Entries by mosfellingur

Óháð framboð sem býður fram í fyrsta sinn

Vinir Mosfellsbæjar er óháð framboð sem býður fram í fyrsta sinn í vor. Framboðið á sér ekki rætur í hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Framboðið sækir styrk sinn til einstaklinga úr ýmsum áttum með fjölbreytta þekkingu og bakgrunn, sem eiga það sameiginlegt að vilja efla hag bæjarins og allra íbúa hans. Áhersla lögð á góða samvinnu Heiðarleiki, […]

Hlakka til að geta beitt þekkingu minni

Að taka þátt í sveitarstjórn er ábyrgðarfull ákvörðun. Traust íbúanna á kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins er forsenda hins staðbundna lýðræðis. Ég hef búið í Mosfellsbæ frá árinu 1989 og þekki bæinn vel. Eitt af þeim málum sem ég hef brennandi áhuga á eru skipulagsmál. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í Mosfellsbæ síðustu ár, […]

Kjósum V-listann!

Ágætu Mosfellingar. Hér á eftir verður greint frá nokkrum stefnumálum V-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum. Fræðslumál Fræðslumálin eru mjög viðamikill málaflokkur, enda rekur sveitarfélagið bæði leikskóla og grunnskóla bæjarins. Á þessu kjörtímabili hefur Bryndís gegnt varaformennsku í fræðslunefnd en á þeim vettvangi hefur bygging Helgafellsskóla verið stærsta verkefnið. VG stendur vörð um öflugt skólastarf á öllum […]

Berjumst fyrir því sem okkur er hjartfólgnast

Sveinbjörn Ottesen verkstjóri skipar fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar undir lok mánaðarins. Hann segir að framboðið berjist fyrir því sem því sé hjartfólgnast, menntamálum, samgöngumálum og þjónustu við íbúa. „Við Framsóknarmenn erum fáorðir en gagnorðir. Því segi ég: Fjölnotahús – Betra er heilt hús reist af heilum hug en hálft hús […]

Skólarnir okkar

Samfylkingin vill skóla í fremstu röð fyrir börnin í Mosfellsbæ og að allir nemendur fái tækifæri til að þroska hæfileika sína og blómstra. Skólinn gegnir afar mikilvægu hlutverki í að undirbúa börn og ungmenni undir þátttöku í margbreytilegu lýðræðissamfélagi og því þarf að búa þannig að skólunum að þeir hafi nægt bolmagn til að sinna […]

Fullmekta vegagerð

Vaxandi umferð flutninga- og einkabíla í gegn um Mosfellsbæ er mestmegnis kvöð, hálfgerð konungsskipun, sem rýrir lífsgæði allra íbúa. Skipulag bæjarins hefur alla tíð miðast við Vesturlandsveginn og Þingvallaveginn, eins og þeir séu óbreytanlegar föstur, en eru ekkert nema mannanna verk, eitthvað úr fortíðinni eins og amboðin í Árbæjarsafni. Nefnd vegstæði eiga fyrst og síðast […]

Betri menntun í blómstrandi bæ

Í Mosfellsbæ er fjórðungur bæjarbúa á grunnskólaaldri og málefni dagvistunar, skóla og tómstunda því sjálfkrafa í brennidepli hjá stórum hluta bæjarbúa. Það er okkur hjartans mál að gera betur í skólamálum, tryggja dagvistun og að börnum og starfsfólki líði vel. Það er alveg frábært hvað kennarar og starfsmenn skólanna standa sig vel miðað við þær […]

Skólarnir í forgangi

Mikil gróska hefur verið í skólaumbótum hér á landi undanfarin misseri. Skólinn breytist stöðugt líkt og samfélagið sjálft og sveitarfélögin fylgja eftir þeirri þróun með auknum stuðningi. Mosfellsbær hefur stækkað og breyst mikið á stuttum tíma og næg hafa verkefnin verið. Stærsta hlutfall fjármagns bæjarins fer í rekstur skólanna og vega skólarnir langþyngst í þjónustu […]

Hvert stefnum við í menntamálum?

„Börn og unglingar eiga að upplifa ævintýri á hverjum degi og koma heim úr skóla- og frístundastarfi ánægð, hugsandi, forvitin, full ástríðu og vilja til að afla sér þekkingar og hafa áhrif…“ Svona hljóma upphafsorð nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030. Útgangspunkturinn við mótun stefnunnar var barnið sjálft og haft víðtækt samráð við alla hagsmunaaðila í […]

Styrkjum beint lýðræði í Mosfellsbæ

Lýðræði Lýðræði byggir á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Í lýðræðissamfélagi á valdið sér uppsprettu hjá fólkinu. Í menntastefnu fyrir öll skólastig frá 2011 er lögð áhersla á að borgarar taki lýðræðislega afstöðu til álitaefna, frá siðferðislegum áherslum til ákvarðana um mótun samfélagsins og ráði þannig í sameiningu öllum meiriháttar málum sínum. Í […]

Börnin í Mosfellsbæ – Skítugu börnin hennar Evu?

Miðflokkurinn vill gæta barna ekkert síður en aldraðra og öryrkja. Miðflokkurinn leggur sérstaklega áherslu á snemmtæk úrræði fyrir börn með sérþarfir þar sem bið fyrir úrræði verði ekki aðeins stytt heldur hverfi. Í dag er þessu svo við komið að hver silkihúfan á fætur annarri ásamt ágreiningi á milli stofnanna, ríkis og sveitarfélaga gerir það […]

Útskrifa sérhæfða starfsmenn íþróttamannvirkja

Föstudaginn 4. maí útskrifuðust 23 sérhæfðir starfsmenn íþróttamannvirkja eftir 150 stunda þjálfun sem unnið hefur verið að síðasta árið. Námið var þróað og útfært í samstarfi við starfsmenn og forstöðumenn íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ, en umsjón og framkvæmd verkefnisins var í höndum starfsþjálfunarfyrirtækisins Skref fyrir skref sem hefur sérhæft sig í fullorðinsfræðslu og starfsþróun. Mosfellsbær er […]

Nýtt fólk hjá Framsókn í Mosfellsbæ

Stutt er til sveitarstjórnarkosninga. Kosningabaráttan er á lokastigi og fólk er að spá í möguleg úrslit. Framsókn hefur ekki fengið bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ í síðustu kosningum og nú bætist við klofningur í liði samvinnumanna og félagshyggjufólks þar sem margir telja rétt að fylgja lista Miðflokksins víða um land. Á móti kemur að síðustu alþingiskosningarnar hafa […]

Málefni aldraðra í Mosfellsbæ og EIR málið

Miðflokkurinn leggur ríka áherslu á að þeir sem fyrir hann starfa vilji vinna með fólki en ekki brjóta sjálfsmynd fólks niður. Við sem skipum lista Miðflokksins í Mosfellsbæ komum úr öllum áttum og fjölmargt sem sameinar okkur. Við erum eins og þið Í einhverjum tilvikum virðist sem stjórnmálamenn hafi farið svo út fyrir getu sína […]

Að gefa af mér til baka til bæjarins

Að alast upp í Mosfellsbæ voru forréttindi, þótti mér. Hér hef ég búið alla mína ævi; var á leikskólanum Hlaðhömrum, gekk í Varmárskóla, æfði íþróttir hjá Aftureldingu og lærði á fiðlu í tónlistarskólanum í rúm tuttugu ár. Að stunda þær tómstundir sem maður hefur áhuga á er þroskandi og veitir reynslu sem gagnast manni fyrir […]