Skipulagið á Blikastaðalandi
Rétt fyrir sveitastjórnarkosningar 2022 var undirritaður samningur við landeiganda Blikastaðalands um uppbyggingu á svæðinu. Á þessum þremur árum sem liðin eru hefur mikil vinna átt sér stað við hönnun og greiningu á umhverfisáhrifum sem byggðin mun hafa fyrir hverfið. Rík áhersla hefur verið lögð á þætti eins og skuggavarp, birtuskilyrði, hljóðvist og loftgæði ásamt umferðargreiningum. […]