Entries by mosfellingur

Mosfellingar taka bílaþvottastöð í Háholti fagnandi

Eftir nokkurra ára hlé opnaði N1 aftur þvottastöð í Háholti í Mosfellsbæ og Guðbergur Björnsson, þjónustustjóri þvottastöðva hjá N1, þakkar góðar viðtökur. „Við erum að fá rosalega góðar móttökur í Mosfellsbæ. Það er frábært hvað hefur verið mikið að gera.“ Þvottastöðvar og -básar á sjö stöðvum N1 hefur einnig opnað þvottastöð á Gagnvegi í Grafarvogi […]

Gera sam­komulag um upp­færð­an sam­göngusátt­mála

Styttri ferða­tími, minni taf­ir, auk­ið um­ferðarör­yggi, áhersla á að draga úr kol­efn­is­spori, stór­bætt­ar al­menn­ings­sam­göng­ur, fjölg­un hjóla- og göngu­stíga og upp­bygg­ing stofn­vega eru kjarn­inn í upp­færð­um sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem und­ir­rit­að­ur var á dögunum. Sátt­mál­inn fel­ur í sér sam­eig­in­lega sýn fyr­ir allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þar sem lögð verð­ur höf­uð­áhersla á skil­virka og hag­kvæma upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða. Mark­mið­ið er að […]

Hélt 70 ára afmælismót í minningu barnabarns

Þann 10. júlí síðastliðin hélt Hrefna Birgitta Bjarnadóttir upp á 70 ára afmælið sitt með því að halda styrktargolfmót á Hlíðavelli. Mótið var til styrktar Umhyggju en félagið vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Styrkurinn var til minningar um barnabarn hennar sem hefði orðið 10 ára í sumar. „Mér fannst tilvalið að […]

Íþróttahátíðin

Et, drekk og ver glaðr, segir í Hávamálum og sömuleiðis, Sjaldan liggjandi úlfur lær um getur né sofandi maður sigur. Bæjarhátíð Mosfellsbæjar snýst um þetta. Hreyfingu, næringu og gleði. Það er heldur betur margt í gangi í Mosfellsbænum á bæjarhátíðinni þegar kemur að hreyfingu og hreysti. Hundahlaupið er mætt í bæinn, Ævar Mosverji leiðir göngu […]

Bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram um helgina

Bæjarhátíðin vinsæla Í túninu heima verður haldin 29. ágúst til 1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og teygir sig vítt og breitt, upp á fellin og inn í Mosfellsdal. Formleg setning fer fram með hátíðardagskrá í Hlégarði á fimmtudegi. Við það tækifæri fer fram útnefning bæjarlistamanns og veittar umhverfisviðurkenningar. Þekktir dagskrárliðir verða í boði […]

Í túninu heima – DAGSKRÁ 2024

Bæjarhátíðin vinsæla Í túninu heima verður haldin 29. ágúst til 1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og teygir sig vítt og breitt, upp á fellin og inn í Mosfellsdal. Formleg setning fer fram með hátíðardagskrá í Hlégarði á fimmtudegi. Við það tækifæri fer fram útnefning bæjarlistamanns og veittar umhverfisviðurkenningar. Þekktir dagskrárliðir verða í boði […]

Að eiga bakland til að sækja börnin á leikskólann

Nú er leikskólatími barna í Mosfellsbæ á föstudögum til kl. 14:00 nema fyrir þau sem nauðsynlega þurfa lengri vistunartíma, vinnu sinnar vegna. Þá er hægt að sækja sérstaklega um með átta daga fyrirvara að ná í börnin klukkan 16:00. Þetta hefur leitt til óánægju og óvæntra áskorana fyrir margar fjölskyldur. Jafnréttisskekkja í barnvænu sveitarfélagi? Óformleg […]

Seljadalur

Einn af fegurstu og sérstæðustu dölum innan marka Mosfellsbæjar er Seljadalur. Þessi skjólsæli og vel gróni dalur er við vesturmörk Mosfellsheiðar, sunnan og austan við Grímannsfell sem er hæsta fjall Mosfellsbæjar. Fremur fátítt er að þar sé fólk á ferð utan hestafólk sem ríður elstu leiðina í átt til Þingvalla. Þetta var leið þriggja konunga […]

Íþróttir sameina fólk og skapa vináttu

Einar Ingi Hrafnsson var ráðinn framkvæmdastjóri Aftureldingar þann 1. maí. Hann þekkir vel til félagsins enda sjálfur verið þar iðkandi, þjálfari og sjálfboðaliði og mun því reynsla hans nýtast honum vel í starfi. Einar segir Aftureldingu vera stærstu uppeldismiðstöð Mosfellsbæjar enda flest börn bæjarins sem koma þar við, en í mislangan tíma þó. Hlutverk félagsins […]

Styrkir úr Klörusjóði afhentir

Mið­viku­dag­inn 12. júní voru af­hent­ir styrk­ir úr Klöru­sjóði en markmið sjóðs­ins er að stuðla að ný­sköp­un og fram­þró­un í skóla- og frí­stund­astarfi í Mos­fells­bæ. Í sjóð­inn geta sótt kenn­ar­ar, kenn­ara­hóp­ar, að­r­ir fag­að­il­ar sem starfa við skóla/frístund í Mos­fells­bæ, einn skóli eða fleiri skól­ar/fag­að­il­ar í sam­ein­ingu sem og fræðslu- og frí­stunda­svið í sam­starfi við skóla. Veitt­ir […]

Glímir við lúxusvandamál

Aron Daníel Arnalds er 23 ára uppalinn Mosfellingur sem alla tíð hefur haft mikinn áhuga á tónlist. Hann æfði á trommur í nokkur ár og nú síðustu 2-3 ár hefur hann gefið sér meiri tíma og kraft í að semja texta og lög. „Ég finn að ég er tilbúinn með mitt sound,“ segir Aron en […]

Erna Sól­ey á Ólympíu­leikana

Mosfellingurinn Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París í sumar en Alþjóða­ólympíunefndin staðfesti svo um helgina. Erna Sóley hefur verið iðin við keppnir síðustu vikur og mánuði og staðið sig afar vel. Hún sigraði meðal annars á Meistaramóti Íslands fyrr í mánuðinum og setti þar að auk Íslandsmet í […]

Reykjalaug fundin

Í tengslum við lagningu gangstígs upp Reykjaveg að Suður-Reykjum var ákveðið að reyna að staðsetja Reykjalaug sem lenti undir vegi um 1940. Mosfellsbær óskaði eftir aðstoð Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Minjastofnunar Íslands við að finna hina sögufrægu Reykjalaug með jarðsjá. Af hundruðum lauga og hvera sem voru eitt sinn í Mosfellssveit var hún þeirra þekktust. […]

Birgir útnefndur heiðursborgari Mosfellsbæjar

Birg­ir D. Sveins­son fyrrverandi skólastjóri Varmárskóla og stofnandi skólahljómsveitar Mosfellsbæjar var útnefndur heiðursborgari Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn þann 17. júní. „Ég er snortinn og þakklátur,“ sagði Birgir við afhendinguna en hann er heiðraður fyrir hans mikla framlag til tónlistar- og menningarlífs sem og uppeldismála í Mosfellsbæ. Birgir D. Sveinsson er fæddur 5. apríl 1939 í […]

Farsæl efri ár

Íslensk stjórnvöld hafa nýlega sett fram aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem ber nafnið „Gott að eldast“ sem byggir á nýrri hugsun við ört stækkandi hóp í samfélaginu. Í þeirri áætlun er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, tryggja þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi og fjölga þeim sem taka […]