Jóna Margrét keppir til úrslita í Idol
Mosfellingurinn Jóna Margrét Guðmundsdóttir keppir til úrslita í Idol stjörnuleit föstudagskvöldið 9. febrúar en sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2. Jóna Margrét er alin upp í Mosfellsbæ til 10 ára aldurs, en býr nú á Akranesi. Foreldrar hennar eru Mosfellingarnir Hjördís Kvaran Einarsdóttir og Guðmundur St. Valdimarsson. Jóna Margrét lauk stúdentsprófi […]