Entries by mosfellingur

Vinnustaðurinn okkar, Varmárskóli

Við undirritaðar vinnum í Varmárskóla og erum stuðningsfulltrúar. Við erum stoltar af því vinna í Varmárskóla og þar ríkir góður vinnuandi. Okkur og fleirum þykir miður þessi neikvæða umræða um vinnustaðinn okkar, rúmlega 800 nemenda og 150 annarra starfsmanna sem hefur verið undanfarið. Í Varmárskóla starfar frábært starfsfólk sem leggur mikið á sig. Í Stundinni […]

Náttúran eflir og læknar

Sagt hefur verið að útivera og ferskt loft sé eitt besta meðalið sem hægt er að fá við nánast öllu. Nú hafa sænskir vísindamenn sýnt fram á með nýlegum rannsóknum að svo sé og jafnframt að náttúran virki betur, t.d. gegn kulnun, en lyf. Náttúran betri en lyf „Við sjáum það mjög skýrt og endurtekið […]

Ársreikningur

Ársreikningur fyrir árið 2018 var samþykktur nýverið í bæjarstjórn. Niðurstaða hans var góð og allar lykiltölur jákvæðar. Ástæðan er fyrst og fremst hagstæð ytri skilyrði. Rekstrarafgangur A og B hluta er um 800 milljónir en það eru rífleg frávik frá upphaflegri áætlun með viðaukum sem var upp á rúmlega 300 milljónir. Það er umtalsverð upphæð. […]

Dýralæknirinn kominn í nýtt húsnæði

Dýralæknirinn Mosfellsbæ flutti í nýtt húsnæði fyrir skemmstu og er nú til húsa í Urðarholti 2 þar sem Mosfellsbakarí var eitt sinni til húsa. Þórunn Þórarinsdóttir dýralæknir er eigandi stofunnar sem hefur verið starfrækt í Mosfellsbæ síðan 2003 en auk Tótu eins og hún er alltaf kölluð starfa þrír dýralæknar auk annars starfsfólks á stofunni. […]

EES-samningurinn 25 ára

Fyrir 25 árum opnaðist um 500 milljóna markaður fyrir íslenskum fyrirtækjum með inngöngu í EES. Samningurinn var umdeildur á sínum tíma en samningurinn hefur fært okkur mikla velsæld. Landsframleiðsla á mann hefur tvöfaldast, verðmæti útflutnings á mann þrefaldast og kaupmáttur heimilanna nær þrefaldast. Ég tel það ekki bara gott heldur lífsnauðsynlegt fyrir lítið eyríki í […]

Hatrið mun sigra?

Hatur. Þetta orð heyrum við mikið um þessar mundir. Hatrið mun sigra. Hatari. Hatursorðræða. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun sem hefur verið að eiga sér stað í nágrannalöndum okkar. Smátt og smátt verða fordómar og hatursorðræða í garð minnihluta- og jaðarhópa eins og innflytjenda, hælisleitenda, hópa sem deila stjórnmála-, lífs- og trúarskoðunum […]

Heilsuhvetjandi vinnustaðir

Ég er að prufukeyra fjarverkefni með góðu fólki. Verkefnið byggir á því sem við erum að læra hjónin á rannsóknarferð okkar um heiminn, við erum að heimsækja staði sem hafa verið þekktir fyrir langlífi og góða heilsu. Í síðustu viku vorum við í prufuverkefninu að skoða daglega hreyfingu, hvernig hægt væri að auka hana og […]

Mosfellsbær laði nýútskrifaða kennara til starfa

Nýverið kynnti mennta- og menningarmálaráðherra hugmyndir sínar sem byggðar eru á tillögum sem unnar voru í samráði við Sambands ísl. sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Háskólann á Akureyri, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Heimili og skóla o.fl. um að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna […]

Vinaliðaverkefni í Varmárskóla

Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna. Það hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi. Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Verkefnið hófst í yngri deild skólans, þar sem nemendum í 4.-6.bekk bauðst að […]

Mosfellsheiði

Árbók Ferðafélags Íslands 2019 kemur óvenjusnemma þetta vorið eða í fyrrihluta apríl. Á liðnum árum hefur útkoman verið nokkru síðar eða í maí. Að þessu sinni er Mosfellsheiðin tekin fyrir og er margt gott að finna í ritinu einkum þar sem lýst er leiðum eftir gömlum en misjafnlega niðurföllnum vörðum. Munu vera nálægt 800 vörður […]

Menntun í takt við tímann

Menntun og mannauður eru mikilvægar forsendur góðra lífskjara og því til mikils að vinna að yngsta kynslóðin fái þá menntun sem þörf er fyrir á hverjum tíma. Fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin fylgja miklar breytingar á störfum og tækni. Sérfræðingar telja að 65% starfa sem grunnskólabörn munu vinna við séu ekki til í dag […]

Þjálfun líkamans er nauðsyn

Aldrei hefur lífið verið jafn auðvelt fyrir þjóðina, hvað varðar líkamlega virkni. Nú til dags getur þú eytt heilum degi án líkamlegs erfiðis. Margir eru sammála þessari setningu og við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrir líkama okkar eins og hann er skapaður til? Er þetta rétt þróun? Hvað getum við gert? […]

Útikennslustofan við Varmá

Nú leyfir heilsan mín mér loksins að ganga lengri vegalengdir en síðustu 2 árin. Ég kemst aftur á gamlar slóðir hér um bæinn okkar. Í dag löbbuðum við hjónin um Ævintýragarðinn eftir endalöngu fram og tilbaka. Þetta er orðið vinsælt og fallegt útivistarsvæði. En ég varð fyrir áfalli þegar ég sá hvernig útikennslusvæðið Varmárskólans er […]

Þjálfarar Liverpool mjög ánægðir með umgjörðina

Liverpool-skólinn verður haldinn í samstarfi við Aftureldingu í níunda sinn nú í júnímánuði. Skólinn hefur stækkað og dafnað og nú koma 16 þjálfarar frá Liverpool til þess að sýna íslenskum fótbolltasnillingum hvernig þjálfunin fer fram hjá þessu fornfræga félagi. Gera má ráð fyrir að iðkendur í ár verði rúmlega 350 talsins, en skólinn er haldin […]

Henti mér út í djúpu laugina

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir eða GDRN eins og hún kýs að kalla sig hlaut fern verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Hörpu nýlega. Þar var hún valin söngkona ársins í flokki popp-, rokk-, raf- og hiphopptónlistar, plata hennar „Hvað ef“ var valin poppplata ársins og hún átti lag og tónlistarmyndband ársins. Í þakkarræðu […]