Entries by mosfellingur

Gildistími frístundaávísana og fjárhagsáætlun

Þann 6. desember síðastliðinn var fjárhagsáætlun ársins 2024 samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar lagði fram tvær breytingartillögur við fjárhagsáætlun. Fyrri tillagan sneri að því að ráða inn fjármálaráðgjafa fyrir skólastjórnendur og sú seinni laut að frístundaávísunum og gildistíma þeirra. Frístundaávísanir gildi í 12 mánuði Frístundaávísun er framlag sveitarfélagsins til að börn eigi þess […]

Hvernig viljum við sjá bæinn okkar þróast?

Á þeim 50 árum sem ég hef búið í Mosfellsbæ, þá hef ég verið sannfærðari og sannfærðari um að það sé best að búa í Mosfellsbæ. Við höfum okkar sérkenni innan höfuðborgarsvæðisins sem erfitt er að útskýra fyrir utanbæjarmönnum, en hugtakið sveit í borg er ein leiðin til að útskýra þetta. Við erum enn pínu […]

Núið

Ég er að vinna í núinu. Það er ekki einfalt. Kollurinn fer svo auðveldlega á flakk. Ég fer að hugsa um það sem ég ætla að gera, það sem er fram undan, það sem væri gott að myndi gerast og það sem væri minna gott að myndi gerast. En þegar ég næ að róa hugann […]

Bjarki ritar Árbók FÍ

Bjarki Bjarnason rithöfundur á Hvirfli í Mosfelldal og Ferðafélag Íslands hafa undirritað samning um ritun árbókar félagsins 2026. Bókin mun fjalla um Kjósarsýslu sem náði um aldir frá Elliðaánum inn í Hvalfjarðarbotn og upp á miðja Mosfellsheiði; innan sýslunnar voru þrír hreppar: Mosfellshreppur, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur. Bjarki segir það mikið tilhlökkunarefni að takast á við […]

Veitingafélagið styrkir Reykjadal

Síðastliðið sumar var góðgerðarhelgi hjá Veitingafélaginu, sem er í eigu hjónanna Óla Vals og Ragnheiðar, þá í tilefni hálfrar aldar afmælis Óla Vals. Ákveðið var að ánafna 50% af sölu á veitingastöðum félagsins til valdra góðgerðarfélaga. Auk Bankans bistro í Mosfellsbæ á félagið og rekur veitingastaðina Mandi og Hlöllabáta. Reykjadalur í Mosfellsdal er eitt af […]

Við metum betur það sem við höfum í dag

Bjarki Sigurðsson viðskiptastjóri og Elísa Henný Arnardóttir hjúkrunarfræðingur hafa bæði glímt við eftirköst af COVID-19. Í einlægu viðtali við Ruth Örnólfsdóttur ræða þau um lífshlaup sín og hvernig veikindin hafa skert lífsgæði þeirra til muna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru algengustu einkenni COVID-19 hiti, hósti, kvefeinkenni, slappleiki og skyndileg breyting á lyktar- eða bragðskyni, sumir smitast þó […]

Sigurpáll heim í Aftureldingu

Sigurpáll Melberg Pálsson hefur gert tveggja ára samning við Aftureldingu og mun spila með liðinu í Lengjudeild karla í fótbolta næsta sumar. Sigurpáll er 28 ára varnar- og miðjumaður sem lék upp alla yngri flokkana hjá Aftureldingu. Sigurpáll kemur til Aftureldingar frá danska félaginu FA 2000 en hann lék áður með Fjölni, Fram og HK. […]

Hver er Mosfellingur ársins 2023?

Val á Mosfellingi ársins 2023 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í 19. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]

Reykjalundur lokar hluta húsnæðis vegna bágs ástands

Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar. Var þetta gert í framhaldi af úttekt verkfræðistofu sem sýnir að óheilnæmt er fyrir sjúklinga og starfsfólk að dvelja í umræddum byggingum. Viðamikil úttekt verkfræðistofu Stjórnendur og starfsfólk Reykjalundar hafa um nokkurn tíma haft grun um að hluti húsnæðis Reykjalundar sé […]

Almennings eða afreks?

Við erum svo heppin að það eru til einstaklingar eins og Vésteinn Hafsteinsson sem var í ársbyrjun ráðinn afreksstjóri ÍSÍ, en hann er með mikla reynslu af því að þjálfa afreksmenn í frjálsum íþróttum, meðal annars ólympíumeistara. Ekki allir er ánægðir að Íslendingar séu að leggja svona mikla áherslu á að búa til íþróttamenn í […]

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024

Meirihluti Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Viðreisnar hefur samþykkt fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2024. Það vakti mikla athygli að meirihlutinn lagði fram 14 breytingartillögur um eigin fjárhagsáætlun á milli umræðna, sem er einsdæmi og lýsir það kannski best hversu ósamstíga meirihlutinn er og sérkennilegum undirbúningi áætlunarinnar. Meirihlutinn talar um viðsnúning í rekstri bæjarins, en bent skal á […]

Njótum í núinu

Það er auðvelt í amstri hversdagsins að detta í sjálfstýringuna og sérstaklega í kringum hátíðirnar. Mikilvægt er að við gefum sjálfum okkur þá gjöf að staldra við, draga djúpt andann og taka inn augnablikið. Upplifa og njóta líðandi stundar. Veitum athygli Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Veitum börnunum okkar óskipta athygli, hlustum […]

Uppskera ársins

Það er komið að þessum skemmtilega tíma ársins þar sem við förum yfir uppskeruna okkar. Árið hjá Aftureldingu er búið að vera bæði gott og erfitt. Í vor uppskárum við bikarmeistaratitil í handboltanum eftir ansi langt hlé, stelpurnar stoppuðu stutt í Grillinu og eru komnar aftur í efstu deild og strákarnir í fótboltanum náðu sínum […]

Af vettvangi sveitarstjórnarmála

Nú er liðið eitt og hálft ár af kjör­tímabilinu og fyrir græningjann er gott að líta yfir farinn veg. Þessi tími hefur verið krefjandi en umfram allt áhugaverður og lærdómsríkur. Það er ákveðin upplifun að fá brautargengi inn í bæjarstjórn og vera treyst fyrir því að taka ákvarðanir fyrir hönd fólksins í bænum. Ég hef […]

Líflegt starf í hestamannafélaginu

Það hefur verið venju fremur líflegt í hesthúsahverfinun í haust, enda veður verið milt og gott. Krakkarnir í félagshúsinu eru komin á fullt í sinni hestamennsku, námskeið fyrir þau og önnur börn í félaginu hafa farið af stað með krafti og haustið er notað vel jafnt til útreiða og þjálfunar hrossa og uppbyggingar ungu knapanna […]