Entries by mosfellingur

12 ár

Sæll Sir, ég ætla að byrja að skrifa reglulega pistla um heilsu/hreyfingu/æfingar. Hefurðu áhuga á að fóstra þessa pistla í Mosfellingi? Að ég væri með fastan dálk þar.“ Þetta sendi ég Hilmari ritstjóra 1. ágúst 2013. Fékk til baka. „Já, er það ekki bara snilld?“ Hann var strax til í þetta, setti mér einn ramma, […]

Nanna Björt gefur kost á sér í 5. sæti

Nanna Björt Ívarsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðis­manna sem fram fer þann 31. janúar 2026. Nanna Björt er tvítug og stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands. „Ég hef mikinn áhuga á því hvernig samfélagið okkar þróast og hef alltaf haft gaman af því að taka þátt, hlusta og láta rödd […]

Elísabet gefur kost á sér í 3. sæti

Elísabet S. Ólafsdóttir gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 31. janúar. Elísabet hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 1979 og starfaði sem skrifstofustjóri og sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara í rúmlega 40 ár. Elísabet hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðis­flokksins bæði í Mosfellsbæ og á landsvísu. Hún hefur verið […]

Ragnar Bjarni býður sig fram í 4. sæti

Ragnar Bjarni Zoëga Hreiðarsson, hef ákveðið að bjóða mig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer þann 31. janúar 2026. „Ég geri það af því að ég trúi á bæinn okkar, á samfélagið sem við höfum byggt upp og á að við getum gert það enn betur saman. Á þessu kjörtímabili hef […]

Jana gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri

Jana Katrín Knútsdóttir gefur áfram kost á sér í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer 31. janúar. Jana er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Jana hefur starfað innan heilbrigðiskerfisins í um 16 ár og starfar í dag sem deildarstjóri á smitsjúkdómadeild Landspítala. Samhliða hefur hún sinnt […]

Magnús Ingi sækist eftir 6. sæti

Magnús Ingi Ingvarsson gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram 31. janúar 2026. Magnús er 32 ára og starfar í dag sem framkvæmdastjóri hjá Þitt öryggi og er einnig formaður Glímufélags Reykjavíkur. Hann er trúlofaður Thelmu Rut Hermannsdóttur og eiga þau saman tvö börn á leik- og grunnskólaaldri. „Ég […]

Hilmar býður sig fram í 1. sæti

Mosfellingurinn Hilmar Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista sjálfstæðismanna í komandi sveitarstjórnar­kosningum. Hilmar er flestum kunnugur en hann hefur gegnt stöðu ritstjóra bæjarblaðsins Mosfellings síðastliðin 20 ár. Þá hefur hann m.a. haldið utan um bæjarhátíðina Í túninu heima og félagsheimilið Hlégarð síðustu ár. Hilmar er giftur Oddnýju Þóru Logadóttur […]

Leikskólagjöld hækka um 2.900 kr.

Hækkun leikskólagjalda á næsta ári verður rúmlega 2.900 krónur á mánuði fyrir 8 tíma vistun með fæði, eða sem samsvarar um 9,5%. Þrátt fyrir þessa hækkun verður Mosfellsbær áfram með lægstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti. Að hækka leikskólagjöld er aldrei létt ákvörðun. En hækkunin er nauðsynleg til að […]

Af hverju barnvænt sveitarfélag?

Á mannréttindadegi barna, þann 20. nóvember síðastliðinn, hlaut Mosfellsbær viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag. Verkefnið barnvæn sveitarfélög byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var á allsherjarþingi þeirra árið 1989. Alþingi lögfesti samninginn árið 2013 og öðlaðist hann þá sömu stöðu og önnur löggjöf í landinu. Verkefninu barnvæn sveitarfélög er ætlað að styðja sveitarfélög til […]

Fjárfestum áfram í lýðheilsu og barnvænu samfélagi

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar var lögð fram til fyrri umræðu 12. nóvember sl. og endurspeglar hún áherslur meirihlutans um heilbrigt og fjölskylduvænt samfélag þar sem lýðheilsan er sett í forgang. Rekstur bæjarins stendur traustum fótum, heildartekjur áætlaðar um 24,7 milljarðar og rekstrarafgangur tryggður. Á sama tíma horfum við til áframhaldandi íbúafjölgunar og þar með aukinna krafna um […]

Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ

Það er ánægjulegt að sjá þegar sveitarfélag tekur forvarnarstarf alvarlega. Ákvörðun Mosfellsbæjar um að verja aukalega 100 milljónum króna í forvarnir er skýrt dæmi um slíka hugsun. Átakið hefur fengið nafnið „börnin okkar“ og felur í sér aukafjárveitingu uppá 100 milljónir sem verða notaðar í 27 viðbótaraðgerðir. Þær skiptast í þrjá þætti: Almennar forvarnir, snemmtækur […]

Mosfellingar, tökum vel á móti iðkendum Aftureldingar

Fjáröflun stendur yfir fyrir æfinga- og keppnisferðir erlendis Á næstu vikum má búast við því að ungir og metnaðarfullir iðkendur Aftureldingar láti til sín taka víðs vegar um Mosfellsbæ. Iðkendur munu banka upp á heimili og bjóða ýmis konar vörur og þjónustu, allt til þess að safna fyrir væntanlegum æfinga- og keppnisferðum erlendis árið 2026. […]

Málar steina á fellin

Það er óhætt að segja að Mosfellsbær sé umkringdur dásamlegri náttúruparadís, fellin okkar og fjöllin, fossarnir og heiðarnar. Mosfellingar eru duglegir að nýta þessa auðlind hvort sem er gangandi, hlaupandi, hjólandi eða ríðandi út. Farsælt samstarf hefur verið á milli Mosfellsbæjar og Skátafélagsins Mosverja undanfarin ár um að auðvelda Mosfellingum að nýta sér útivistarsvæði í […]

Vildi leggja mitt af mörkum

Hilda Allansdóttir er mikil útivistarkona og eina markmiðið sem hún setur sér er að stunda útiveru á hverjum degi. Hilda sem starfar sem hárgreiðslukona er dugleg að deila með fylgjendum sínum því sem hún er að bralla. „Ég talaði um það á story hjá mér þann 1. janúar að ég ætlaði að stunda útiveru á […]

Það þurfa allir að kunna að bregðast við

Fyrirtækið Þitt öryggi hefur verið starfandi frá árinu 2020. Eigandi þess og framkvæmdastjóri Magnús Ingi Ingvarsson og starfsfólk hans sérhæfa sig í uppsetningu á öryggisferlum, kennslu í líkamlegum inngripum og bjóða upp á sjálfsvarnarnámskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir. Markmiðið er að veita almenningi þekkingu og færni til að takast á við krefjandi aðstæður sem kunna […]