Entries by mosfellingur

Sameina krafta sína á Mosó­torgi

MosóTorg er gjafa-, hönnunar- og hannyrðaverslun sem opnuð hefur verið að Háholti 14. Þar sameina krafta sína þær Sigurbjörg Kristmundsdóttir sem rekur hannyrðaverslunina Sigurbjörgu og Slikkerí.is, Ólína Kristín Margeirsdóttir sem er með Instaprent ásamt því að reka ljósmyndastofuna Myndó og Ísfold Kristjánsdóttir (Folda) með fyrirtækið Foldabassa.art. „Sagan á bak við þetta samstarf okkar er að […]

Þetta mót er komið til að vera

Fyrir fjórum árum tóku Páll Örn Líndal og Golfklúbbur Mosfellsbæjar höndum saman og héldu styrktarmót í golfi, Palla Open. Öllum var velkomið að taka þátt og þátttökugjöldin runnu óskipt til styrktarmála. Mótið sem nú er orðið að árlegum viðburði hefur vaxið mikið með árunum en á síðasta móti mættu 246 kylfingar til leiks, sem er […]

Fjölmennt á foreldrafundi

Opinn fundur með foreldrum og forsjáraðilum elstu bekkja grunnskóla var haldinn á þriðjudaginn. Fundurinn var mjög vel sóttur en hátt í 300 foreldrar fylltu Hlégarð. Mosfellsbær boðaði til fundarins með foreldrum í Mosfellsbæ, starfsfólki Fræðslu- og frístundasviðs og Velferðarsviðs ásamt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og öðrum góðum gestum. Erindi á dagskrá voru m.a. frá Kára Sigurðssyni […]

Þóra útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

Á sér­stakri há­tíð­ar­dagskrá við setn­ingu bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima í Mos­fells­bæ fimmtu­dag­inn 29. ág­úst var leir­lista­kon­an Þóra Sig­ur­þórs­dótt­ir út­nefnd bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2024. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar sér um val bæj­arlista­manns ár hvert og veitti Hrafn­hild­ur Gísla­dótt­ir formað­ur nefnd­ar­inn­ar leir­lista­kon­unni Þóru Sig­ur­þórs­dótt­ur verð­launa­grip eft­ir lista­kon­una Ingu El­ínu ásamt við­ur­kenn­ing­ar­fé sem fylg­ir nafn­bót­inni. Framúrskarandi í leirlist Þóra […]

Sjálfboðaliðar

Ég hef verið sjálfboðaliði síðan ég var gutti. Fannst það eðlilegur hluti af tilverunni að hjálpa til í kringum fótboltann hjá Þrótti þar sem ég tók mín fyrstu sjálfboðaliðaskref. Sjálfboðaliðastarf er risastór hluti af íslensku samfélagi. Viðbragðsaðilar Almannavarna eru að stórum hluta sjálfboðaliðar. Björgunarsveitirnir eru þar í aðalhlutverki en hlutverk sjálfboðaliða Rauða krossins er sömuleiðis […]

Brúarland gengur í endurnýjun lífdaga

Brúarland er samofið sögu Mosfellssveitar og síðar Mosfellsbæjar í nærfellt 100 ár. Bygging þess hófst árið 1922 og lauk árið 1929. Brúarland er byggt eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Byggingin hefur hýst margs konar starfsemi í gegnum áratugina. Þar var starfrækt símstöð og pósthús og þar hafa félagasamtök og kórar haft aðstöðu á ýmsum tímum. Brúarland […]

Samgöngusáttmálinn

Það voru tímamót haustið 2019 þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldið gerðu með sér samning um sameiginlega framtíðarsýn fyrir þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur farið sívaxandi og áhrifin dyljast engum. Frá því Samgöngusáttmálinn var undirritaður hefur bílum fjölgað um 16.000 og íbúum um 21.000 á höfuðborgarsvæðinu. Endurskoðun sáttmálans Margt hefur breyst frá […]

Skólasamfélag barnanna okkar

Eitt það mikilvægasta í okkar lífi eru börnin okkar og þeirra velferð. Við viljum öll að vegur þeirra verði sem greiðastur. Því miður er það nú ekki raunin hjá okkur flestum. Lífið færir okkur ýmis verkefni og áskoranir, í bland við góðu dagana. En þá skiptir máli hvernig við stígum inn í þau mál sem […]

Við getum gert betur

Sú staðreynd að börnin okkar séu ekki örugg – hvorki í sínu nærumhverfi eða á opinberum viðburðum er hliðrun á þeim raunveruleika sem við höfum búið við í íslensku samfélagi. Síðustu vikur hefur verið áþreifanleg sorg í samfélaginu og hluttekning með þeim sem eiga um sárt að binda vegna dauðsfalls ungrar stúlku sem varð fyrir […]

Til minnis -­ ekki gleyma að gefa af þér

Fátt hefur betri áhrif á okkar líðan og andlega og félagslega heilsu en að umgangast fjölskyldu og vini sem hafa góð áhrif á okkur. Fólk sem er styðjandi, hvetjandi, jákvætt og sýnir okkur skilning og hefur trú á okkur. Það er merkilegt að á okkar tímum þegar tækifærin og tæknin er mikil að þá sé […]

Ekki vera píslarvottur

Þeir sem hafa verið í leiðtogastöðu eða stjórnunarstarfi um árabil vita að stundum koma erfið mál inn á borð leiðtogans sem honum ber að taka á. Það getur verið erfitt að taka á málum og taka óvinsælar ákvarðanir en það er engu að síður eitt af því sem leiðtogi er ráðinn til. Leiðtogar verða að […]

Af atvinnumálum í Mosó

Nú þegar rétt um ár er síðan gildandi atvinnustefna fyrir Mosfellsbæ var samþykkt af bæjarstjórn er tilvalið að taka stöðuna á framvindu verkefna sem því tengjast. Atvinnustefnan var tímabær fyrir okkar ört vaxandi sveitarfélag, til að skerpa á áherslum í atvinnumálum og ýta undir frekari framþróun og verðmætasköpun í sveitarfélaginu. Svo ekki sé minnst á […]

Ráðin framkvæmdastjóri Lágafellssóknar

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir var nýlega ráðin framkvæmdastjóri Lágafellssóknar, en hún var valin úr hópi 23 umsækjenda. Sem framkvæmdastjóri mun hún koma til með að bera ábyrgð á rekstri sóknarinnar, mannauðsmálum, umsjón með kirkjugörðum, fasteignum og sitja sóknarnefndarfundi. Jóhanna Ýr hóf störf í byrjun ágúst. Hún er með B.A. í guðfræði, diploma próf í kennslufræðum ásamt […]

Líf mitt snýst um íþróttir

Gunnar Birgisson þekkja margir af skjánum en hann hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli sem íþróttafréttamaður. Gunnar hefur einnig sinnt öðrum dagskrárliðum hjá RÚV eins og Landanum, Skólahreysti og Eurovision söngvakeppninni en hann fylgdi íslensku Eurovisionförunum eftir í Malmö í Svíþjóð sl. vor. Gunnar sem hefur starfað í fjölmiðlum frá árinu 2010 segir Eurovisionævintýrið og […]

Mosfellsbær leitar að samstarfsaðilum fyrir þróunarverkefni

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu um að skoða áhuga mögulegra samstarfsaðila á tveimur þróunarverkefnum á Varmársvæðinu. Annars vegar þjónustu- og aðkomubyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá og hins vegar þróun og uppbyggingu á lóð við Háholt 5. Markmiðið er að veita áhugasömum og hæfum aðilum tækifæri til að koma fram með hugmyndir að þróun og uppbyggingu á […]