Entries by mosfellingur

Skutlið

Ég hef nokkra síðustu daga farið með sex ára guttann minn í fótboltaskóla Aftureldingar. Við förum viljandi mjög tímalega af stað og ég hef þannig náð dýrmætum mínútum með honum á fótboltavellinum. Þetta eru ekki margar mínútur en ótrúlega gefandi fyrir mig og okkur báða, sérstaklega þegar við náum að gera þetta oft í viku. […]

Körfubolti í Mosfellsbæ – að sumri og vetri

Í Mosfellsbæ hefur verið rekin körfuboltadeild innan Aftureldingar um árabil. Starfið hefur í gegnum árin átt sínar hæðir og lægðir. Síðustu tvö ár hefur verið lagður talsverður metnaður í að reka deildina og hefur það skilað sér í fjölgun iðkenda. Markmiðið með starfinu er að börn í Mosfellsbæ hafi aðgang að fjölbreyttu úrvali tómstunda. Flestir […]

Hefur þú tíma aflögu?

Vilt þú taka þátt í skemmtilegu sjálfboðastarfi á vegum Rauða krossins? Hér í Mosfellsbæ er starfrækt ein af 42 deildum Rauða krossins á Íslandi. Við sinnum mörgum verkefnum í nærsamfélaginu og hefur deildin virkan hóp sjálfboðaliða sem koma að ýmsu hjálparstarfi. Allir ættu að finna eitthvað sem vekur áhuga þar sem verkefnin eru bæði fjölbreytt […]

Börn eru besta fólk

Gyða Vigfúsdóttir leikskólastjóri lætur af störfum á Reykjakoti í ágúst eftir að hafa starfað þar í rúm 19 ár. Leikskólinn Reykjakot er 70 barna leikskóli og tók til starfa í mars 1994. Skólinn er staðsettur í náttúrulegu umhverfi svo stutt er að fara með börnin í fjallgöngur, berjamó eða með nesti í Reykjalundarskóg. Gyða Vigfúsdóttir […]

Íþróttamiðstöð GM tekin í notkun – fær nafnið Klettur

Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur nú opnað dyrnar á nýrri íþróttamiðstöð, Kletti, miðsvæðis á Hlíðavelli. Öll efri hæðin hefur verið tekin í notkun þar sem fyrsta flokks aðstaða er til að þjónusta kylfinga og aðra gesti. Um er að ræða veitingaaðstöðu, hátíðarsal, skrifstofur, sölu golfvara og móttöku. „Þetta er frábær aðstaða með fallegasta málverki í heimi sem […]

Tíu þúsundasti Mosfellingurinn

Mosfellingar eru nú orðnir 10.000 talsins og var það ung og stækkandi fjölskylda sem flutti í Skeljatanga sem kom Mosfellsbæ yfir þennan tímamótaáfanga. Daðey Albertsdóttir og Tómas Guðmundsson fluttu í Mosfellsbæ í síðasta mánuði og eiga þriggja vikna óskírðan dreng. Fjölskyldan flutti í Mosfellsbæ í byrjun maí en Daðey kemur úr Árbænum en Tómas úr […]

Burpees fyrir ferðalanga

Ég var á Vík í Mýrdal um daginn. Flottur staður, á þaðan ýmsar góðar minningar. Það er magnað að standa á svörtu ströndinni og horfa út á hafið, lifandi öldur og drangarnir mynda saman töfrandi heild sem verður enn sterkari þegar hljóðið í öldunum bætist við. Ég fékk þá flugu í höfuðið að gera burpees […]

Aðstaða fyrir alla Mosfellinga

Nú höfum við hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar tekið í notkun nýja aðstöðu við Hlíðavöll sem við höfum ákveðið að skíra Klett. Um gríðarlega lyftistöng er að ræða fyrir GM sem mun skipta sköpum í rekstri og uppbyggingu klúbbsins til framtíðar. Við hönnun hússins og lóðar höfum við horft til þess að gera sem flestum kleift að […]

Njótum sumarsins saman!

Bjartar sumarnætur eru dásamlegar og um að gera að njóta þeirra til fullnustu enda forréttindi að fá að upplifa slíkt. Margir tengja þennan tíma, þegar sólin er hvað hæst á lofti, við langþráð sumarfrí þar sem við fáum tækifæri til að einbeita okkur að því að njóta og gera það sem okkur finnst skemmtilegast. Samvera […]

Kæru Mosfellingar

Eftir niðrandi framkomu bæjarráðsmanna einn ganginn til, þungar og staðlausar ásakanir þeirra í minn garð, neitun um að fá að bóka í fjórgang, sem er lögbrot og fundarsköp sem væru ósæmandi grunnskólanemum og í algerri andstöðu við samþykktir bæjarfélagsins, sé ég mér ekki fært að starfa áfram fyrir ykkar hönd. Þær persónulegu fórnir sem ég […]

Báru félaga sinn upp á topp Úlfarsfells

Krakkarnir í 8. bekk Lágafellsskóla brölluðu ýmislegt síðustu skóladaga fyrir sumarfrí. Meðal annars fóru nemendurnir í göngu upp á Úlfarsfellið. Hlynur Bergþór Steingrímsson, sem er í hjólastól, á greinilega góða vini í sínum bekk því þeim fannst ómögulegt að Hlynur kæmist ekki með. Þeir gerði sér því lítið fyrir og rifu Hlyn upp úr stólnum […]

Bættu við bílaleigu til að auka þjónustu

Fjölskyldufyrirtækið Réttingaverkstæði Jóns B, sem staðsett er í Flugumýri 2, er með meira en 30 ára reynslu í bíla- og tjónaviðgerðum. „Pabbi stofnaði þetta verkstæði árið 1978 í bílskúr í Bjargartanganum þar sem við bjuggum og þar byrjaði ég að vinna með honum. Árið 1983 keyptum við grunn hérna í Flugumýrinni og reistum þetta hús […]

33 nemendur brautskráðir frá framhaldsskólanum

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 27. maí við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni voru alls þrjátíu og þrír nemendur brautskráðir, sjö af félags- og hugvísindabraut og tíu af náttúru­vísindabraut. Af opinni stúdentsbraut brautskráðust fjórtán nemendur. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans. Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur: Arnar Franz Baldvinsson fékk […]

Þrjár viðurkenningar til þróunar og nýsköpunar

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent í Listasalnum þriðjudaginn 23. maí. Óskað var sérstaklega eftir hugmyndum eða verkefnum sem styrkja ímynd Mosfellsbæjar sem heilsubæjar. Alls bárust sjö gildar umsóknir og lagði þróunar- og ferðamálanefnd til við bæjarstjórn að afhentar yrðu þrjár viðurkenningar sem sjá má hér að neðan. „Öllum umsækjendum er þakkað fyrir þátttökuna og […]

Var skugginn af sjálfri sér

Herdís Sigurjónsdóttir smitaðist af svínaflensu árið 2009 og hefur glímt við erfið veikindi síðan. Herdís hefur frá unga aldri haft áhuga fyrir nærumhverfi sínu. Hún er menntuð í lífeinda-, umhverfis- og auðlindafræðum og er reynslumikill ráðgjafi á sviði neyðarstjórnunar vottað af Alþjóðasamtökum hamfarasérfræðinga IAEM. Herdís hefur einnig látið stjórnmál sig varða og sat í bæjarstjórn […]