Entries by mosfellingur

Jóna Margrét keppir til úrslita í Idol

Mosfellingurinn Jóna Margrét Guðmundsdóttir keppir til úrslita í Idol stjörnuleit föstudagskvöldið 9. febrúar en sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2. Jóna Margrét er alin upp í Mosfellsbæ til 10 ára aldurs, en býr nú á Akranesi. Foreldrar hennar eru Mosfellingarnir Hjördís Kvaran Einarsdóttir og Guðmundur St. Valdimarsson. Jóna Margrét lauk stúdentsprófi […]

Opna skyndibitastaðinn Dúos

Skyndibitastaðurinn Dúos hefur opnað við hlið Krónunnar í Háholtinu. Tvíburasystkinin Alexía Gerður og Sigdór Sölvi Valgeirsbörn reka staðinn sem opnaði þann 12. janúar. Systkinin eru alin upp á Kjalarnesi en búa nú í Mosó ásamt fjölskyldum sínum. Þau hafa mikla reynslu af lokum og hraðri afgreiðslu af Hlöllabátum þar sem þau hafa unnið í rúman […]

Stór meirihluti íbúa vill ekki þétta byggð á Blikastöðum

Hagsmunasamtök íbúa í Mosfellsbæ voru formlega stofnuð þann 9. janúar en tilgangur félagsins er að vera vettvangur fyrir íbúa Mosfellsbæjar til að gæta hagsmuna íbúa gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og öðrum. „Við viljum hvetja íbúa til að taka virkan þátt í umræðunni um öll þau mál er varða hagsmuni íbúa Mosfellsbæjar,“ segir Berglind Þrastardóttir formaður samtakanna […]

Þolinmæði og þrautseigja

Febrúar er hressandi mánuður. Það er svalt, það er stormasamt, það er allra veðra von. En febrúar er líka stysti mánuður ársins, líka þegar það er hlaupár eins og í ár. Ég er að verða mikill febrúarmaður. Hef gaman af því að vakna á morgnana og kíkja út um gluggann til að taka púlsinn á […]

Fasteignagjöld í Mosfellsbæ hækka um 38%

Hér að ofan birti ég yfirlit yfir fasteignagjaldaálagningu Mosfellsbæjar á heimili mitt að Akurholti 1 í Mosfellsbæ fyrir árin 2022–2024. Taflan sýnir að á síðustu tveimur árum hafa fasteignagjöldin hækkað um 37,9%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 17,3% og launavísitalan um 15,7%. Hækkun fasteignagjalda í Mosfellsbæ á umræddu tímabili er því langt […]

Blikastaðaland – samráð við íbúa mikilvægt

Áform um íbúðabyggð á Blikastaðalandi hafa verið á aðalskipulagi í Mosfellsbæ í áratugi. Samhliða kynningu á drögum að nýju aðalskipulagi sl. vor voru frumdrög að rammahluta aðalskipulags fyrir Blikastaðaland kynnt. Gert er ráð fyrir að Blikastaðir verði eitt þéttbýlasta íbúðarsvæði Mosfellsbæjar til samræmis við markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og samgöngusáttmála sveitarfélaganna. Áhersla deiliskipulagsins verður á: • […]

Er Mosfellsbær að stuðla að betri heilsu bæjarbúa?

Góð heilsa er eitt af því dýrmætasta sem við eigum eða eins og spakmælið segir „Góð heilsa er gulli betri“. Við berum mikla ábyrgð á eigin heilsu en það er ýmislegt í umhverfinu okkar sem getur ýtt undir að við verðum duglegri að leggja inn í heilsubankann. Það sem skiptir sköpum í því eru foreldrar, […]

Framleiðir sitt eigið fæðubótarefni

Mosfellingurinn Daníel Ingi Garðarsson er ungur athafnamaður sem hóf framleiðslu á fæðubótarefnum á síðasta ári. „Upphafið að þessu var að ég fór sjálfur í hormónamælingu og greinist með of lágt testósterón og vantaði góðan búster fyrir testó en fann engan hér á landi og ákvað að búa til minn eigin og svo þróaðist þetta út […]

Náttúran heillar mig alltaf

Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur er landsmönnum vel kunnugur enda hefur hann starfað mikið að upplýsingamiðlun til almennings um náttúruna, margs konar vísindi og tækni, nýsköpun, jarðvísindi og umhverfismál. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands og gefið út ljóðabækur, skáldsögur og smásagnasöfn. Árið 2016 var Ari Trausti kosinn á þing þar sem […]

Fyrsti Mosfellingur ársins kom í heiminn á nýársdag

Fyrsti Mosfellingur ársins 2024 er drengur sem fæddist á Landspítalanum þann 1. janúar klukkan 22:49, hann var 3.855 gr. og 50 cm. Drengurinn er fyrsta barn foreldra sinna sem eru þau Karina Cieslar og Piotr Cieslar sem koma frá Póllandi en hafa búið í Mosfellsbæ í tvö ár. Fæðingin gekk vel „Við vorum í gamlárspartýi […]

Sundlauginni á Skálatúni lokað vegna slæms ástands

Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni á Skálatúni til frambúðar vegna slæms ástands hennar. Meðal þeirra sem mikið hafa notað laugina er sundkennarinn Snorri Magnússon sem kennt hefur ungbarnasund. Snorri greinir frá því á Facebook að hann sitji uppi með nemendur sem biðu þess að hefja námskeið eftir jólafrí og fullan biðlista. Þungbær ákvörðun Nýr […]

Dóri DNA Mosfellingur ársins 2023

Mosfellingur ársins 2023 er skemmtikrafturinn og höfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Dóri er annar tveggja höfunda sjónvarpsþáttaraðarinnar Afturelding sem sýnd var á RÚV á síðasta ári og fékk frábærar viðtökur. Serían hefur verið sýnd víðsvegar á Norðurlöndunum og var m.a. valin besta norræna sjónvarpssería ársins í Svíþjóð. „Ég er djúpt snortinn, […]

Tökum fagnandi á móti nýju ári

Kæru íbúar og starfsfólk Mosfellsbæjar. Ég óska ykkur gleðilegs nýs árs með kærum þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári. Árið 2023 var fyrsta heila árið mitt í starfi bæjarstjóra og er óhætt að segja að það hafi verið viðburðaríkt. Það var til dæmis ótrúlega gefandi að fylgjast með okkar flotta íþróttafólki vinna hvern sigurinn á […]

Þorum að horfa til framtíðar

Í desember var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Áætlunin er í senn metnaðarfull og ábyrg í því efnhagslega umhverfi sem nú ríkir. Það er að mati meirihlutans skynsamlegra þegar kemur að framtíðaruppbygginu að taka sér tíma til að rýna hlutina og endurmeta þarfir sveitarfélagsins reglulega. Þannig að þær fjárfestingar sem ráðist er í séu hugsaðar […]

Hlégarður kominn heim

Hlégarður á sérstakan stað í hjörtum Mosfellinga á öllum aldri. Hlégarður skipar stóran sess í hugum allra íbúa sem unna menningu og félagslífi ýmiss konar. Því er sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með öllu því lífi og allri þeirri gleði sem sívaxandi starfsemi í húsinu veitir út í samfélagið. Má í því sambandi nefna sögukvöld sem […]