Frábært tímabil hjá blakstelpunum
Frábæru keppnistímabili er lokið hjá stelpunum í úrvalsdeildarliði Aftureldingar í blaki en Aftureldingarstelpur eru þrefaldir meistarar og unnu alla titla sem í boði voru. Veturinn hefur verið langur en auk þess að taka þátt í mótum á Íslandi, tók liðið þátt í riðlakeppni NEVZA (Norður-Evrópukeppni félagsliða) en leikið var í Bröndby í Danmörku í nóvember. […]
