Entries by mosfellingur

3. desember

Ég á góða vini sem eiga afmæli í dag, góðan frænda líka. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa gaman af fótbolta og vera síðastir heim úr gleðskap. Til lukku með daginn kappar! En það eru fleiri góðir sem eiga afmæli í dag. Lífsförunauturinn minn, hún Vala, á líka afmæli í dag. Við kynntumst fyrir 24 […]

Gummi Braga opnar vefsíðuna Skillsspot.net

Skillsspot.net er nýr vefur eða gagnagrunnur í eigu fyrirtækisins Football Associates Ltd. Guðmundur Bragason er eigandi vefsins ásamt Baldri Sigurðsyni. „Hugmyndin kviknaði árið 2012 og hefur verið í þróun síðan. Samstarfsaðili minn hefur búið í Bretlandi síðan 1989 og hefur m.a. starfað sem milliliður við kaup og sölu fótboltaklúbba og umsýslu í kringum leikmenn,“ segir […]

Haldið upp á 70 ára afmæli Reykjalundar

Stærsta endurhæfingar- og meðferðarstofnun landsins, Reykjalundur, er 70 ára á þessu ári. Af því tilefni efna Hollvinasamtök Reykjalundar til hátíðar- og styrktartónleika í Grafarvogskirkju þriðjudagskvöldið 24. nóvember. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, situr í stjórn hollvinasamtakanna. Hún hefur fengið einvalalið listamanna til liðs við sig, sem kemur fram á tónleikunum. „Þarna verða margar af okkar skærustu og […]

Undirbýr jólatónleika og nýja plötu

Greta Salóme er komin heim í bili eftir skemmtilegt ævintýri hjá Disney þar sem hún hefur verið með sína eigin sýningu um borð í skemmtiferðaskipum. Hún hefur haft í nógu að snúast, sungið með hljómsveitinni Dimmu og Sinfóníu­hljómsveit Norðurlands auk þess sem hún var að gefa út lagið Fleyið. „Lagið var samið um miðja nótt […]

Alltaf verið að breyta og bæta

Hákon Örn Bergmann er annar eigenda og rekstrarstjóri á Hvíta Riddaranum sem er veitingastaður í hjarta Mosfellsbæjar. „Ég hef rekið staðinn frá áramótum og á þeim tíma hafa orðið þó nokkrar breytingar. Nú nýlega breyttum við opnunartímanum, nú opnum við kl. 11 og eldhúsið er opið til kl. 22. Staðurinn sjálfur er opinn til kl. […]

Fengið frábærar viðtökur

Kalli Tomm hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Örlagagaldur. Kalli er betur þekktur sem trommuleikari Gildrunnar og forseti bæjarstjórnar en þessa dagana keyrir hann túrista um landið á rútu. Kalli rær því á önnur mið með þessari 12 laga plötu sem hefur fengið góðar viðtökur. „Níu lög eru eftir mig, tvö eftir Jóhann […]

Alltaf haft brennandi áhuga á stjórnmálum

Anna Sigríður hefur verið virk í starfi Samfylkingarinnar til margra ára og gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir flokkinn. Hún situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og hennar helstu áherslumál snerta málefni barna og ungmenna ásamt íbúalýðræði og stjórnsýslu. Anna Sigríður er fædd í Reykjavík 22. júlí 1959. Hún er dóttir hjónanna Katrínar ­Ólafsdóttur tækniteiknara og húsmóður og Guðna […]

Eva kveður stjórn­málin í Mosfellsbæ

Eva Magnúsdóttir varabæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar til margra ára hefur beðist lausnar. „Ég stofnaði fyrir um ári síðan ráðgjafarfyrirtækið Podium ehf. Það hefur farið mjög vel af stað sem þýðir að ég sé mér ekki fært að sinna starfi mínu sem varabæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar,“ segir Eva. „Ég verð því miður að biðjast lausnar frá […]

Óperukór Mosfellsbæjar stofnaður

Óperukór Mosfellsbæjar var formlega stofnaður þann 24. október af stjórnandanum Julian Hewlett. Kórinn er samsettur af tveim kórum sama stjórnanda, karlakórnum Mosfellsbræðrum og sönghópnum Boudoir, auk fleira fólks Á döfinni framundan eru fyrstu formlegur tónleikar óperukórsins sem eru afar glæsilegir og hátíðlegir jólatónleikar undir yfirskriftinni „Jól í bænum” sem haldnir verða í Aðventkirkjunni í Reykjavík […]

Nýjar reglur um hænsnahald í þéttbýli

Nú hafa tekið gildi nýjar reglur um hænsnahald í þéttbýli í Mosfellsbæ, samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða. Þar kemur fram að leyfishafa er heimilt að halda allt að sex hænur í þéttbýli, en að ekki fáist leyfi til að halda hana (þ.e. karldýr). Leyfið er veitt til fimm ára í senn, og […]

Prestar Lágafellssóknar sendir í leyfi til áramóta

Séra Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur og séra Skírnir Garðarsson prestur verða í leyfi frá Lágafellssókn til áramóta. Tveir nýir prestar hafa þegar tekið til starfa tímabundið og munu þjóna söfnuðinum næstu vikurnar. Samkvæmt heimildum Mosfellings hefur óánægja ríkt í töluverðan tíma innan sóknarinnar og því gripið til þess ráðs að gefa báðum prestunum frí meðan unnið […]

„Þakklátur fyrir hvern einasta sjúkdómsfría dag“

Jólaljós, árlegir styrktar- og jólatónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar verða haldnir þann sunnudaginn 15. nóvember og verður dagskráin létt, hátíðleg og fjölbreytt. Diddú, María Ólafsdóttir, Hugi Jónsson, Bjarni Ara, Páll Rósinkranz, Greta Salóme, Hafdís Huld, Matthías Stefánsson, Jónas Þórir og að sjálfsögðu Kirkjukórinn munu koma fram ásamt mjög spennandi leynigesti. Að þessu sinni eru tónleikarnir haldnir til […]

Setjum markið hátt!

Eflaust kannast eflaust einhver ykkar við hann Siglufjarðar-Geira sem Jónas Árnason orti um hér um árið. Hann lenti í ýmsu eins og gerist en lét ekkert buga sig og viðhafði alltaf þau orð að lífið væri lotterí og hann tæki þátt í því. Þessi orð minna okkur á að við erum okkar gæfu smiðir og […]

Alhliða styrkur

Líkamlegan alhliða styrk er hægt að mæla með nokkrum vel völdum æfingum með eigin líkamsþyngd. Þessar æfingar eru rödd sannleikans, segja þér nákvæmlega hvar þú stendur. Þær eru öruggar og ef þú getur ekki framkvæmt þær 100%, þá er einfalt að finna auðveldari útgáfur sem þú getur gert til þess að bæta þig og styrkja. […]

Lék áhættuatriði fyrir James Bond

Alexander eða Lexi eins og hann er ávallt kallaður tók á móti mér á fallegu heimili sínu í Mosfellsdalnum. Á hlaðinu mátti sjá bíla, fjórhjól, vélsleða og mótorhjól svo eitthvað sé nefnt svo það fer ekki framhjá neinum hver áhugamálin eru á þessum bænum. Það þarf ekki að vera lengi í návist Lexa til að […]