Entries by mosfellingur

Aukin tannlækna­þjónusta í Mosfellsbæ

Nýverið lauk framkvæmdun við stækkun og breytingar hjá Tannlæknastofu Ragnars Kr. Árnasonar að Háholti 14. Nú er boðið upp á þjónustu tveggja tannlækna á stofunni auk möguleika á lengri opnunartímum svo eitthvað sé nefnt. Mosfellingur leit við og hitti tannlækna. Mosfellingurinn Ragnar Kr. Árnason opnaði glæsilega tannlæknastofu sína í febrúar 2010 eftir að hafa rekið […]

Álfyssingar koma upp Samfélagsgarði

Íbúar í Álafosskvos hafa tekið sig saman í samstarfi við Mosfellsbæ og tekið í notkun svokallaðan Samfélagsgarð efst í Kvosinni. Garðurinn er hugsaður fyrir íbúana til að rækta sitt eigið grænmeti og vera saman úti í náttúrunni. Garðurinn er hringlaga og hefur hver íbúi sína sneið til ræktunar. „Samfélagslegur ávinningur af verkefni sem þessu getur […]

Hestamennt í nýjar hendur

„Já, ég er að fara flytja til Frakklands, við fjölskyldan ætlum að skipta gjörsamlega um umhverfi, þjálfa hross og takast á við ný ævintýri. Við munum setjast að á búgarði sem er 150 km suðvestur af París,“ segir Berglind Inga Árnadóttir sem rekið hefur reiðskólann sinn í 24 ár. „Við munum taka hluta af hrossaræktuninni […]

Í minningu vinar

Hans Þór hefur unnið jöfnum höndum við sitt fag sem veggfóðrara- og dúklagningameistari og sem hljóðfæraleikari en hann byrjaði að spila 14 ára gamall. Lengst af spilaði Hansi eins og hann er ávallt kallaður með Lúdó sextettnum en hann hefur einnig spilað með hinum ýmsu böndum í gegnum tíðina. Á dögunum gaf hann út eigin […]

Skólabörn í Mosfellsbæ með skólavörur frá Múlalundi

Mosfellsbær er í hópi 10 sveitarfélaga sem hafa tekið þá góðu ákvörðun að allar möppur og plastvasar sem notuð verða í grunnskólum sveitarfélaganna næsta vetur verði framleidd innanlands, á Múlalundi vinnustofu SÍBS, í stað þess að vera flutt inn frá útlöndum. Alls er um að ræða 40 þúsund möppur og 20 þúsund plastvasa fyrir 10 […]

Haustið er tíminn – Fimm ráð til að koma sér af stað

Helstu kostirnir við að gera líkamsrækt að lífsstíl og stunda daglega eru aukið heilbrigði, andleg og líkamleg vellíðan. Þegar við breytum slíkum lifnaðarháttum þá fylgir aukin orka, ónæmiskerfið verður sterkara, bætt sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Hér eru fimm kostir þess að stunda reglulega líkamsrækt og hreyfingu allt árið. 1. Bætir skapið og styrkir ónæmiskerfið Þarftu […]

Fjöldahjálp í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjósinni

Í Mosfellsbæ, Kjósinni og á Kjalarnesi eru starfandi þrjár skilgreindar fjöldahjálparstöðvar, í Varmárskóla og Klébergsskóla, og í húsnæði Rauða krossins í Þverholtinu í Mosfellsbæ. Til viðbótar er unnið að því að bæta við tveimur stöðvum, annarri í Mosfellsbæ en hinni í Kjósinni. Þegar loka þarf veginum um Kjalarnes gerist það oftar en ekki að opna […]

Hvað ætlar þú að gera í vetur?

Nú þegar líður að hausti fara margir að huga að því hvað þá langar að gera í vetur. Félagar í POWERtalk deildinni Korpu hafa verið í góðu sumarfríi en eru byrjaðir að huga að vetrarstarfinu. POWERtalk samtökin eru þjálfunarsamtök sem leggja áherslu á einstaklingsmiðaða þjálfun í tjáningu sem skilar árangri. Markmið POWERtalk eru sjálfstyrking, uppbygging […]

Vilja opna á umræðuna og nálgast verkefnið í kærleika

Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðin. Einar Darri var aðeins 18 ára gamall en dánarorsök hans var lyfjaeitrun vegna neyslu á lyfinu OxyContin. Fjölskylda og vinir Einars Darra hafa stofnað minningarsjóð í hans nafni sem ætlaður er fyrir ýmis forvarnaverkefni og varpa ljósi á þann allsherjar vanda sem […]

Í túninu heima 2018 – DAGSKRÁ

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 24.-26. ágúst. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Um helgina verður boðið upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- […]

Jeep aðalstyrktaraðili Tindahlaupsins

Tindahlaupið 2018 verður haldið í tíunda sinn þann 25. ágúst.  Líkt og í fyrra er Íslensk-Bandaríska í Mosfellsbæ, umboðsaðili Jeep á Íslandi aðalstyrktaraðili hlaupsins.  Hlaupið hefst við íþróttasvæðið að Varmá og verður ræst í tveimur ráshópum.  Klukkan 9 verða ræstir hlauparar sem hlaupa 5 og 7 tinda og kl. 11 þeir sem ætla sér að […]

Eitt í einu

Ég er að prófa á sjálfum mér áhrif þess að bæta mig markvisst á einu sviði heilsu og sjá hvaða áhrif það hefur á önnur svið. Síðan 1. ágúst er ég búinn að hreyfa mig markvisst í alla vega 3 klukkutíma á dag og skrái hjá mér hvert skipti. Hreyfingin er mjög vítt skilgreind – […]

Úr sófanum á 7 tinda

„Ef einhver hefði sagt mér vorið 2013 að eftir fjögur ár myndi ég hlaupa alla 7 tindana í Tindahlaupi Mosfellsbæjar og verða Tindahöfðingi þá hefði ég hlegið upp í opið geðið á viðkomandi. Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir Óskar Þór Þráinsson starfsmaður á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Það erfiðasta sem ég hef gert Hann byrjaði […]

Ungu stelpurnar stíga upp og fá tækifæri

Meistaraflokkur kvenna leikur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu eftir sigur í 2. deildinni í fyrra. Aftureldingu/Fram er spáð 8. sæti í sumar. Við tókum Júlíus Ármann Júlíusson þjálfara liðsins tali. Hvernig hefur tímabilið farið af stað? „Við byrjuðum á því að standa í Fylkiskonum sem er spáð titlinum en töpuðum 0-1. Þá tóku við þrír jafnteflisleikir. […]

Uppbygging hafin á kaup­félagsreitnum

Framkvæmdir eru nú hafnar við Bjarkarholt 8-20 sem kallað hefur verið kaupfélagsreiturinn. Vinna við niðurrif sjoppu og gamla kaupfélagsins er hafin og skipulagsnefnd og bæjarstjórn hafa samþykkt byggingaráformin og byggingarleyfisumsókn er nú í yfirferð hjá embætti byggingarfulltrúa. Miðað er við að á reitnum rísi fjögur fjölbýlishús á þrem til fimm hæðum. Gert er ráð fyrir […]