Nýtt gólf komið á eldri íþróttasalinn að Varmá

Salur 3 tilbúinn til notkunar á mánudaginn

Salur 3 að Varmá verður tilbúinn til notkunar á mánudaginn.

Vinnu við endurnýjun gólfa í eldri íþróttasalnum að Varmá er nú að ljúka og hefur gengið eftir áætlun og verður salur þrjú tekinn í notkun að nýju mánudaginn 14. janúar.
Á. Óskarsson sér um verkið fyrir hönd Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Þessa dagana er unnið að lokafrágangi eins og merkingu valla og gólflistum auk þess sem settar verða upp nýjar eldvarnarhurðir.
Endurnýjun gólfa í sal 3 mun hafa jákvæð áhrif á æfinga- og keppnisaðstöðu blakdeildar Aftureldingar.
Til stendur að endurnýja gólfin í sölum eitt og tvö í sumar en val gólfefna verður unnið í samvinnu við hagaðila.