Entries by mosfellingur

Nokkur orð um fjárhagsáætlun og kaffisopa

Fjárhagslegt umhverfi sveitarfélaganna hefur einkennst af mikilli óvissu undanfarin 2 ár af orsökum sem við öll þekkjum. Á covid-tímum varð reksturinn vandasamari og tekjur lækkuðu. En eins og fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2022 sýnir þá er fjárhagur sveitarfélagsins að komast á betra ról fyrr en menn töldu að væri mögulegt í upphafi faraldurs, tekjufallið er að skila […]

Arna Hagalíns gefur kost á sér í 2. sæti

Arna Hagalíns býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Arna er með B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands og MBA-gráðu með áherslu á mannauðsstjórnun frá háskólanum í Aberdeen í Skotlandi. Arna starfar sem rekstrar- og fjármálastjóri hjá E. Gunnarsson ehf. auk þess að þjálfa fólk í að auka eigið sjálfstraust hjá Dale Carnegie. „Ég brenn […]

Hjörtur býður sig fram í 4. sæti

Hjörtur Örn Arnarson gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fer fram 5. febrúar 2022. Hjörtur er landfræðingur frá Háskóla Íslands og með framhaldsmenntun í kortagerð og landmælingum frá Danmörku. Hann er giftur Klöru Gísladóttur kennara í Helgafellsskóla og eiga þau saman 3 börn. Hjörtur hefur starfað í verkfræðigeiranum í hátt í 20 ár […]

Markmið morgundagsins

Ég er að vinna með öflugu teymi þessa dagana. Verkefninu sem við erum að vinna að núna miðar vel áfram og það er mjög líklegt að við komumst mun lengra með það en gert var ráð fyrir í upphafi þess. Ein af ástæðum þess er að markmiðin eru skýr. Bæði aðalmarkmiðið og sömuleiðis markmið hvers […]

Framsókn til framtíðar

Kæri sveitungi, eins og flestum íbúum Mosfellsbæjar er kunnugt þá verða sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí 2022. Spennandi tími er fram undan og hægt að hafa góð og mikil áhrif. Við framsóknarfólk ætlum okkur að sjálfsögðu að mæta sterk til leiks og höfum nú þegar hafið kosningaundirbúning. Það er tilhlökkun í okkar fólki og kominn tími […]

Kolbrún býður sig fram í 1. sæti

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins. Hún hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og var áður fyrsti varabæjarfulltrúi 2010–2014. Auk þess hefur Kolbrún setið í stjórn skíðasvæðanna og situr nú fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu byggðasamlags. Kolbrún var formaður fjölskyldunefndar frá […]

Jólaskógurinn í Hamrahlíð

Jólatrjáasalan í Hamrahlíð við Vesturlandsveg hefst laugardaginn 11. desember klukkan 13:00. Jólasveinar munu mæta á svæðið og verður því fjör í Jólaskóginum í Hamrahlíðinni. Bæjarstjórinn mun höggva fyrst tréð auk þess sem Mosfellskórinn syngur nokkur lög. Jólatrjáasalan er fyrir löngu orðinn fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum íbúum Mosfellsbæjar og nærsveitunga. Það er skemmtileg […]

Covid-19 stöðuskýrsla fjölskyldusviðs

Frá því Covid-19 skall á með öllum þeim ósköpum sem því hefur fylgt hefur skapast umræða í þjóðfélaginu um að heimilisofbeldi hafi aukist mikið og tilkynningum til barnaverndar fjölgað. Heilu fréttatímarnir voru undirlagðir og mikið gekk á á höfuðborgarsvæðinu í þessum málum, en þar var þó aðallega verið að vísa til fjölgunar í öðrum sveitarfélögum […]

Mosfellsbær og friðun Blikastaðakróar/Leiruvogs

Við Íslendingar stöndum í þeirri bjargföstu trú að náttúra landsins sé fögur, hrein og tær. Er það svo alls staðar? Ég stend í þeirri trú að Mosfellsbær sé mjög fallegur bær, náttúran og fjöllin allt um kring og fegurð vatna, lækja, áa og hafs sem umlykur okkur. Nýlega tók ég sæti í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis (HK) […]

Héraðsskjalasafnið fagnar 20 ára afmæli

Blásið var til afmælisfagnaðar Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar í Kjarna hinn 22. október. Þess var minnst að Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar var stofnað hinn 24. október 2001 þegar Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður kom og veitti heimild til stofnunar þess. Áður hafði Sögufélag Kjalarnesþings hvatt bæjarstjórn Mosfellsbæjar til að koma á legg héraðsskjalasafni. Af þessu tilefni voru fluttar ræður og saga […]

KALEO styður við stelpurnar

Mosfellska hljómsveitin KALEO hefur komist að samkomulagi við Aftureldingu um að styðja myndarlega við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Áður hefur hljómsveitin stutt við strákana með sögulegum samningi og nú bætist í hópinn. Gengið var frá samningi á fjölmennu styrktarkvöldi á dögunum sem fram fór í Félagsgarði í Kjós. Meðlimir KALEO voru þar heiðursgestir en hljómsveitin […]

Börn vilja reglur og mörk

Það er óhætt að segja að Gróa Karlsdóttir þekki ungviðið í Mosfellsbænum betur en margur annar enda hefur hún starfað lengi sem skólaliði eða í 25 ár.Gróa aðstoðar nemendur í leik og starfi og leiðbeinir þeim í umgengni og samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsmenn skólans. Hún segir starfið fjölbreytt og gefandi og það […]

Gert ráð fyrir rekstrarafgangi 2022

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 ber merki aukinna efnahagslegra umsvifa eftir það högg sem heimsfaraldur kórónuveirunnar er og þeirrar viðspyrnu sem Mosfellsbær hefur náð, segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Á næsta ári verður unnið að hönnun og framkvæmd nýs leikskóla í Helgafellshverfi, byggingu nýs íþróttahúss í Helgafellsskóla og nýrrar þjónustubyggingar við íþróttamiðstöðina að Varmá.Þá verður […]

Ljós í nýjum jólagarði tendruð

„Jólaskreyttur garður á Hlégarðstúni þar sem fólk gerir sér ferð til að heimsækja staðinn og eiga góðar stundir.“ Þannig hljómaði ein af þeim hugmyndum sem kosnar voru til framkvæmdar í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó á árinu 2021. Frábær hugmynd sem vekur hlýjuJólagarðurinn var formlega opnaður þegar Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og börn í 4. bekk í Varmárskóla […]