Entries by mosfellingur

Viljayfirlýsing vegna fyrirhugaðrar ullarsýningar í Álafosskvos

Þann 5. desember var undirrituð viljayfirlýsing milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um opnun nýrrar sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingasölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðahaldi á staðnum. Verslunin lokar í mars Sýningin, sem áformað er að […]

Vinkonukvöld skilaði 1,5 milljónum til Bergsins

Vinkonukvöld Soroptimista Mosfellssveitar safnaði 1,5 milljónum króna fyrir Bergið Headspace Þann 16. október hélt Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar árlegt vinkonukvöld í Hlégarði. Kvöldið var vel sótt eða um 120 konur komu saman til að njóta samveru og skemmtunar ásamt því að safna fjármunum til stuðnings Berginu Headspace. Stemningin var einstök frá upphafi og minnti okkur á þann […]

Brynja býður sig fram í 5. sæti

Brynja Hlíf Hjaltadóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins sem fer fram laugardaginn 31. janúar 2026. Brynja er lögmaður og starfar á því sviði. Jafnframt hefur hún tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum á kjörtímabilinu sem varamaður í bæjarstjórn, aðalmaður í velferðarnefnd, en þar áður sat hún í atvinnu- og nýsköpunarnefnd og lýðræðis- […]

Júlíana sækist eftir 3. sæti

Júlíana Guðmundsdóttir, lögmaður hjá Visku – stéttarfélagi, gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins í Mosfellsbæ. Júlíana býr yfir víðtækri reynslu og mikilli þekkingu á sviði samninga- og vinnuréttar ásamt vinnumarkaðsmálum, en hún hefur starfað í stéttarfélagsmálum í áratug. Hún er menntaður lögfræðingur með héraðsdómsréttindi. Á kjörtímabilinu hefur Júlíana tekið þátt í […]

Elín María gefur kost á sér í 5. sæti

Elín María Jónsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 31. janúar. Undanfarin 16 ár hefur Elín sinnt móðurhlutverkinu sem aðalstarfi. Hún hefur tekið virkan þátt í foreldrastarfi í Mosfellsbæ og setið í stjórn Heimilis og skóla – samtaka foreldra. Á þessu kjörtímabili hefur hún verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í […]

Þórarinn Örn gefur kost á sér í 3. sæti

Þórarinn Örn Andrésson gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þórarinn er tölvunarfræðingur frá HÍ og með MBA gráðu frá HR. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Vista, hugbúnaðarfélagsins Vista Data Vision og er nú framkvæmdastjóri Oxstone sem er nýtt hugbúnaðarfyrirtæki. „Ég hef búið í Mosfellsbæ svo gott sem alla tíð og […]

Síungir karlmenn gefa innblástur, innsæi og ráð

Bókin „Síungir karlmenn“ eftir Mosfellingana Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson gefur hagnýt ráð fyrir lífsgleði, virkni og vellíðan – óháð aldri. Með bókinni vilja höfundar ögra vanabundnum viðmiðum, ýta við hugsun og opna dyr að nýjum viðhorfum og möguleikum fyrir síunga karlmenn og fólk á besta aldri. Bókin hefur að geyma 45 hugleiðingar þar sem […]

Vil nýta tæknina til góðs

Þórdís Rögn Jónsdóttir er annar stofnenda Rekovy fyrirtækisins á bak við Bata sem er eina íslenska smáforritið sem styður við einstaklinga með fíknisjúkdóm. Forritið var þróað í nánu samstarfi við skjólstæðinga og sérfræðinga helstu meðferðaraðila Íslands. Hægt er að nota appið hvenær sem er í bataferlinu og sníða það að sínum eigin þörfum. Nú er […]

Orka opnar útibú í Mosfellsbæ

Orka ehf. er eitt af elstu og traustustu fyrirtækjum landsins, með fjölbreytta starfsemi allt frá árinu 1944. Frá árinu 2005 hefur fyrirtækið starfað í þeirri mynd sem þekkist í dag, sem sérfræðingur í bílrúðum og málningarvörum. Í dag starfa 30 manns hjá fyrirtækinu og núverandi eigendur Orku ehf. eru Jóhann G. Hermannsson, Jón A. Hauksson […]

Kötturinn Emil hvarf sporlaust í sjö ár

Það var á dimmu, köldu vetrarkvöldi að kötturinn Emil hvarf sporlaust frá heimili sínu í Mosfellsbæ, aðeins tveggja ára gamall. Heimilisfólkið og kisubróðir hans, Felix, leituðu hans logandi ljósi en allt kom fyrir ekki, Emil fannst hvergi. Langur tími leið í óvissu, þau söknuðu hans sárt og vissu ekki hvar hann var eða hvort hann […]

Bylgja Bára sækist eftir 2. sætinu

Bylgja Bára Bragadóttir býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Bylgja hefur starfað sem sölustjóri í rúmlega tuttugu ár og býr yfir umfangsmikilli reynslu á sviði stjórnunar, teymisvinnu og reksturs. Bylgja er menntaður stjórnenda markþjálfi og hefur sérhæft sig í leiðtogafærni og samskiptum. Hún hefur mikinn áhuga á málefnum Mosfellsbæjar og […]

Hjörtur býður sig fram í 4. sæti

Hjörtur Örn Arnarson býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 31. janúar. Hjörtur hefur tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum á kjörtímabilinu, meðal annars sem varabæjarfulltrúi, aðalmaður í fræðslunefnd og menningar-, íþrótta- og lýðheilsunefnd, einnig sem varamaður í skipulagsnefnd. Hann er landfræðingur með framhaldsmenntun í kortagerð og landmælingum frá Danmörku ásamt því að […]

Mosfellsbær hlýtur viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag

Það var hátíðlegur dagur í Mosfellsbæ þegar ungmennaráð tók við viðurkenningu frá UNICEF sem Barnvænt sveitarfélag. Viðurkenningarathöfnin fór fram í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ á degi mannréttinda barna en það eru 36 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ungmennaráð Mosfellsbæjar leiddi viðurkenningarathöfnina með glæsibrag. Meðal viðstaddra voru Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri […]

12 ár

Sæll Sir, ég ætla að byrja að skrifa reglulega pistla um heilsu/hreyfingu/æfingar. Hefurðu áhuga á að fóstra þessa pistla í Mosfellingi? Að ég væri með fastan dálk þar.“ Þetta sendi ég Hilmari ritstjóra 1. ágúst 2013. Fékk til baka. „Já, er það ekki bara snilld?“ Hann var strax til í þetta, setti mér einn ramma, […]

Nanna Björt gefur kost á sér í 5. sæti

Nanna Björt Ívarsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðis­manna sem fram fer þann 31. janúar 2026. Nanna Björt er tvítug og stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands. „Ég hef mikinn áhuga á því hvernig samfélagið okkar þróast og hef alltaf haft gaman af því að taka þátt, hlusta og láta rödd […]