Entries by mosfellingur

Á vaktinni í yfir 30 ár

Þorsteinn, eða Steini mæló eins og hann er ávallt kallaður, byrjaði sem sumarstarfsmaður hjá Mosfellshreppi árið 1986, þá á síðasta ári í byggingatæknifræði. Það sumar starfaði hann við ýmis konar mælingar og eftirlit og hafði umsjón með ýmsum framkvæmdum. Hálfu ári síðar var hann fastráðinn og hefur starfað á umhverfissviði bæjarins síðan eða í 31 […]

Reiðubúin að láta gott af okkur leiða í samfélaginu

Framboðslisti Vinstri-grænna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur einróma á félagsfundi í Hlégarði síðastliðið þriðjudagskvöld. Bjarki Bjarnason rithöfundur og forseti bæjarstjórnar skipar fyrsta sæti listans. Framboðslisti vinstri-grænna 2018 1. Bjarki Bjarnason 2. Bryndís Brynjarsdóttir 3. Valgarð Már Jakobsson 4. Katrín Sif Oddgeirsdóttir 5. Bjartur Steingrímsson 6. Rakel G. Brandt 7. Björk Ingadóttir 8. Una Hildardóttir […]

Hafa fengið hlýjar móttökur og vilja hefja nýtt og betra líf

Mánudaginn 19. mars settust tíu flóttamenn að í Mosfellsbæ, hinsegin­ fólk frá Úganda sem hefur undanfarið dvalið í flóttamannabúðum í Kenía. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki. Í hópnum eru sex fullorðnir og fjögur börn, þar af eitt ungmenni, eldra en 18 ára. Samningur Velferðarráðuneytisins og Mosfellsbæjar lýtur að […]

Grunnskóli framtíðarinnar

Fræðslumál eru í dag og verða á komandi árum í brennidepli enda að mörgu að hyggja í þessum málaflokki. Samfélagslegar breytingar af ýmsum toga speglast í skólum landsins sem er skylt að bregðast við. Þessi stutti pistill fjallar um einn þátt skólasamfélagsins sem snýr að innflytjendum í grunnskólum. Öll tilheyrum við fjölmenningu sama hvaðan við […]

Börnin í fyrsta sæti

Undanfarin misseri hafa málefni barnafjölskyldna komist ofarlega í umræðuna. Fæðingarorlof, dagvistun og vinnutími barna og foreldra er meðal þess sem rætt hefur verið. Aðbúnaður barnafjölskyldna er sameiginleg ábyrgð okkar allra, ríkisvaldsins og sveitarfélaganna sem og atvinnulífsins, og það er alveg ljóst að gera þarf betur. Fæðingarorlofið er allt of stutt og mjög mikilvægt að lengja […]

Af hverju ertu að æfa?

Þ essi pistill er skrifaður með ykkur í huga sem þjálfið líkamann reglulega. Hafið þið velt því vel fyrir ykkur af hverju þið eruð að þjálfa/æfa? Snúast æfingarnar um líkamlegt heilbrigði, andlega vellíðan, keppni við klukkuna, samkeppni við nágrannann, hópefli, komast í kjólinn eða eitthvað annað? Það er mikilvægt að velta þessu vel fyrir sér […]

Betri stjórnmál og Borgarlína

Í grein sem ég ritaði í síðasta tölublað Mosfellings fjallaði ég m.a. um nokkur góð mál sem við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ höfum lagt fram í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili og hlotið hafa brautargengi. Eitt er það mál sem mér er afar kært að hafa komið að og er mjög gott dæmi um árangursríkt samstarf […]

Lyftum lærdómssamfélaginu

Skólamál eru og eiga að vera í stöðugri umræðu og endurskoðun. Skólar og nám barna skipta allar fjölskyldur miklu máli. Kennarinn spilar stórt hlutverk í lífi barna og foreldrar óska sér einskis annars en að börnum þeirra líði sem best og gangi sem best í skólanum. Miklar breytingar hafa átt sér stað í grunnskólum síðasta […]

Dýravernd og dýraveiðar

Dýravernd er mjög mikilvæg í nútímasamfélagi. Því miður hefur ekki alltaf verið hugsað vel um dýr, hvorki heimilisdýr, búfé og þaðan af síst um villt dýr. Er það til mikils vansa. Þó svo að mjög skýr fyrirmæli séu í landslögum um dýravernd og veiðar á villtum dýrum er ekki alltaf farið eftir þeim. Mjög ákveðin […]

Varmárósar

Varmárósar í Mosfellsbæ er elsta friðlandið í okkar bæjarfélagi. Það var friðlýst 1980 og 17.9. 2012 var friðlýsingin endurskoðað. Samningurinn um umsjón og rekstur friðlandsins við Varmárósa í Mosfellsbæ má skoða undir: http://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst-svaedi/Auglysingar/Varmarosar_samningur.pdf Mosfellsbær skuldbindur sig þar að hafa daglega umsjón með svæðinu og sjá til þess að ásýnd svæðisins verði sem best. Nú sl. haust […]

Stærri rass, minni buxur

– Dr. Saxi Mosfellsbær stækkar, það fer víst ekki fram hjá neinum…. nema kannski þeim sem nota þurfa heilbrigðisþjónustu í bænum. Á sl. 12 árum hefur nefnilega allt staðið þar í stað og jafnvel verið í bakkgír á meðan að íbúafjöldinn hefur farið úr um 7.000 í rúm 10.000. Einhver hefði ætlað undir forystu Sjálfstæðisflokksins […]

Kastali mun rísa í Ævintýragarðinum

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvað á 30 ára afmæli bæjarins í fyrra að veita fjármagni í uppsetningu á leiktæki í garðinum, t.d. stórum kastala, víkingaskipi eða öðru sambærilegu. Þessi niðurstaða féll mjög vel að tillögum að uppbyggingu á miðsvæði garðsins og leiksvæði því tengdu. Uppbygging á leiksvæðinu mun hefjast í apríl nk. og hefur umhverfissvið í samvinnu […]

Áskorun til verslana í Mosfellsbæ

Stofnaður hefur verið hópur á Facebook fyrir umhverfisvæna Mosfellinga sem vilja hvetja verslunarrekendur til að draga úr plasnotkun. Hópurinn heitir „Áskorun til verslana í Mosó – drögum úr plastnotkun“ og hafa rúmlega þúsund manns þegar gengið til liðs við hópinn. Alþingiskonan Bryndís Haraldsdóttir er stofnandi hópsins og hvetur sem flesta til að taka þátt: „Við […]

Hef mikla ánægju af því að vera meðal fólks

Karl Elinías Loftsson fyrrverandi útibússtjóri Búnaðarbankans hefur verið virkur í félagsstörfum eftir að hann lét af störfum. Karl tók á móti mér á fallegu heimili sínu að Bjargartanga og við fengum okkur sæti í betri stofunni. Karl hefur einstaklega góða nærveru, er rólegur og yfirvegaður í fasi. Það er óhætt að segja að Karl sitji […]

Mikið tilhlökkunarefni að hefja kosningabaráttuna

Listi Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var lagður fram og samþykktur einróma á félagsfundi þann 26. febrúar. Bæjarfulltrúarnir Anna Sigríður Guðnadóttir og Ólafur Óskarsson skipa efstu sæti framboðslistans. Konur skipa tíu sæti á listanum og karlar átta. Þá er yngsti frambjóðandinn 19 ára og sá elsti 68 ára. Samfylkingin boðar til stefnuþings laugardaginn 24. mars […]