Entries by mosfellingur

Alltaf dreymt um að kynnast ólíkum menningarheimum

Mosfellingarnir Ása María Ásgeirsdóttir og Agnes Heiður Gunnarsdóttir eru komnar heim úr mikilli ævintýraferð. Þær deila hér með okkur ferðasögu af ævintýrum þeirra. Fjórtán flugum, þremur næturlestum og óteljandi rútum síðar eru við reynslunni ríkari eftir þriggja mánaða ferðalag um heiminn. Síðan við munum eftir okkur hefur okkur alltaf langað til þess að ferðast um […]

Það er margt sem þarf að breytast

Það eru fáir sem hafa staðið jafn lengi í baráttu fyrir heimilin í landinu og Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir. Hann gekk til liðs við Hagsmunasamtök heimilanna eftir stofnun þeirra árið 2009 og hefur verið einn af forsvarsmönnum samtakanna síðan. Sú barátta sem hefur staðið þar hæst er að farið sé eftir lögum í landinu og […]

Með sól í hjarta…

Vorið er skemmtilegur árstími enda dásamlegt að sjá dagana lengjast, trén laufgast, grasið grænka, unga klekjast úr eggjum og svo mætti lengi telja. Það lifnar yfir öllu og nú er um að gera að hlaða sig orku og jákvæðni fyrir sumarið. Hjólað í vinnuna Nú er tæp vika eftir af lýðheilsuverkefninu Hjólað í vinnuna sem […]

Kosið milli 30 hugmynda í Okkar Mosó

Nú er rafræn kosning hafin í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2019 þar sem íbúum Mosfellsbæjar gefst kostur á að kjósa um verkefni til framkvæmda. Um er að ræða forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Alls bárust 113 fjölbreyttar tillögur að verkefnum í hugmyndasöfnuninni. Hugmyndirnar voru metnar af sérfræðingum á umhverfissviði Mosfellsbæjar […]

Okkar Mosó 2019!

Kæru Mosfellingar. Íbúalýðræði er eitt af stefnumálum Vina Mosfellsbæjar því við vitum að íbúarnir eru sérfræðingar í nærumhverfinu. Það gleður okkur því að samráðsverkefnið Okkar Mosó 2019 var sett af stað eftir góðan árangur sem varð af verkefninu Okkar Mosó 2017, en þá var kosið á milli 25 hugmynda og komust tíu hugmyndir til framkvæmda. […]

Myndavélar við helstu aðkomuleiðir

Undirritað hefur verið samkomulag milli Mosfellsbæjar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínunnar um kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í Mosfellsbæ. Öryggismyndavélakerfið þjónar eingöngu þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila og fer um notkun þess og aðgang að gögnum úr kerfinu samkvæmt reglum lögreglu og Persónuverndar. Ólík hlutverk samningsaðila Mosfellsbær kaupir öryggismyndavélar til uppsetningar í Mosfellsbæ, sér […]

Uppbygging og viðhald að Varmá

Afturelding, íþróttafélag allra Mosfellinga, heldur upp á 110 ára afmæli um þessar mundir. Það er óhætt að segja að afmælisbarnið beri aldurinn vel, mikill kraftur og eldmóður einkennir starfið innan félagsins og þannig hefur það verið alla tíð. Með ört stækkandi Mosfellsbæ og fjölgun bæjarbúa fjölgar iðkendum og er það mjög jákvæð þróun í því […]

Mosó eða Cagliari?

Eitt af því sem ég spái mikið í þegar ég ferðast er umhverfið. Hvernig umhverfi bæjar- eða sveitarfélagið sem ég er staddur í býður íbúum sínum upp á. Sum sveitarfélög eru þannig að mann langar lítið að koma þangað aftur. Önnur heilla mann strax. Núna er ég staddur í Cagliari á Sardiníu. Hér er margt […]

Árbók FÍ fjallar um Mosfellsheiði

Hátt í öld hafa Árbækur Ferðafélags Íslands átt samleið með þjóðinni, sú nýjasta var að koma út og að þessu sinni er viðfangsefnið Mosfellsheiði – Landslag – leiðir og saga. Höfundarnir eru þrír: Bjarki Bjarnason, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Jón Svanþórsson. „Við höfum unnið að verkinu í nokkur ár, þetta hefur verið einstaklega ánægjulegt samstarf,“ segir […]

Skipuleggja Fjölmenningarhátíð í Kjarnanum 11. maí

Ákveðið hefur verið að fagna fjölmenningu í Mosfellsbæ laugardaginn 11. maí í Kjarna. Fjölmenningarhátíðin stendur frá kl. 13 til 15. Innflytjendum í Mosfellsbæ hefur fjölgað mjög mikið og eru nú um 8% íbúa í bæjarfélaginu. Að hátíðinni standa Bókasafnið og Rauði krossinn í Mosfellsbæ. „Þetta er frábært tækifæri til að kynnast annarri menningu og eiga […]

Við vorum örmagna á líkama og sál

Hildur Ágústsdóttir markþjálfi og Jón Finnur Oddsson flugvirki deila saman reynslu af kulnun. Kulnun er sálfræðileg lýsing á afleiðingum langvinnrar streitu. Kulnun er ekki bara tengd starfi því oft er einnig um að ræða álagsþætti heima fyrir. Helstu einkenni eru þreyta, pirringur, spenna, depurð, gleymska, og áhugaleysi. Hildur og Jón Finnur hafa bæði reynslu af […]

Skrifað undir við leikmenn í handboltanum

Meistaraflokkur karla hjá Aftureldingu heldur áfram að styrkja liðið fyrir næsta tímabil í handboltanum. „Það er mikið gleðiefni að geta tilkynnt stuðningsmönnum Aftureldingar og Mosfellingum um nýjustu fréttir í leikmannamálaum, segir Haukur Sörli Sigurvinsson formaður meistaraflokksráðs. „Tveir nýir leikmenn ganga til liðs við félagið í dag til viðbótar við Þorstein Gauta Hjálmarsson sem áður hefur […]

Mosfellsbær – heilsueflandi samfélag

Mosfellsbær býður starfsmönnum sínum að sækja fjölbreytta íþróttatíma, þeim að kostnaðarlausu. Er þetta liður í að hvetja alla starfsmenn til að hreyfa sig með reglubundnum hætti, bæta heilsufar sitt, vellíðan og hreysti. Þetta hefur mælst vel fyrir og hafa starfsmenn sótt tíma í jóga, vatnsleikfimi, Peak Pilates og nú bætast skokk- og hlaupahópar við fram […]

Endurbætur á Varmárskóla komnar í útboð

Í sumar eru fyrirhugaðar verulegar endurbætur á húsnæði Varmárskóla. Umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur óskað eftir tilboðum í viðhaldsframkvæmdir við húsnæði yngri deildar skólans. Verkefnið felur í sér endurnýjun á hluta þakefna, glugga auk múrviðgerða og málunar. Lögð verður áhersla á að vinna verkið þannig að lágmarks rask verði á skólahaldi og að því verði að mestu […]

Tökum vel á móti íþróttafólkinu okkar!

Í fjölda ára hefur íþróttafólkið okkar í Aftureldingu farið til útlanda í keppnis- og æfingaferðir. Þessar ferðir eru frábærar fyrir svo margar sakir. Í ferðunum eru krakkarnir saman nánast öllum stundum og kynnast því betur en ella. Iðkendur fá að æfa og keppa við bestu aðstæður, í góðu veðri og við nýjan andstæðing. Þetta bætir […]