Entries by mosfellingur

Fjárfestum í lýðheilsu – aðstaða fyrir alla

Mosfellsbær er landmikið sveitarfélag með nær óþrjótandi möguleikum á að njóta útivistar. Hér eru græn svæði frá fjöru til fjalla. Áhersla fólks og áhugi á að það séu byggð upp útivistarsvæði og aðstaða til hreyfingar í nærumhverfi þess hefur líka aukist mikið með árunum. Það er orðinn sjálfsagður hlutur að flest íþrótta- og tómstundafélög eigi […]

Stríð og friður

Við fengum heimsókn í vikunni. Yuri, Victoria og Margret, yngri dóttir þeirra, eru á landinu og kíktu til okkar. Þau eru frá Rússlandi. Ég kynntist Yuri fyrir mörgum árum þegar ég vann hjá Útflutningsráði Íslands og hann hjá sendiráði Íslands í Moskvu. Við unnum talsvert saman, ferðuðumst með íslensk fyrirtæki til staða sem ég hefði […]

„Allir þurfa eina skóla­hljómsveit í sitt líf“

Hér er vitnað í orð vinkonu minnar, en börnin hennar spiluðu með skólahljómsveit í öðru sveitarfélagi til margra ára. Ég tek heilshugar undir hennar orð þar sem Skólahljómsveit Mosfellsbæjar eða Skómos, hefur verið einn af ánægjulegu föstum punktum okkar fjölskyldu síðustu 14 árin hér í bæjarfélaginu. Þegar hljómsveitarmeðlimir voru beðnir um að lýsa Skómos var […]

Mosfellskirkju lokað vegna rakaskemmda og myglu

Sóknarnefnd Lágafellssóknar hefur tekið ákvörðun um að loka Mosfellskirkju tímabundið. Ástæðan er sú að rakaskemmdir og mygla fannst þegar verkfræðistofan Efla var fengin til að kanna ástand kirkjunnar. „Nefndin bað um úttekt á ástandi kirkjunnar, kirkjan er komin til ára sinna og ljóst er að hún þarfnast mikils viðhalds,“ segir Ólína Kristín Margeirsdóttir formaður sóknarnefndar […]

Tónlist gefur manni svo mikið

Hulda Jónasdóttir hlaut tónlistarlegt uppeldi frá blautu barnsbeini og hefur tónlistin fylgt henni æ síðan. Á heimili hennar var mikið hlustað á blús, djass og klassíska tónlist og gömlu góðu íslensku lögin voru einnig í hávegum höfð. Árið 2016 skellti Hulda sér í nám í viðburðastjórnun og stofnaði sitt eigið fyrirtæki í kjölfarið, Gná tónleikar. […]

Ásgeir Jónsson nýr formaður Aftureldingar

Á aukafundi aðalstjórnar Aftureldingar þann 2. maí var Ásgeir Jónsson kjörinn nýr formaður félagsins. Þá voru þau Níels Reynisson og Hildur Bæringsdóttir einnig kjörin í stjórn. Ásgeir leysir Birnu Kristínu Jónsdóttur af hólmi sem hefur gengt formennsku síðustu sex ár og Níels og Hildur koma inn í stað Sigurðar Rúnars Magnússonar og Reynis Inga Árnasonar. […]

Styrktarmótið Palla Open haldið í fjórða sinn

Fjórða árið í röð hafa Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Palli Líndal ákveðið að taka höndum saman og halda Palla Open styrktarmótið í golfi. Í ár verður mótið haldið til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal. Verkefnið hófst með Palla Open á síðasta ári þar sem átti að nota styrktarfé, sem var yfir þrjár milljónir, til að útbúa 20 […]

Bærinn fyllist af blökurum

Mosöld 2024 er Öldungamót Blaksambands Íslands og líklega stærsta mót fyrir fullorðna ár hvert á Íslandi. Mosöld fer fram í Mosfellsbæ og hefst í dag 9. maí og stendur til 11. maí. Blakdeild Aftureldingar hefur veg og vanda af mótinu og eru yfir 150 lið skráð en til að vera gjaldgengur þá þarf að vera […]

Íþróttir og áfengi

Ég hitti góðan félaga á körfuboltaleik um síðustu helgi. Sömu helgi og það voru hópslagsmál í stúkunni eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í úrslitakeppni karla. Félaginn hefur áhyggjur af því hvað það er orðið vinsælt og sjálfsagt að selja bjór á leikjum á Íslandi. Í öllum hópíþróttunum, körfubolta, handbolta og fótbolta. Ég deili þessum áhyggjum […]

Uppbygging á Varmársvæði

Okkar kæra Varmársvæði hefur þjónað bæjarbúum og fleirum einstaklega vel í gegnum árin, flestir íbúar nýta sér þá frábæru aðstöðu sem þar er að finna á einn eða annan hátt. Svæðið er sannarlega mikilvæg lífæð okkar samfélags. Íbúum er stöðugt að fjölga og iðkendum sem stunda íþróttir að Varmá einnig, það kallar því á áframhaldandi […]

Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 liggur nú fyrir og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. Niðurstaða rekstrarreiknings A-hluta Mosfellsbæjar er jákvæð sem nemur tæpum 230 milljónum, rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var árið 2023 tæpar 341 milljónir, sem er þó lakari útkoma en áætlað var og er það þrátt fyrir umtalsvert hærri tekjur en áætlanir gerðu ráð […]

Leiruvogurinn okkar

Ein af helstu gönguleiðum mínum í okkar fallega útivistarbæ er meðfram Leiruvoginum. Í dag, á síðasta degi í apríl í fallegu veðri varð stórkostleg uppákoma: Margæsir hundruðum saman flugu inn voginn með tilheyrandi kvaki og látum. Þessir fuglar eru alltaf á vorin og haustin gestir hjá okkur, næra sig hér í leirunum í stuttan tíma […]

Árinu skilað með rekstrarafgangi

Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023 liggur nú fyrir en um er að ræða ársreikning fyrsta heila árs meirihluta B, S og C lista. Það er verulega ánægjulegt að fyrsta heila ársreikningsári okkar sé skilað með rekstrarafgangi, það er ekki sjálfsagt í því rekstrarumhverfi sem sveitarfélög búa við um þessar mundir. Niðurstaðan sýnir styrkt aðhald í rekstrinum og […]

Blómlegt samfélag

Þegar líður að sumri eru flestir tilbúnir í hækkandi sól, hita og gott veður. Þolið fyrir umræðum um pólitísk mál minnkar. Og það á ekki bara við um íbúa, við pólítískt kjörnir fulltrúar viljum líka horfa inn í sumarið og á það fallega og bjarta. Í göngutúr um hverfið mitt í síðustu viku velti ég […]

Júlíus nýr formaður Hollvinasamtakanna

Nýlega fór fram aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar. Fundurinn heppnaðist mjög vel og var góður hugur í fundarmönnum. Tilgangur samtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar. Júlíus Þór Jónsson var kjörinn nýr formaður en fráfarandi formaður, Bryndís Haraldsdóttir, gaf ekki kost á sér áfram. Haukur Fossberg Leósson var útnefndur heiðursvinur á […]