Entries by mosfellingur

Fjörumór

Þegar ég las jarðfræði í Menntaskólanum í Hamrahlíð fyrir meira en hálfri öld var lesin nýútkomið rit Þorleifs Einarssonar jarðfræðings sem bar það yfirlætislausa nafn Jarðfræði, saga bergs og lands. Þetta rit heillaði mig og átti ég oft margar stundir með þessu merka riti löngu eftir að ég las á námsárunum mínum. Á einum stað […]

Blikastaðabærinn – hvað verður um hann?

Uppbygging á svæðinu kallar á yfirvegaða umræðu og virðingu fyrir þeirri starfsemi sem þar fer nú fram. Nú liggur fyrir gríðarleg uppbygging á Blikastöðum sem mun móta samfélag okkar til framtíðar. Slíkar framkvæmdir kalla á yfirvegaða umræðu og gagnrýna hugsun, því sporin hræða. Í gegnum tíðina hafa skipulagsákvarðanir verið teknar sem hafa haft óafturkræf áhrif […]

Leikskólanum Hlaðhömrum lokað

Miklar breytingar hafa orðið á aðstæðum barna og starfsfólks á leikskólanum Hlaðhömrum á undanförnum mánuðum. Árið 2024 fannst raki í eldra húsi Hlaðhamra og úr varð að hluta þess húsnæðis var lokað samkvæmt ströngustu kröfum þar um. Í lok síðasta árs kom síðan upp leki í tengibyggingu milli eldri og yngri hluta leikskólans og á […]

Samnýting og samstarf

Ég fór með samstarfsfólki mínu í fræðsluferð til Finnlands í síðustu viku. Það er margt sem við getum lært af Finnunum, ekki síst samnýting á aðstöðu. Hluti hópsins fór í dagsferð til Tampere þar sem við fengum kynningu á hinum glæsilega Tammelan leikvangi sem var vígður á síðasta ári. Framkvæmdastjóri vallarins, Toni Hevonkorpi, tók á […]

Hvert fara skattpeningarnir þínir?

Þegar kjörnir fulltrúar fjalla um fjármál sveitarfélaga þá er mikilvægt að þeir geri það með þeim hætti að íbúar skilji stóru myndina. Það er ósanngjarnt að taka út litla búta af púslinu sem sýna í raun bara það sem fólk vill sýna hverju sinni en lætur þann sem hlustar, eða les, um að geta sér […]

Hef væntingar um að þetta muni skila sér

Þann 10. maí 2023 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023-2027, sem gengur undir nafninu Gott að eldast. Markmið verkefnisins er m.a. að finna góðar lausnir til að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu og stórbæta aðgang að ráðgjöf og upplýsingum. Guðleif Birna Leifsdóttir félags- og tengiráðgjafi heldur utan […]

Óskað eftir því að Kirkjukór Lágafellssóknar hætti

„Okkur var sagt á síðustu æfingu að við værum rekin,“ segir Valgerður Magnúsdóttir formaður Kirkjukórs Lágafellssóknar. „Ég er búin að vera alveg miður mín yfir þessu og ekki sofið hálfan svefn. Þó svo að mörg okkar séu orðin fullorðin þá getum við sungið, þó vissulega hefði endurnýjun í kórnum getað verið markvissari. Við eigum ekki […]

Vel heppnuð afmælis­ráðstefna Reykjalundar

Á dögunum fór fram glæsileg ráðstefna um endurhæfingu á vegum Reykjalundar í tilefni af 80 ára afmæli Reykjalundar á þessu ári. Tæplega 250 manns voru skráðir til leiks og hlustuðu á metnaðarfulla dagskrá um stöðu mála í endurhæfingu. Endurhæfing er samvinna Afmælisráðstefnan bar titilinn „Endurhæfing er samvinna – Sköpum framtíðina saman“ en starfsfólk Reykjalundar vill […]

Afmæli og nýju eldhúsi fagnað á leikskólanum Reykjakoti

Leik­skól­inn Reykja­kot fagn­aði 30 ára af­mæli á dögunum og vígði við sama til­efni nýtt eld­hús. Leik­skól­inn hef­ur stækkað og dafn­að í gegn­um tíð­ina og í dag eru um 85 börn þar á aldr­in­um 1-5 ára. Stjórn­end­ur og starfs­fólk Reykja­kots hafa átt frum­kvæði að og tek­ið þátt í fjölda þró­un­ar- og frum­kvöðl­a­verk­efna í gegn­um tíð­ina, bæði […]

Eigendaskipti á Fótaaðgerðarstofu Mosfellsbæjar

Þann 1. febrúar urðu eigendaskipti á Fótaaðgerðarstofu Mosfellsbæjar þegar Auður Ósk Ingimundardóttir afhenti nýjum eigendum Önnu Vilborg Sölmundardóttir og Sigrúnu Áslaugu Guðmundsdóttir lyklana. Fótaaðgerðastofan hefur verið starfandi frá árinu 2009 og eru fjórir fótaaðgerðafræðingar sem starfa þar. Stofan er staðsett í Þverholti 3.

Smáskref

Ég er búinn að vera að vinna með litlu skrefin undanfarna mánuði. Fékk spark í rassinn um mitt síðasta ár þegar ég missti á einni nóttu styrk í hægri upphandlegg. Fékk mjög góð ráð frá sjúkraþjálfaranum mínum sem setti mig í daglegar æfingar. Hef síðan notað um þrjátíu mínútur fyrir vinnu á morgnana til að […]

Með djörfung og dug – Mannkostamenntun í FMOS

Í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ starfar samhentur hópur fólks að því markmiði að skapa lærdómssamfélag þar sem nemendur vaxa og þroskast jafnt sem námsmenn og manneskjur. Hjarta námsins er því ekki síður lærdómsferlið en lokaafurðin en FMOS er verkefnamiðaður leiðsagnarnámsskóli og leggur áherslu á framfarir í námi og vaxtarhugarfar. Við erum sífellt að leita leiða til […]

Bæði karla- og kvennalið Aftureldingar í undanúrslitum

Blakdeild Aftureldingar er með bæði karla- og kvennalið í FINAL4 bikarkeppni Blaksambands Íslands sem haldin er í Digranesi í Kópavogi 6.-8. mars. Strákarnir hefja leik í kvöld, fimmtudag og spila kl. 19:30 gegn KA. Stelpurnar spila á morgun, föstudag, kl 17:00 og einnig á móti KA. Það er ljóst að báðir þessir leikir verða ótrúlega […]

Niðurskurður í grunnskólum Mosfellsbæjar 2025

Þegar meirihluti Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingar lagði fram og samþykkti fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2025, bentum við, fulltrúar D-lista í bæjarstjórn á að það væru gul og jafnvel rauð blikkandi ljós í fjármálum bæjarins sem þyrfti að gefa gaum og bregðast við að okkar mati. Við bentum á að annað árið í röð væru engar […]

Eir í þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar í 20 ár

Eir hjúkrunarheimili hefur verið í samstarfið við Mosfellsbæ um þjónustu til íbúa sveitarfélagsins síðan þann 7. júlí 2005 en þá var undirritaður rammasamningur aðila um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Mosfellsbæ. Þá var sveitarfélagið talsvert minna, með lítilli þjónustumiðstöð að Hlaðhömrum auk um tuttugu íbúða fyrir aldraða. Síðan hefur þjónustumiðstöðin stækkað og þjónustuíbúðum fjölgað umtalsvert. Eir hefur […]