Í lakkskóm í sundklefanum
„Nohh, nohh, það er aldeilis stæll á manni!“ sagði maðurinn við bifvélavirkjann þar sem sá síðarnefndi stóð í klefanum í sundskónum. Maður má bara þakka fyrir að þú mætir ekki bara hérna á nýpússuðum lakkskónum, sagði maðurinn við bifvélavirkjann og rak svo upp hæðnishlátur. Bifvélavirkinn starði vonleysislega á manninn sem stóð andspænis honum í sturtunni […]
