Entries by mosfellingur

Mikið áunnist í fræðslumálum

Fræðslumál eru stærsti málaflokkur sveitarfélagsins okkar en árlega fara um 60% af rekstrarkostnaði Mosfellsbæjar í málaflokkinn. Á þessu kjörtímabili sem nú er að líða hefur mikil áhersla verið lögð á skólamálin og þrátt fyrir að kórónuveiran hafi lagst þungt á sveitarfélögin hefur þjónustan verið aukin í Mosfellsbæ. Ástæðan er að hér hefur verið haldið vel […]

Jana gefur kost á sér í 2. sæti

Jana Katrín Knútsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri sem fer fram 5. febrúar nk. Jana er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Jana hefur starfað innan heilbrigðis­kerfisins í um 13 ár og þar af 8 ár á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Í […]

Rúnar Bragi sækist eftir 3. sæti

Rúnar Bragi Guðlaugsson bæjarfulltrúi óskar eftir áframhaldandi stuðningi á lista Sjálfstæðismanna í prófkjöri sem fer fram 5. febrúar 2022 fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Hef ég mikinn áhuga og metnað á að starfa áfram að sveitarstjórnar­málum og fylgja eftir þeim fjöl­mörgu góðu málum sem hafa áunnist á þessu kjörtímabili. Ég tel að kraftar mínir og reynsla geti […]

Súrefni

Ég var úti í morgun með æfingahópnum. Við tökum daginn snemma tvisvar í viku og æfum úti, sama hvernig viðrar. Mér líður vel þegar ég æfi, bæði sjálfur og með öðrum og hvort sem ég er inni eða úti. Þessi tilfinning að hreyfa sig, liðka og styrkja er svo öflug, bæði fyrir líkama og sál. […]

Ásgeir býður sig fram í 1. sæti

Ásgeir Sveinsson formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem verður haldið 5. febrúar næstkomandi. „Það gengur vel í Mosfellsbæ,“ segir Ásgeir. „Ánægja íbúa mælist mikil og ég hef sinnt mörgum skemmtilegum og krefjandi störfum í farsælum og sterkum meirihluta D- og V-lista á því kjörtímabili sem nú er […]

Kristín Ýr býður sig fram í 3.-4. sæti

Kristín Ýr Pálmarsdóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fram fer 5. febrúar 2022. „Ég er mikill Mosfellingur og hef ég alið upp börnin mín hér með manninum mínum honum Jónasi. Ég er lífsglöð og umhyggjusöm kona og vinir mínir segja að ég sé dugleg, traust og bjartsýn. Mér þykir mjög vænt um […]

Skólaþing Mosfellsbæjar

Mosfellsbær bauð til skólaþings á dögunum til að endurskoða skólastefnu Mosfellsbæjar. Væntanlega til að bæta brag og gefa þeim sem veita og nýta þjónustuna tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Frábært framtak. Ég ákvað að skella mér, svona bara til þess að breyta heiminum. Þetta var vel skipulagt, búið að raða foreldrum í […]

Hættir sem bæjarstjóri í vor

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn við bæjarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða í maí á næsta ári.  Þetta tilkynnti Haraldur á fjölmennum fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðsfélaganna í Mosfellsbæ í gærkvöldi.  Haraldur er oddviti Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ og hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2007, setið í […]

Afturelding sér um dreifingu Mosfellings

Mosfellingur og ungmennafélagið Afturelding hafa gert með sér samning um dreifingu bæjarblaðsins. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti og er dreift frítt í hús í Mosfellsbæ. Íslandspóstur hefur séð um dreifingu blaðsins í fjöldamörg ár en ákvað að hætta að dreifa ónafngreindum fjölpósti á síðasta ári í sparnaðarskyni. „Þá voru góð ráð […]

Úr Lágafellsskóla í bandaríska flugherinn

Bræðurnir Gunnlaugur Geir Júlíusson 30 ára og Hilmar Þór Björnsson 23 ára sem báðir eru Mosfellingar og gengu í Lágafellsskóla, hafa báðir gegnt herskyldu í bandaríska flughernum. „Afi okkar í móðurætt var bandarískur hermaður en amma okkar var íslensk, þess vegna erum við með tvöfalt ríkisfang. Mamma okkar, Natacha Durham, er að mestu leyti alin […]

Mosfellskt hugvit sem nær í kringum hnöttinn

Bjarki Elías Bjarkar Kristjánsson gekk til liðs við Controlant með hugbúnað sinn sem nýttur er af stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi. Bjarki Elías hefur starfað lengi í tæknigeiranum. Í dag leiðir hann ásamt öðrum samfélagslegt og mikilvægt verkefni hjá Controlant sem snýr að rauntímavöktun á flutningi Pfizer bóluefnisins á heimsvísu. Bjarki hóf störf þar fyrir um […]

Ull er gull! – Ístex 30 ára

Stórafmæli Ístex (Íslenskur textíliðnaður) var fagnað að Völuteigi föstudaginn 15. október. Íslenskur lopi er gífurlega vinsæll um þessar mundir og hefur spunaverksmiðjan í Mosfellsbæ ekki undan að framleiða. Myndast hafa biðlistar eftir vörum úr ullarbænum Mosfellsbæ.  Íslenskur textíliðnaður hf. (Ístex hf.) var stofnað 15. október 1991 og á því 30 ára afmæli um þessar mundir. […]

Fimm leiðir í átt að vellíðan!

Langt síðan síðast, Berta hér að skrifa. Það er frábært að sjá hvað Mosfellingar eru duglegir að hreyfa sig. Þar sem ég brenn fyrir því að miðla því hvað veitir okkur vellíðan þá langaði mig að deila með ykkur fimm leiðum sem eru byggðar á rannsóknum í átt að aukinni vellíðan. Eflaust vita margir af […]

KR

KR hefur ekki verið mitt uppáhaldsíþróttafélag í gegnum tíðina. Það eru ýmsar og misgáfulegar ástæður fyrir því. En ég þekki marga ljómandi fína KR-inga, jú víst, þeir eru til og ég held að það sé mjög gaman að vera KR-ingur. Einfaldlega af því að það eru svo margir sem líta á þá sem andstæðinga númer […]

Menntastefna Mosfellsbæjar í mótun

Bærinn stækkar og börnum fjölgar. Umhyggja og vellíðan eru orð sem heyrðust á skólaþinginu sem haldið var í Helgafellsskóla þann 11. október síðastliðinn. Þar sátu fulltrúar foreldra og lögðu fram sínar hugmyndir í vinnu við endurskoðaða menntastefnu Mosfellsbæjar. Fyrr þennan sama dag höfðu nemendur og kennarar sagt sínar skoðanir og lagt sitt af mörkum við […]