Entries by mosfellingur

Nýtt upphaf með Samfylkingunni

Við kjósum til Alþingis á laugardaginn 30. nóvember. Kosningar, sem boðað var til þegar stjórnarflokkarnir þrír sprungu endanlega á limminu eftir sjö ár af brokkgengu samstarfi. Á laugardaginn gefst kjósendum langþráð tækifæri til að stokka upp í stjórnmálunum. Það skiptir máli fyrir framtíð Íslands að nýta það vel. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur Samfylkingin kynnt […]

Miðflokkurinn – fyrir framtíðina

Landsmenn eru orðnir þreyttir á stöðunni í íslenskum stjórnmálum. Það er vegna þess að stjórnmálaflokkar gleyma oftast að hlutverk þeirra er að þjóna samfélaginu og gæta hagsmuna allra landsmanna. Stjórnmál eiga ekki að snúast um hagsmuni eða pólitík flokka, heldur um velferð þjóðarinnar á grunni skýrrar hugmyndafræði. Þess vegna viljum við Miðflokksmenn breyta stöðunni í […]

Hvað vantar í aðstöðuna við Varmá?

Hér í bæ er áberandi hve margvísleg tækifæri eru til þess að rækta líkamann (og hugann þar með). Það á við alla aldursflokka og ekki hvað síst við 60+ aldursflokkinn og til dæmis starf FAMOS og Gaman saman. Enn fremur alls konar tilboð og atburði sem felast í stefnumiði bæjarins og kjarnast í hugtakinu heilsueflandi […]

Meðferðarheimili fyrir ungmenni opnað á Farsældartúni

Á þriðjudag opnaði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, meðferðarheimilið Blönduhlíð, sem staðsett er á Farsældartúni í Mosfellsbæ. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni á aldrinum 13–18 ára sem glíma við hegðunar- og fíknivanda og verður rekið af Barna- og fjölskyldustofu. Meðferðarheimilinu er ætlað að vera viðbót við greiningar- og meðferðardeild Stuðla. Með því að bæta við […]

Helgafellsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin

Helgafellsskóli hlaut á dögunum Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni. Verk­efn­ið er ný­sköp­un­ar­verk­efni sem ber heit­ið Snjall­ræði og nær frá leik­skóla­stigi upp á ung­lingast­ig. Markmið verk­efn­is­ins er að nem­end­ur þjálf­ist í skap­andi og gagn­rýn­inni hugs­un. Verk­efn­ið felst í hönn­un­arstund þar sem nem­end­ur takast á við raun­veru­leg sam­fé­lags­vanda­mál og nota til þess ferli hönn­un­ar og hönn­un­ar­hugs­un­ar sem […]

Fjölbreytileikinn

Ég og einn góður erum á þeirri gefandi vegferð að prófa allar íþróttir sem stundaðir eru skipulega í Mosfellsbæ. Við verðum í þessu eitthvað fram yfir áramót. Það eru nefnilega svo margar íþróttir sem hægt er að stunda í Mosó. Og það bætist í flóruna. Mér finnst þetta frábært. Sumir finna sig best í hópíþróttum, […]

Ráðist í endurbætur á Mosfellskirkju

Nú á haustmánuðum hefur verið lagt kapp á vinnu við nauðsynlegar framkvæmdir bæði við Mosfellskirkju og Lágafellskirkju. Mosfellskirkja hefur verið lokuð vegna mygluskemmda frá því í vor. Sóknarnefnd Lágafellssóknar tók þá ákvörðun á fundum sínum í haust að hefja endurbætur á Mosfellskirkju til að koma í veg fyrir frekari skemmdir sem og að opna kirkjuna […]

Hreppaskjöldurinn áfram í Miðdal

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós var haldin fimmtudaginn 10. október að Kiðafelli í Kjós. Að venju var góð mæting og frábær stemning. Eitthvað var verslað með líflömb enda þónokkur með verndandi arfgerð gegn riðu til sölu. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti […]

Að þjálfa er mín hugsjón

Sigrún Másdóttir hefur frá unga aldri haft gaman af íþróttum og þá sérstaklega hópíþróttum. Hún æfði flestar þær íþróttagreinar sem í boði voru en handboltinn hafði á endanum vinninginn. Sigrún var 16 ára þegar hún spilaði sinn fyrsta handboltaleik með meistaraflokki og 51 árs þegar hún spilaði þann síðasta. Hún hefur einnig starfað sem handboltaþjálfari […]

Endurvekja Sönginn í Mosó í Hlégarði

Karlakórinn Stefnir hóf vetrarstarfið um miðjan september og eru í honum 40 starfandi félagar og nokkur nýliðun hefur verið eftir Covid-faraldurinn. Stjórnandi er Keith Reed sem upprunninn er í hinni stóru Ameríku en hefur starfað á Íslandi um allmörg ár, kvæntur íslenskri konu og á uppkomin börn. Meðal þeirra er sonur sem líka er söngfugl […]

„Ólýsanleg tilfinning“

Afturelding hafði betur gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjudeildar-umspils um sæti í Bestu deild karla 2025 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Aftureldingar sem karlalið félagsins kemst í efstu deild Íslandsmótsins. Eina mark leiksins kom á 78. mínútu og var það Sigurpáll Melberg Pálsson sem skoraði þegar hann fylgdi eftir skoti sem var […]

Uppfærsla samgöngusáttmála – nei takk

Mál málanna hjá bæjarstjórn í september var uppfærður samgöngusáttmáli en markmiðið með honum er að liðka fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu og bjóða upp á fjölbreyttari valkosti til ferða á milli svæða. Það er margt gott í sáttmálanum en það eru líka margir þættir sem eru óljósir og þarfnast umræðu. Hvað er í þessu fyrir okkur? […]

Samgöngusáttmáli

Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 25. september sl. var samþykkt uppfærsla á Samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem fyrst var samþykktur árið 2019. Það er margt jákvætt í uppfærðum samgöngusáttmála sem er nauðsynlegur til að komast úr þeirri kyrrstöðu sem ríkt hefur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig jákvætt að ríkið komi með aukið fjármagn í […]

Mín ákvörðun

Ég er nú bara þannig að ég vil vera gerandi í eigin lífi og þess vegna er þetta ákvörðun mín,“ sagði frambjóðandi í stjórnmálaflokki um síðustu helgi eftir að uppstillingarnefnd í flokknum hennar hafði raðað frambjóðendum á lista fyrir komandi kosningar. Ég er sammála henni. Við erum gerendur í eigin lífi. Við þurfum ekki að […]

Við erum komin til að vera – Viltu vera með?

Á 50 ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst loks að ná langþráðu markmiði. Karlalið deildarinnar tryggði sér sæti í BESTU deildinni í hreinum úrslitaleik um sætið fyrir framan tæplega 3.000 áhorfendur á Laugardalsvelli. Þessi árangur er enginn tilviljun. Um árabil hefur uppbygging verið stigvaxandi, bæði innan liðsins og ekki síður í umgjörðinni. Sjálfboðaliðar hafa unnið þrekvirki […]