Entries by mosfellingur

Ný bók og útgáfuboð í Hlégarði

Ingibjörg Valsdóttir gaf nýverið út sína þriðju barnabók, Að breyta heiminum. Lilja Cardew er höfundur teikninga og er bókin gefin út af Bókabeitunni. Áður hefur hún skrifað tvær bækur um þau Pétur og Höllu við hliðina; Fjöruferðin og Útilegan. Ingibjörg er uppalin í Mosfellsbæ og hefur búið hér frá unga aldri. Sagan rúllaði áfram „Það […]

Handverkstæðið Ásgarður hélt 30 ára afmælisveislu

Laugardaginn 30. september bauð Ásgarður til mikillar afmælisveislu í Hlégarði í tilefni 30 ára afmælis handverk­stæðisins. Ásgarður var stofnaður árið 1993 og hefur starfrækt verkstæði í Álafosskvos í Mosfellsbæ síðan 2003. Ásgarður er sjálfseignarstofnun þar sem 33 þroskahamlaðir einstaklingar starfa ásamt leiðbeinendum. Frá upphafi hafa starfsmenn lagt áherslu á að hanna og þróa einföld, sterk […]

Aukin tíðni sorphirðu

Skrif­að hefur verið und­ir við­auka við verk­samn­ing um sorp­hirðu við Ís­lenska gáma­fé­lag­ið. Nýtt úr­gangs­flokk­un­ar­kerfi hef­ur nú ver­ið til reynslu síð­ast­liðna fjóra mán­uði og hef­ur ár­ang­ur­inn ver­ið fram­ar von­um sem skil­ar sér í hreinni úr­gangs­straum­um til Sorpu og skil­virk­ari end­ur­vinnslu. Ákveð­ið var á fundi bæj­ar­stjórn­ar 27. sept­em­ber að sam­þykkja við­auka við verk­samn­ing um sorp­hirðu með auk­inni […]

Ábyrgð og atburðir

Ég veit ekki hvort það er bara ég, en þegar eitthvað gerist sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina, þá leitar stundum á mig sú hugsun hvort það skipti einhverju máli í stóra samhenginu að ég passi upp á mitt persónulega heilbrigði. Hryllingurinn og stríðsástandið í Ísrael hafði þessi áhrif á mig. Fréttirnar og atburðarrásin drógu […]

Framfarir í úrgangsmálum

Hvernig við komum frá okkur sorpi snertir hvert einasta heimili og er lögbundið verkefni sveitarfélaga. Það verða því flestir varir við það þegar verða breytingar í málaflokknum. Á síðustu mánuðum hafa verið innleiddar mestu breytingar í úrgangsmálum sem orðið hafa um langa hríð á höfuðborgarsvæðinu. Aukin flokkun sorps frá heimilum er stórt verkefni sem hefur, […]

Atvinnustefna Mosfellsbæjar

Nú á dögunum staðfesti bæjarstjórn Mosfellsbæjar atvinnustefnu fyrir sveitarfélagið, þótti starfandi meirihluta tímabært að mörkuð yrði skýr stefna í þeim málaflokki. Mikil samstaða var um að farið yrði af stað í stefnumótunarvinnu í kjölfar síðustu kosninga og greinilegt að þörf var á skerpingu í atvinnumálum. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar leiddi stefnumótunarvinnuna sem hófst í byrjun […]

Látum verkin tala

Verkefni bæjarstjórnar eru af ýmsum toga. Úrlausnarefnin misstór og mikilvægi þeirra að sjálfsögðu mismunandi í augum einstakra bæjarbúa. Öll verkefni sem upp koma þarf að skoða og meta frá öllum hliðum, í samhengi við fjárhagslega hagsmuni bæjarsjóðs, með tilliti til lagaumhverfis sveitarfélaga og út frá pólitískri sýn meirihlutans, þ.e. hverju við viljum áorka í okkar […]

Mosó 2041 – Smásaga

Árið er 2041 og Palli er ný orðinn 18 ára en hann fæddist á því herrans ári 2023. Þá var Mosó allt öðruvísi en hún er í dag og margt tekið miklum breytingum frá því að hann fæddist. Núna býr hann í fallegri blokk í Blikastaðahverfi sem er nálægt stoppistöð borgarlínu sem nær niður að […]

Snyrtistofan BeautyStar opnar í Sunnukrika

Snyrtistofan BeautyStar opnaði með pomp og prakt á bæjarhátíðinni Í túninu heima en stofan er staðsett í Sunnukrika 3, fyrir aftan Apótekarann. Það er snyrtifræðingurinn Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir sem er eigandi stofunnar en þess má geta að Ágústa er að láta áratugagamlan draum rætast. „Ég hef starfað í faginu í rúm 20 ár og alltaf […]

Persónuupplýsingar í dreifingu

Kennarinn sem átti hlut að máli þegar persónuupplýsingar um nemendur Lágafellsskóla fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum er farinn í leyfi frá kennslu. Skólayfirvöld líta málið alvarlegum augum og það er til skoðunar hjá Persónuvernd. Upplýsingarnar komust í hendur nemanda þegar hann fékk lánaða stílabók til að skrifa í hjá kennara sínum. Í bókinni, sem kennarinn […]

Vellíðan á líkama og sál helst í hendur

Guðrún Ásta Húnfjörð heilsunuddari og snyrtifræðingur sá tækifæri til að breyta um stefnu í lífinu. Guðrún Ásta stofnaði Dharma nudd- og snyrtistofu árið 2020. Þar hefur henni tekist að skapa hlýlegt og notalegt andrúmsloft þar sem áhersla er lögð á slökun og vellíðan. Guðrún býður einnig upp á kennslu í nuddi ásamt því að vera […]

Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2023

Á sér­stakri há­tíð­ar­dag­skrá í lok bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima var hljóm­sveit­in Gildr­an út­nefnd bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2023. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar sér um val bæj­arlista­manns ár hvert og veitti Hrafn­hild­ur Gísla­dótt­ir formað­ur nefnd­ar­inn­ar hljóm­sveit­inni Gildrunni verð­launa­grip eft­ir lista­kon­una Ingu El­ínu ásamt við­ur­kenn­ing­ar­fé sem fylg­ir nafn­bót­inni. Sveit­in er skip­uð þeim Þór­halli Árna­syni, Karli Tóm­as­syni, Birgi Har­alds­syni […]

Hvert næst?

Við fórum 14 saman úr Kettlebells Iceland æfingahópnum til Austurríkis um síðustu helgi til að taka þátt í Spartan Race þrautahlaupi. Kaprun þrautahlaupið þykir með þeim erfiðari en það fer að mestu fram í háum skíðabrekkum og hækkunin mikil. Þrautirnar eru fjölbreyttar og flestar krefjandi. Þetta var frábær ferð, allir kláruðu sín hlaup með stæl […]

Nýr kórstjóri Karla­kórs Kjalnesinga

Lára Hrönn Pétursdóttir hefur verið ráðin kórstjóri hjá Karlakór Kjalnesinga en hún tekur við keflinu af Þórði Sigurðarsyni sem lætur af störfum vegna flutninga út á land. Lára hefur víðtæka reynslu úr tónlistarlífinu, hefur komið að stjórnun barnakóra og sönghópa, hún þekkir aðeins til starfsins hjá Karlakór Kjalnesinga en hún hefur komið fram með kórnum […]

Hjálmurinn bjargaði miklu

Rúnar Óli Grétarsson, 15 ára Mosfellingur, lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi þann 15. ágúst í Álafosskvosinni. Rúnar Óli var á leið heim úr vinnu en hann hefur verið að vinna sem leiðbeinandi við skátanámskeið í sumar. Hann missir stjórn á hjólinu á mikilli ferð og stingst beint fram fyrir sig með alvarlegum afleiðingum. „Sjúkrabíllinn var fljótur […]