Uppbygging Blikastaðalands
Bæjarráð hefur tekið fyrir ósk Landeyjar um að hefja vinnu með Mosfellsbæ um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Bæjarstjóra var í kjölfarið falið að bjóða forsvarsmönnum Landeyjar á sameiginlegan fund bæjarstjórnar og skipulagsnefndar þar sem fyrirhuguð uppbyggingaráform á Blikastaðalandi yrðu kynnt nánar. Fyrstu hugmyndir kynntar Kynningarfundur fór fram í byrjun maí þar sem fulltrúar […]
