Kvennahlaupið í Mosó á laugardaginn

kvennahlaup

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í Mosfellsbæ laugardaginn 4. júní. Hlaupið hefst kl. 11 á frjáls­íþróttavellinum að Varmá og hefst skráning kl. 10. Nú verður boðið upp á nýja vegalengd, 900 m, sem hlaupin eða gengin er í kringum íþróttavöllinn. Hinar vegalengdirnar sem í boði eru, eru 3, 5 og 7 km. Mikil þátttaka hefur verið í hlaupinu í Mosfellsbæ undanfarin ár og mikil stemning hefur skapast í kringum þennan árlega viðburð. Fimmtudaginn 2. júní er boðið upp á kvennahlaup eða göngu á Eirhömrum. Vegalengdin er þá miðuð við getu hvers og eins og hefst kl. 14.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2016
Frjálsíþróttavöllurinn að Varmá laugardaginn 4. júní klukkan 11.00

• Skráning / bolasala hefst klukkan 10:00 við Varmá.
• Söngkonan María Ólafs tekur nokkur lög kl. 10:30
• Upphitun kl. 10:45 • Hlaupið hefst kl. 11:00.
• 1.000 krónur fyrir 12 ára og yngri en 2.000 krónur fyrir eldri en 12 ára.
• Forsala er hafin í World Class í Lágafellslaug og Egilshöll.
• Mosfellsbær býður upp á andlitsmálun fyrir börnin fyrir og eftir hlaup.
• Allir þátttakendur fá bol og verðlaunapening auk þess fá langömmur rós.
• Frítt í sund að Varmá í boði Mosfellsbæjar að hlaupi loknu.
• Næg bílastæði við íþróttamiðstöðina að Varmá, Hlégarð og Brúarland.
• Mætum tímanlega • Veldu þér vegalengd og njóttu þess að hlaupa/ganga á þínum hraða í góðum félagsskap.