Entries by mosfellingur

Gleðileg jól!

Einn Árið 2020 er senn á enda en það hefur einkennst af óvissu og stakkaskiptum í hefðbundnu lífi okkar flestra. Faraldur geisar um lönd og álfur sem á sér engin fordæmi á síðari tímum, í sérhverri viku, nánast á hverjum degi, hefur ný sviðsmynd blasað við okkur. Íslenskt samfélag hefur borið gæfu til að sýna […]

Tvöföldun aðreina inn á Vesturlandsveg

Eins og eflaust margir vegfarendur hafa tekið eftir hefur síðustu daga staðið yfir tvöföldun aðreina inn á Vesturlandsveg, annars vegar frá Þverholti og hins vegar frá Reykjavegi. Vinir Mosfellsbæjar lögðu fram tillögu í skipulagsnefnd á sínum tíma að aðreinar inn á Vesturlandsveg yrðu tvöfaldaðar samhliða breikkun vegarins frá Skarhólabraut að Langatanga. Tillagan var samþykkt og […]

Á tímum Covid-19

Á þönum? Nei, ekki beint. Þess í stað höfum við átt góðan tíma á tímum COVID-19 með börnum okkar og öðrum fjölskyldumeðlimum, átt yndislegar stundir. Nú þegar við horfum fram á að bóluefni verði vonandi komið fljótlega á árinu 2021, er mikilvægt að gleyma því ekki að við áttum dýrmætan tíma með börnum okkar og […]

Út með þig!

Ég er búinn að velta því fyrir mér síðustu daga hvað ég myndi ráðlegga fólki að gera til að halda haus og heilsu í covid, ef ég mætti bara nefna eitthvað eitt. Samvera, upphífingar, lestur, tónlistarhlustun og fleira komu upp í hugann. En ég fann svarið þegar ég í síðustu viku labbaði út á pósthús. […]

Það bera sig allir vel

Vá, þvílíkt ár þetta 2020 sem við tókum svo vel á móti. Þetta átti að vera árið og það sannarlega varð það, bara svolítið öðruvísi en við ætluðum. En 2020 fer klárlega í minningabókina yfir furðulegasta árið. Árið sem allir tóku upp kínverska siði, hættu að heilsast með handabandi og grímur urðu töff. Í upphafi […]

Nýr leikskóli byggður í Helgafellshverfi

Mosfellsbær er fjölskylduvænn bær Næsta haust verða seinni tveir áfangar Helgafellsskóla teknir í notkun og verður þá skólinn orðinn heildstæður leik– og grunnskóli. Mikil fjölgun íbúa í Mosfellsbæ síðustu ár kallar svo á áframhaldandi uppbyggingu skólamannvirkja. Tekin hefur verið ákvörðun um að hefja byggingu á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi og hefur bæjarráð falið umhverfis- og […]

Hin góða frétt!

Jólasálmur desember 2020 Enn og aftur heyrist Heims um ból, í helgri stund um jól þá lægst er sól. Um atburð þann sem þykir bera af, þá Guð oss mönnum syndir fyrirgaf. Með nýja von í hjarta heimur lifir, hin góða frétt var mannkyni til bóta. Í sínu Orði vakir Guð oss yfir, öll við […]

Hver er Mosfellingur ársins 2020?

Val á Mosfellingi ársins 2020 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í sextánda sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]

Ásgarður styrkir Fjölskylduhjálp

Starfsmenn Ásgarðs handverkstæðis langaði að styrkja fátæk börn á þessum erfiðu tímum. Þar sem Ásgarður átti enga peninga til að gefa ákváðu þeir að gera það sem þeir eru bestir í, að handsmíða 140 tréleikföng. Það gerðu þeir og komu leikföngunum til Fjölskylduhjálpar sem svo úthlutar þeim til þeirra barna sem þarfnast góðra og vandaðra […]

Verkefnið Karlar í skúrum formlega stofnað

Í byrjun þessa mánaðar var verkefnið Karlar í skúrum í Mosfellsbæ formlega stofnað sem félagsskapur með samþykkt laga fyrir félagið og kosningu stjórnar og eru stofnmeðlimir um 30 talsins. Í stjórnina voru eftirtaldir kosnir: Jón Guðmundsson formaður, Jónas Sigurðsson ritari, Ólafur Guðmundsson gjaldkeri, Finnur Guðmundsson meðstjórnandi og Gústaf Guðmundsson meðstjórnandi. Vettvangur fyrir handverk og samveru […]

Stefna að því að framleiða umhverfisvænasta malbik í heimi

Fagverk verktakar hafa tekið í notkun nýja malbikunarstöð á Esjumelum undir nafninu Malbikstöðin ehf. og er hún með afkastagetu sem samsvarar malbiksþörf höfuðborgarsvæðisins á ársgrundvelli. Heildarfjárhæð fjárfestingarinnar í malbikunarstöðinni er í kringum 2,5 milljarðar. Nýja stöðin gerir fyrirtækinu kleift að framleiða mun umhverfisvænna malbik en mögulegt hefur verið til þessa á Íslandi. Vilhjálmur Matthíasson eigandi […]

Tæknin er í stöðugri þróun

Ólafur Sigurðsson hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tækni. Hann útskrifaðist sem rafeindavirkjameistari árið 1979 og fór beint út á vinnumarkaðinn og sá m.a. um viðgerðir á ýmsum tæknibúnaði. Hann stofnaði síðar sitt eigið fyrirtæki, Varmás ehf. sem hann hefur rekið allar götur síðan. Það er óhætt að segja að það kenni ýmissa grasa […]

Rafhlaupahjólin mætt í Mosó

Mosfellingar geta nú nýtt sér umhverfisvænan samgöngumáta innanbæjar þar sem fyrirtækið Oss rafrennur ehf. hóf útleigu á rafhlaupahjólum. Innan skamms mun fyrirtækið svo bjóða íbúum að leigja rafhjól en bæði rafhlaupahjólin og rafhjólin verða á negldum dekkjum í vetur og því fyllsta öryggis gætt. Allt að 30 hjól í boði í dag Til að byrja […]

Lögreglan vonast til að búið sé að koma böndum á ástandið

Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn og færður í gæsluvarðhald í stórri aðgerð lögreglunnar í Mosfellsbæ miðvikudaginn 4. nóvember. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í tveimur húsum að undangengnum dómsúrskurði. Hald var lagt á töluvert magn af þýfi sem hefur gengið þokkalega að koma aftur í réttar hendur að sögn lögreglu. Innbrotafaraldur hafði geisað í nálægum […]

Unglingar vilja meiri tíma með foreldrum

Vinna hafin við nýja lýðheilsu- og forvarnastefnu. Samvera með foreldrum/forsjáraðilum ásamt skipulögðu íþrótta – og tómstundastarfi er samkvæmt rannsóknum talin ein besta forvörnin í lífi barna og unglinga. Staðfastir og leiðandi foreldrar eru börnum sínum fyrirmynd og barn sem elst upp við slíkt öryggi er líklegra til að velja rétt fyrir sjálft sig í lífinu. […]