ídráttarrör […]

Kristín Einarsdóttir hlýtur Gulrótina

Heilsudagurinn í Mosfellsbæ var haldinn 27. maí. Dagurinn hófst með morgungöngu og endaði með málþingi í Listasalnum. Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður hélt fyrirlestur og Gulrótin var afhent. Gulrótin er lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar. Það eru Heilsuvin og Mosfellsbær sem […]

Það er best að búa í Mosó

Svanþór Einarsson, eða Svanni eins og hann er ávallt kallaður, hefur starfað í sínum heimabæ nánast alla sína tíð og segir það mikil forréttindi. Hann byrjaði ungur í bókbandi hjá föður sínum en keypti síðan veitingastaðinn Pizzabæ þegar hann var á nítjánda ári. Eftir að hafa selt sjóðheitar pizzur í ellefu ár breytti hann um […]