Entries by mosfellingur

Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 var samþykktur í bæjarstjórn á dögunum. Fulltrúar meirihlutans ásamt bæjarstjóra hafa lýst yfir mikilli ánægju með niðurstöðu ársreikningsins. Það er margt jákvætt við niðurstöðuna, en ekki er allt sem sýnist og höfum við fulltrúar D-lista bent á það í umræðunni. Þótt ársreikningur A- og B-hluta sýni jákvæða rekstrarniðurstöðu verður að […]

Grúskað í gömlum heimildum

Í fyrra sem leið mátti minnast þess að hálf öld var liðin frá því að Páll Ísólfsson (fæddur 1893) var allur. Hann var landsþekktur fyrir tónlist sína bæði sem orgelleikari við Dómkirkjuna og sem stjórnandi ýmissa kóra og hljómsveita. En líklega mun hann vera einna þekktastur fyrir tónsmíðar sínar. Einna hæst er úr „Úr myndabók […]

Skólahald á Blikastaðalandi

Nú styttist í að deiliskipulag Blikastaðalands verði tekið til umræðu og staðfestingar og þá þarf að taka ákvarðanir er snúa að uppbyggingu innviða á svæðinu. Eitt af því sem þarf að skoða er hvernig uppbygging t.d. skólamannvirkja á að vera. Ljóst er að uppbygging þessara mannvirkja hleypur á milljörðum króna og því skiptir máli að […]

Reykjalaug – Minjar undir malbiki

Í Mosfellingi sem kom út í júlí á síðasta ári var greint frá rannsókn sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í þeim tilgangi að reyna að staðsetja leifar Reykjalaugar undir Reykjavegi. Þar kom fram að niðurstöður rannsóknarinnar væru þær að laugin væri á sínum stað undir veginum. Reykjalaugar er víða getið í heimildum. Sérstaklega frá 18. […]

Fljótandi veitingar

Það er mikið í umræðunni núna hvort það sé rétt að selja bjór á íþróttaleikjum. Tvö sjónarmið takast á – annars vegar forvarnarsjónarmiðið sem segir að íþróttir og áfengi fari aldrei saman og hins vegar viðburðasjónarmiðið sem setur íþróttaleiki á hæsta stigi í sama flokk og aðra viðburði sem fjöldi fólks velur að mæta á. […]

Harry Potter og London baby!

Það fór fjörugur hópur frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ til London þann 8. maí í Harry Potter ferð. Þetta var hluti af nemendum úr Harry Potter áfanga sem var kenndur á vorönn 2025. Planið var að fara í leikhús að sjá Harry Potter and The Cursed Child og fara á Harry Potter safnið. Þetta er í […]

Nýtt stemningslag að fæðast

Það er einhver undiralda í gangi í Mosfellsbænum núna. Við erum að spila í bestu deildum landsins nánast daglega og það er byrjað að vaxa hár á formanninn Geira Slæ,“ segir Steindi Jr. „Það er allt að sjóða upp úr af stemningu, svo við ákváðum að henda í nýtt lag, tileinkað Mosfellsbæ og Aftureldingu… og […]

Allir leggja sitt af mörkum

Snjallræði er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í Helgafellsskóla í fjögur ár. Þetta er hönnunarstund þar sem allir nemendur skólans, allt frá leikskólastigi upp á unglingastig, glíma við mánaðarlegar áskoranir. Markmið Snjallræðis er að efla nemendur í samvinnu, skapandi og gagnrýnni hugsun ásamt því að þjálfa og styrkja ímyndunaraflið. Hvatamaður að þessu þróunarstarfi er […]

Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna

Íþrótta- og tómstundanefnd veitti styrki til átta ungra og efnilegra ungmenna sem skara fram úr á sviði íþrótta og lista á fundi sínum þriðjudaginn 29. apríl. Styrkirnir eru ætlaðir þeim ungmennum sem, vegna mikillar þátttöku í æfingum, keppni eða annarri skipulagðri starfsemi, eiga erfitt með að sinna hefðbundinni sumarvinnu líkt og jafnaldrar þeirra. Markmiðið með […]

Börnin í Reykjadal fá flotta sumargjöf

Í Reykjadal hafa verið starfræktar sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni í 62 ár. Sund og leikur hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi sumarbúðanna og sundlaugin er ómissandi hluti af upplifuninni. Mörg barnanna fara oft á dag í laugina og það er alltaf jafn gaman. Sundlaugin þarf verulega á viðgerð að halda og […]

Okkar Mosó verður Krakka Mosó

Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar hefur samþykkt að leggja áherslu á þátttöku barna í verkefninu Okkar Mosó árið 2025 og fær verkefnið því nafnið Krakka Mosó að þessu sinni. Framkvæmdin á verkefninu í ár verður í samvinnu við skóla Mosfellsbæjar og ungmennaráð. Krakka Mosó 2025 er lýðræðis- og samráðsverkefni krakka og Mosó um forgangsröðun og úthlutun […]

Tölum saman

Félag- og húsnæðismálaráðuneytið hefur ýtt úr vör vitundarvakningu um félagslega einangrun. Verkefnið ber heitir Tölum saman og með því vill ráðuneytið vekja athygli almennings á því hversu alvarleg einangrun er og hvernig við getum öll verið hluti af lausninni. Orsakir félagslegrar einangrunar eru fjölþættar. Andlát maka, skilnaður, veikindi, vinslit, atvinnumissir og fleiri áföll geta allt […]

Félag aldraðra í Mosfellsbæ – FaMos

Félag aldraðra í Mosfellsbæ stendur fyrir mjög öflugu starfi í þágu eldri borgara hér í bænum. Mikill hluti starfsins er á vegum fimm nefnda félagsins og einnig er mjög öflugt samstarf við félagsstarfið á vegum bæjarins. Þá á félagið þrjá fulltrúa í öldungaráði sem er skipað samkvæmt lögum og ætlað til að tengja félagsstarf eldri […]

Veldu vímuefnafræðslu

Í þessari viku eru allir 9. bekkingar í Mosfellsbæ að fá vímuefnafræðslu frá Heilsulausnum. Vímuefnafræðslan heitir VELDU sem vísar í að allir eigi val og að það sé mikilvægt að taka ákvörðun um hvaða stefnu við viljum taka í lífinu. Markmiðið með fræðslunni er að upplýsa um skaðsemi og ávanabindingu vímuefna. Mikil áhersla er lögð […]

Öflug kirkja í Mosfellsbæ

Í Lágafellssókn er unnið mikið og öflugt safnaðarstarf. Það hefur orðið enn umfangsmeira og fjölbreyttara síðustu ár og helgihald hefur tekið miklum breytingum. Safnaðarstarf hefur aldrei verið öflugra né messusókn betri. Teknar hafa verið upp margar nýjungar í starfinu bæði varðandi messuform og messutíma og hefur það mælst vel fyrir. Starf með eldri borgurum hefur […]