Entries by mosfellingur

Bæði karla- og kvennalið Aftureldingar í undanúrslitum

Blakdeild Aftureldingar er með bæði karla- og kvennalið í FINAL4 bikarkeppni Blaksambands Íslands sem haldin er í Digranesi í Kópavogi 6.-8. mars. Strákarnir hefja leik í kvöld, fimmtudag og spila kl. 19:30 gegn KA. Stelpurnar spila á morgun, föstudag, kl 17:00 og einnig á móti KA. Það er ljóst að báðir þessir leikir verða ótrúlega […]

Niðurskurður í grunnskólum Mosfellsbæjar 2025

Þegar meirihluti Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingar lagði fram og samþykkti fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2025, bentum við, fulltrúar D-lista í bæjarstjórn á að það væru gul og jafnvel rauð blikkandi ljós í fjármálum bæjarins sem þyrfti að gefa gaum og bregðast við að okkar mati. Við bentum á að annað árið í röð væru engar […]

Eir í þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar í 20 ár

Eir hjúkrunarheimili hefur verið í samstarfið við Mosfellsbæ um þjónustu til íbúa sveitarfélagsins síðan þann 7. júlí 2005 en þá var undirritaður rammasamningur aðila um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Mosfellsbæ. Þá var sveitarfélagið talsvert minna, með lítilli þjónustumiðstöð að Hlaðhömrum auk um tuttugu íbúða fyrir aldraða. Síðan hefur þjónustumiðstöðin stækkað og þjónustuíbúðum fjölgað umtalsvert. Eir hefur […]

Fasteignagjöld í Mosfellsbæ

Fasteignagjöld eru reiknuð sem hluti af fasteignamati hverrar eignar. Fasteignamatið tekur mið af verðmati húss og lóðar og eru forsendur fasteignamats meðal annars flatarmál eignar, staðsetning, aldur og ástand eignar og tölfæðileg gögn um kaupsamninga. Árlega er fasteignamatið endurmetið. Fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði á milli áranna 2023 og 2024 um 13,% og á milli […]

Úr sjoppunni í formannssæti VR

Nú þegar ég hef heimsótt fjölda vinnustaða í tengslum við kosningar til formanns VR hugsa ég oft til baka til sjoppuáranna í Snæland Vídeó í Mosó og um það hversu mikið afgreiðslustörf hafa breyst. Í sjoppunni höfðum við ákveðið sjálfsforræði, við máttum lauma aðeins meira blandi í pokann, semja um skuldir fyrir spólur og gefa […]

Opið bréf til sóknarnefndar

Haustið 2023 réðist organisti til sóknarinnar sem mikils var vænst af. Það má síðan ljóst vera að sóknarnefndin hafði því miður ekki kynnt sér sem skyldi fyrri störf umsækjandans, sem virðast að jafnaði hafa staðið stutt á hverjum stað. Ástæður þess hafa orðið okkur ljósari sem tökum þátt í kórstarfi kirkjunnar eftir því sem tíminn […]

Fimm nýir stungupallar í Lágafellslaug

Sundkappinn Kolbeinn Flóki Gunnarsson var drifkrafturinn í því að nýir löglegir keppnisstungupallar eru nú komir í Lágafellslaug. „Pallarnir sem voru í Lágafellslaug voru ekkert sérstaklega góðir svo einn daginn hugsaði ég með mér að panta tíma með bæjarstjóranum og leggja undir hana hvort hægt væri að fá nýja betri palla í laugina,“ segir Kolbeinn Flóki […]

Þetta er skemmtilegasta starf í heimi

Guðrún Helgadóttir forstöðumaður ungmennastarfs í Mosfellsbæ leggur áherslu á jákvæða liðsheild og virðingu. Í félagsmiðstöðvum Mosfellsbæjar er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10-16 ára börn og unglinga. Markmiðið er að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum og örva félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Guðrún Helgadóttir forstöðumaður segir að börn og unglingar í Mosfellsbæ séu til […]

Fyrsti áfangi lýsingar á Tungubakkahringnum vígður

Jón Geir Sigurbjörnsson, formaður Hestamannafélagsins Harðar, og Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs klipptu á borða á miðvikudaginn í síðustu viku og vígðu þar með fyrsta áfanga lýsingar á Tungubakkahringnum svonefnda. Mikið öryggismál og lyftistöng fyrir alla „Það er gleðilegt að fyrsti áfangi af lýsingu Flugvallarhringsins eða Tungubakkareiðleiðar er klár,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs […]

Ný byggð, nýjar áherslur

Um miðjan janúar var haldinn opinn íbúafundur í Hlégarði um vinnslutillögu vegna deiliskipulags 1. áfanga í Blikastaðahverfi. Þetta er annar opni fundurinn um uppbyggingaráform í Blikastaðalandi en auk þess voru fyrstu gögn deiliskipulagsáforma, skipulagslýsingin, kynnt í lok ársins 2023. Jóhanna Helgadóttir, arkitekt hjá Nordic arkitektum, kynnti tillöguna ásamt drögum að umhverfismati og Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur […]

Verkfall á Höfðabergi

„Vonandi ná aðilar saman svo verkfalli ljúki sem fyrst,“ segir Tinna Rún Eiríksdóttir leikskólastjóri á Höfðabergi. Verkfall er hafið í 14 leikskólum og 7 grunnskólum víða um land. Kennarar, ríki og sveitarfélög sátu á fundum hjá ríkissáttasemjara alla helgina en hafa ekki náð saman til þessa. Leikskólakennarar á Höfðabergi, einum fjölmennasta leikskólanum í Mosfellsbæ, eru […]

Blikastaðalandið

Frekar mikill hiti var í Mosfellingunum sem sóttu upplýsingarfundinn um Blikastaðalandið í Hlégarði þann 13. janúar. Þarna er fyrirhugað að reisa byggð með um og yfir 3.000 íbúum. Mosfellsbærinn hefur stækkað hratt og nýju hverfin sem hafa bæst við þykja mörgum ekki of aðlaðandi, sér í lagi Helgafellshverfið þar sem húsin standa mjög þétt. Byggð […]

Blikastaðaland 1. áfangi

Nú hefur tillaga á vinnslustigi á deiliskipulagi 1. áfanga Blikastaðalands verið lögð fram til kynningar og hægt er að gera athugasemdir við hana til 10. febrúar nk. Áætlað er að uppbygging á Blikastaðalandi, hverfinu milli fells og fjöru, muni taka 20-25 ár í þremur til fimm áföngum. Áhersla er lögð á að tengja og aðlaga […]

Reykjalundur í 80 ár

Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar en saga Reykjalundar er auðvitað samofin sögu endurhæfingar í landinu, Mosfellsbæjar og merkilegri sögu SÍBS, eiganda Reykjalundar. Reykjalundur hefur lengi verið einn stærsti vinnustaðurinn […]

Samgöngumál

Nú er janúarmánuður liðinn og við finnum að daginn er tekinn að lengja. Í janúar var heilt yfir nokkuð rólegt við fundarborðið í Reykjafelli en þeim mun meira að ræða þar fyrir utan. Tveir opnir fundir voru haldnir þar sem mikilvæg mál voru til umræðu, annars vegar kynningarfundur um skipulagslýsingu á 1. áfanga Blikastaðalands og […]