Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir nú Fellið
Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá hefur verið tekið í notkun. Húsið er sérútbúið til knattspyrnuiðkunar með gervigrasi á gólfum. Þar eru einnig þrjár hlaupabrautir auk göngubrautar umhverfis völlinn. Efnt var til nafnasamkeppni fyrir nýja húsið og var hægt að senda inn tillögur á vefsíðu Mosfellsbæjar og skipuð var sérstök nafnanefnd Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Í nefndinni […]